Eva María

Hugleiðing um vistkerfi

mars 31st, 2016

Hugtakið vistkerfi myndi ég skilgreina sem allar þær lífverur sem lifa í sama umhverfi og vinna saman í að halda jafnvægi. Það tengjast allar lífverur saman á ákveðinn hátt, og líka ólífrænir umhverfisþættir eins og vatn, jarðvegur, sólarljós og andrúmsloftið.
Vistkerfi er nauðsyn fyrir allt líf á jörðinni. Allt sem er í ákveðnu vistkerfi hefur sitt hlutverk. Ef að einn hlutur fer úrskeiðis eða breytist – t.d. hitastig sjávar hækkar – þá getur það haft mikil áhrif á vistkerfið í heild sinni. Þess vegna er ótrúlega mikilvægt að halda sem mestu jafnvægi á jörðinni allri. Það getur auðvitað verið erfitt vegna náttúruhamfara eins og eldgosa, en það eru aðrir hlutir sem manneskjur geta gert til að hjálpa til. Við getum t.d. mengað minna til að minnka gróðurhúsaáhrif.


Heimild myndar: http://www.visindavefur.is/myndir/vistkerfi_180309.jpg

Leave a Reply

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.