Eva María

19-23. október, vika 3 – hlekkur 2

október 29th, 2015

Mánudagur

Við fórum yfir hugtök um erfðafræði á mánudaginn.

Ríkjandi gen eru gen sem ríkja yfir öðrum genum og eru táknuð með stórum staf.
Víkjandi gen víkja fyrir öðrum genum og eru táknuð með litlum staf.
Arfblendin arfgerð er þegar hún er með bæði litlum og stórum staf og þá er ríkjandi genið sem ákveður svipgerðina.
Arfhrein arfgerð er þegar hún er annað hvort bara með litlum stöfum eða bara stórum stöfum.
Arfgerð eru bókstafirnir sem tákna genin, t.d Tt eða ee.
Svipgerð er það sem kemur út og það sem maður sér, t.d græn augu eða ljóst hár.
Gregor Mendel er svokallaður faðir erfðafræðinnar. Hann var munkur sem gerði tilraunir með ræktun baunagrasa. Það var ekkert vitað um DNA eða neitt á þessum tíma en hann komst að alls konar hlutum um það, t.d. um ríkjandi og víkjandi gen. Mendel fékk aldrei að koma rannsóknum sínum á framfæri en mörgum árum seinna þegar Mendel var dáinn þá fóru vísindamenn loks að skoða þetta og staðfestu þá kenningar Mendels.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Þetta voru stöðvarnar sem voru í boði:

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Ég fór á stöð 1, 3, 8 og 10.

1. Spjöld – hugtök og skilningur
Vorum með spjöld með hugtökum á og önnur spjöld með útskýringum. Svo áttum við að para saman spjöldin. Þessi hugtök tengdust öll erfðafræði. Við notuðum þetta eins og samstæðuspil – lásum annað hvort hugtak eða útskýringu og reyndum að finna útskýringuna eða hugtakið sem passaði við. Spjöldin voru númeruð aftan á og þá sáum við hvort þetta var rétt.

3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
Það var verið að útskýra fullt um DNA, t.d. hvernig það er uppsett og hvernið afritun DNA virkar.
DNA-ið er snúið saman þannig það verður eins og kaðall. Kaðallinn er svo líka snúinn saman eins og tvöfaldur kaðall. Það er svo aftur snúið upp á tvöfalda kaðallinn og svo tvisvar í viðbót og þá er DNA-ið búið að þjappast saman í litning.

8. Frétt – Vilja fá að fikta í erfðaefninu
Það er búið að sækja um leifi til að breyta erfðaefni fósturvísis til að varpa ljósi á ástæður fósturmissis. Það að fikta með erfðaefni mennskra fósturvísa er mjög umdeilt og ekki víst hvort það sé siðferðislega rétt. Mín skoðun á þessu er að það sé í lagi á meðan það er bara notað til að bjarga mannslífum.

10. Verkefni-  Doppóttur hundur
Kláraði verkefnið.

 

Fimmtudagur

Það var tölvuverstími á fimmtudaginn þar sem við máttum skoða þrjár vefsíður – erfðir.is, flipp og khan academy. Ég var aðallega inna khan academy sem er alveg ótrúlega þægileg og góð síða.


Heimild: http://www.goldiesroom.org/Note%20Packets/14%20Mitosis%20and%20Asexual/00%20Mitosis–WHOLE.htm

 

Fréttir

Ótt­ast að smita Mars af lífi – mbl.is

Hvalreki á Þórshöfn – visir.is

12-16. október, vika 2 – hlekkur 2

október 22nd, 2015

Mánudagur

Ég var veik á mánudaginn en ég veit að krakkarnir voru eitthvað að dansa og fóru svo yfir glærur.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var allur tíundi bekkurinn saman í tíma þar sem við áttum að gera kynningu um frumur. Hún átti að vera fyrir sjöunda og áttunda bekk þannig hún átti ekki að vera mjög flókin, bara stutt og þægileg. Ég var með Dísu, Birgit og Hönnu í hóp og við gerðum Powtoon kynningu og Kahoot leik. Hér er padletið með öllum verkefnunum.

 

Fimmtudagur

Við vorum í tölvuveri á fimmtudaginn. Við skoðuðum myndbönd á Flipp og lásum um erfðafræði á erfdir.is.

dna-163710_640
Heimild: https://pixabay.com/static/uploads/photo/2013/07/18/10/59/dna-163710_640.jpg

 

Fréttir

Gaml­ar tenn­ur segja nýja sögu – mbl.is

„Er búin að bíða eftir því í dag að hitta Marty McFly“ – visir.is

Ótrúlegt þefskyn konu: Getur fundið á lyktinni hvort fólk er með Parkinsonsjúkdóminn – pressan.is

5-9. október, vika 1 – hlekkur 2

október 15th, 2015

Mánudagur

Við fórum yfir glærur um frumur á mánudaginn. Þetta var aðallega upprifjun um t.d. muninn á plöntufrumu og dýrafrumu. Við töluðum líka um jafnskiptingu og rýriskiptingu. Jafnskipting er algengust og er þannig að fruman tvöfaldast og í þeim frumum er jafnmikið DNA og í upprunnanlegu frumunni. Rýriskipting gerist bara í kynfrumunni og þá er tvöfalt minna DNA í dótturfrumunum.


Heimild: https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Major_events_in_mitosis.svg

 

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna á miðvikudaginn. Hér eru stöðvarnar sem voru í boði:

 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

Ég fór á stöðvar 12, 6 og 13.

12. Bók – Maðurinn bls. 54-55 – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
Fjölgun frumna er þannig að DNA-ið tvöfaldast þannig að tvöfaldaðir litningar með tvöfalt magn af DNA skiljast þannig það koma fram tvær dótturfrumur með nákvæmlega eins litninga.

6. Lesskilningur tvíburar
Kláruðum verkefnið. Svör:
1. A – Nei, B – Já og C – Já
2. A – Já, B – Nei og C – Já

13. Tölva – Frumuskipting.
Við lærðum mjög nákvæmlega hvernig mítósa og meisósa skiptingar fara fram og svöruðum spurningum í gegnum allt verkefnið. Ég fór aðallega í meisósa (rýriskiptingu) og hér er smá fróðleikur um það.
Það eru fjögur stig sem fruman fer í gegnum þegar hún skiptir sér. Fyrst tvöfaldar hún samt DNA-ið svo skiptingin sé möguleg.
Fyrsta stig – Metafasi – Kjarnhjúpurinn hverfur og litningarnir raða sér á spóluþræði í miðbaugsfleti frumunnar.
Annað stig – Anafasi – Litningarnir skiljast og fara í sitt hvorn helming frumunnar.
Þriðja stig – Telófasi – Tveir kjarnahjúpar myndast um hvorn hópinn af litningum. Skilflötur myndast sem skiptir frumunni í tvennt.
Fjórða stig – Skipting umfrymis – Tvær nýjar frumur myndast. Í kjörnunum eru nákvæmlega eins litningar.

 

Fimmtudagur

Það var hálfgerð könnun í tölvuveri á fimmtudaginn. Við áttum að svara þrem spurningum af sex mögulegum. Hér eru spurningarnar sem við máttum velja um. Ég valdi spurningar nr. 2, 3 og 5. Við áttum að svara spurningunum í word skjali og senda Gyðu svo í tölvupósti.

 

Fréttir

Hætta á hruni fæðukeðja sjáv­ar – mbl.is

Stofn­frum­ur gegn bein­stökkva – mbl.is

Malaríuprótein vekur upp vonir í baráttunni gegn krabbameini – visir.is

28. sept – 2. okt, vika 5 – hlekkur 1

október 5th, 2015

Mánudagur

Við byrjuðum á að spjalla aðeins um tunglmyrkvann nóttina fyrir og skoðuðum myndir af því. Svo fórum við í orð af orði sem virkaði þannig að við áttum að fara í hópa og gera þessa hluti: Lesa og taka saman meginatriði, spyrja spurninga um hugmyndir/efni, leita skýringa og spá fyrir um framhald texta. Þetta gerum við til þess að skilja textann 100% og geta alltaf sagt algjörlega hvað stóð í textanum ásamt því að geta útskýrt hvað hann þýðir. Mér fannst þessi aðferð virka mjög vel og ég man ennþá textann sem við lásum.


Heimild: https://www.facebook.com/NASA/app_723403517771551?ref=page_internal

 

Það var ekki tími á miðvikudaginn út af foreldraviðtölum.

 

Fimmtudagur

Allur tíundi bekkurinn sameinaðist í einn tíma af því það var ekki skóli eftir hádegi. Við gerðum verkefni sem var þannig að við áttum að fræðast um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni á Jörðinni. Við fengum QR-kóða sem leiddi okkur inn á padlet sem Gyða og Margrét voru búnar að gera um þetta viðfangsefni. Við skoðuðum heimsmarkmiðin sem eru sautján alls og svo fengum við okkur app sem heitir Global Goals Alliance. Þar áttum við að gera okkur að ofurhetju þar sem það var ein ofurhetja fyrir hvert markmið. Svo gátum við gert ofurhetjuna að okkar eigin með því að sérsníða hana, breyta bakrunninum, skipta um hár og margt annað. Þegar ofurhetjan var fullgerð þá deildum við henni inná Twitter, Facebook og Padlet. Hér er ofurhetjan sem ég gerði:


Heimild er Global Goals Alliance appið

 

Fréttir

Fyr­ir­heit­in hrökkva ekki til – mbl.is

Er Golfstraumurinn að hverfa? Meðalhiti á Íslandi gæti lækkað um 10 gráður og fiskgengd breyst – pressan.is

Stephen Hawking segir að geimverur muni hernema Jörðina og eyðileggja hana – pressan.is

Flóðin í Frakklandi: „Malbikið flaut í burtu“ – visir.is

Heil loðfílabeinagrind finnst í Bandaríkjunum – visir.is

Segja Landvernd stuðla að utanvegaakstri á hálendinu – visir.is

Hlaupið séð úr lofti – Myndir – visir.is

„Mestu rigningar í 1.000 ár“: Fimm látnir eftir óveður í Bandaríkjunum – visir.is

 

21-25. september, vika 4 – hlekkur 1

október 1st, 2015

Mánudagur og miðvikudagur

Við héldum áfram með verkefnin okkar á mánudaginn og kláruðum þau á miðvikudaginn.

 

Fimmtudagur

Við kynntum verkefnin okkar á fimmtudaginn og það gekk bara vel. Hér er padletið með öllum verkefnunum og hér er okkar verkefni.

 

Fréttir

Skaftá orðin mó­rauð og ljót – mbl.is

Á að leyfa skóg­um að brenna? – mbl.is

Veðurfar­söfg­ar vekja spurn­ing­ar – mbl.is

Almenningur þarf að sjá ávinninginn til að vilja takast á við loftslagsvandann – pressan.is

NASA hefur fundið sönnun fyrir rennandi vatni á Mars: Getur þýtt að líf sé að finna á plánetunni -pressan.is

Íbúar fluttir á brott vegna stórrar holu – visir.is

Segir umhverfismat aldrei hafa farið fram – visir.is

 

14-18. september, vika 3 – hlekkur 1

september 24th, 2015

Mánudagur

Við ætluðum í nearpod á mánudaginn en fengum ekki ipadana. Við létum það samt ekki stoppa okkur og töluðum í staðinn um nokkur hugtök og skoðuðum fréttir. Hér eru nokkrar fréttir sem við skoðuðum:

Næstu 2 ár verða þau heit­ustu – mbl.is

Hvernig verður veðrið 2050? – vedur.is

Óttast um lífríki Þjórsárvera gjósi í Bárðarbungu – dv.is

Svo hlustuðum við líka á lagið Love song to the earth

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn byrjuðum við á verkefni sem heitir Ég ber ábyrgð þar sem við veljum okkur eitthvað hugtak sem við erum búin að vera að læra um og gerum kynningu um það. Kynningin á að innihalda það hvernig við getum breytt og lagað og gert betur. Okkur var skipt í hópa og ég er með Ljósbrá og Kristni í hóp. Við völdum hugtakið sjálfbærni og skrifuðum niður hugmyndir og pælingar. Svo unnum við úr þeim og byrjuðum að taka smá upp.

 

 

download
Heimild: http://www.hi.is/umhverfismal/hvad_er_sjalfbaerni

 

Fimmtudagur

Við héldum áfram í verkefninu á fimmtudaginn.

 

Fréttir

Bandaríkjaher tilbúinn undir árás uppvakninga – pressan.is

429 lundapysjur hafa verið fangaðar – visir.is

Fyrsta út­tekt­in úr fræ­geymsl­unni á Sval­b­arða – mbl.is

 

7-11. september, vika 2 – hlekkur 1

september 17th, 2015

Mánudagur 7. sept

Við töluðum um vistkerfi og vorum aðallega að rifja upp frá því sem við lærðum í fyrra. Svo vorum við að raða saman hugtökum sem voru dreifð um stofuna inn á hugtakakortið okkar, bæði til að rifja upp og til þess að æfa okkur í hugtakakortsvinnu.

 

Miðvikudagur 9. sept

Það var stöðvavinna á miðvikudaginn og þetta voru stöðvarnar sem við höfðum að velja um (við máttum samt líka búa til okkar eigin stöðvar) :

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
 3. Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Lesskilningur – vistkerfið
 7. Kolefni skolen i norden
 8. Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
 9. Yrkjuvefurinn – tölvustöð
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð
 11. Orð af orði.  Orðhlutar vistfræði.
 12. Lifandi vísindi.  01/2014 Dýrin og náttúrulækningar.

Ég fór á stöðvar 3, 5 og 2.

3. Hringrás kolefnis – Teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum – Bókin „Maður og Náttúra“ bls. 16-17

Hringnum lokað á einum sólarhring
Hringrásin tekur stundum mjög stuttan tíma. Byggplanta tekur kolefni til sín í ljóstillifun á daginn og lætur það frá sér í bruna á nóttinni. Hringrásin tekur einn sólarhring.

Hringnum lokað á einu ári
Byggplantan býr til mjölva úr glúkósanum í bygginu og mús borðar það. Svo brennir hún því og andar, þá berast kolefnisfrumeindirnar úr mjölvanum út í andrúmsloftið í formi koltvíoxíðs. Það getur liðið ár frá því að kolefnið var í plöntunni og þangað til það fer aftur át í andrúmsloftið.

Hringnum lokað á einni öld
Kolefnið getur bundist í beðma á ungri greniplöntu sem vex svo í fullvaxta tré og er fellt. Það getur svo verið notað í eldivið og þegar það brennur berst kolefnið aftur út í andrúmsloftið. Þessi hringrás getur tekið hundrað ár.

Jarðefnaeldsneyti – Einna langsta hringrásin
Fyrir um 300 milljónum ára uxu tré sem féllu í súrefnisnauðu umhverfi. Það gerði það að verkum að þau rotnuðu ekki heldur þjöppuðust og urðu að kolum. Núna, þegar það er búið að bætast við meira og meira af jarðefni á þessi tré er þessu dælt upp úr jörðinni sem kol og er notað í t.d bensín. Kolefnisfrumeindirnar sem bundust í trjánum eru í lengstu hringrás sem vitað er um, þrjú hundruð og fimmtíu milljón ára.

5. Krossgáta – Lífsnauðsynlegt efnaferli

Þessi krossgáta var svolítið erfið en við náðum nú samt að klára hana með hjálp frá bókum og Gyðu. Lausnarorðið var Ljóstillifun.

2. Laufblað – Skoðum grænukorn loftaugu og varafrumur – smásjárvinna

Ég sá alla þessa hluti og hér er smá fróðleikur um það allt:

Loftaugu eru op í laufblöðunum sem taka inn koltvíoxíð þegar plantan er að ljóstillifa og súrefni við brennslu.
Varafrumur eru það sem loka og opna lauftaugum
Grænukorn eru frumurnar þar sem ljóstillifun og brennsla fer fram í.


Uppbygging laufblaðs / heimild: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=4100

 

Fimmtudagur

Ég var ekki á fimmtudaginn en ég veit að krakkarnir voru í tölvuveri og máttu velja sér velja sér eitt af þessum þremur verkefnum:

 1. Kolefni er í eilífri hringrás, nefnið nokkur dæmi um mislangar hringrásir kolefnis. Finndu myndir til stuðnings.
 2. Gerðu fæðupýramíða og lýstu orkuflæðinu eftir því sem ofar dregur. Nefndu dæmi um vistkerfi og lífverur.
 3. Lýstu nokkrum fæðukeðjum, segðu hvaða lífverur eru fremstar, nefndu dæmi um nokkra toppneytendur og útskýrðu af hverju toppneytendur eru yfirleitt fáir miðað við frumframleiðendurna.

 

Fréttir

Næstu 2 ár verða þau heit­ustu – mbl.is

12 ára með hærri greind­ar­vísi­tölu en Hawk­ing – mbl.is

Nýtt skólaár – Danmörk! (31. ág – 4. sept, vika 1)

september 9th, 2015

Jæja, þá er komið nýtt skólaár. Þar sem við erum nú komin í 10. bekk þá er fyrsta bloggfærslan mín á nýju skólaári um Danmerkurferðina frægu. Við fengum það verkefni frá Gyðu að taka aðeins eftir vistkerfinu í Danmörku og blogga svo um það. Þessi ferð var ótrúlega skemmtileg eins og við má búast og við sáum allskonar áhugaverða og spennandi hluti.

Umhverfið í Danmörku er mjög líkt Íslandi á marga vegu en getur líka verið mjög ólíkt því. Gróðurinn er mun fjölbreyttari og líka dýrin. Landslagið er líka allt öðruvísi, Danmörk er þekkt fyrir að vera mjög mikið sléttlendi en hæsta fjallið, Himmelbjerget, er ekki nema 147 metrar á hæð.
Maður fann strax fyrir örðuvísi andrúmslofti þegar maður steig út úr flugvélinni en Danmörk er í tempraða beltinu nyrðra á meðan Ísland er flest allt í kuldabeltinu nyrðra.
Tréin eru líka allt öðruvísi þarna úti en þau eru mun stærri og sverari heldur en hérna heima.
11997429_10205198327250162_1520735533_n 11992132_10205198327170160_1566401947_n 11997213_10205198327290163_700876524_n 11348933_10205198328250187_2045799490_n 11998187_10205198328130184_869175601_n
(Ég tók allar þessar myndir þannig ég býst við því að ég þurfi ekki að setja inn heimild).

Dýralífið var líka öðruvísi á marga vegu, t.d sáum við íkorna einn daginn og frosk annan. Skordýrin voru líka mjög áhugaverð. Með því meina ég auðvitað ógeðsleg og allt of stór. Það voru náttúrlega dúfur út um allt og líka litlir krúttlegir fuglar sem urðu lífshættulegir þegar maður gaf þeim að borða.
Við fórum í dýragarðinn þar sem það voru dýr eins ólík íslenskum dýrum og hægt er. Fyrir utan auðvitað íslenska hestinn sem var þarna ásamt öðrum pony hestum. En já, þar voru ljón og tígrisdýr, snákar, mauraætur og allskonar furðuverur.
Mér finnst svolítið skrítið að það sé enginn dýragarður á Íslandi sem er ekki húsdýragarður en þegar maður hugsar um það þá er sennilega of kalt hérna fyrir flest framandi dýr að koma. Í dýragarðinum í Laugardalnum eru nú samt einhverjar eðlur og eitthvað álíka skilst mér, en þau eru sennilega öll inni í búri með einhverjum hitastilli. Það gætu nú sennilega aldrei komið ljón í dýragarð hér á landi út af kuldanum en kannski snætígrisdýr og úlfar, eða barasta ísbirnir. Af hverju ætli það séu engnir ísbirnir í Slakka? Jæja, það þýðir víst ekkert að pæla í því. Setjum bara inn nokkrar myndir af íkornum í staðinn.

11994275_10205199283354064_1572743507_n 11998605_10205199283474067_1575101177_n 11998362_10205199283434066_1022592934_n 12007072_10205199283634071_1004471939_n 11938768_10205199283674072_1079627026_n 11668015_10205199284234086_1239042961_n 11995659_10205199284394090_827968742_n 11999936_10205199284434091_927294574_n 11998440_10205199284314088_1559078028_n 11999855_10205199284874102_1257497390_n 12007330_10205199284994105_188345722_n

Allt í allt var þetta mjög skemmtileg og áhugaverð ferð þar sem við lærðum mikið og skemmtum okkur afskaplega vel í leiðinni.

11947676_10205911453958325_4417329207131718843_n
(Afsakið léleg gæði)

 

Sveppaheimsókn

maí 18th, 2015

Þriðjudaginn 12. maí fórum við í heimsókn til Flúðasveppa til þess að sjá ræktunarferli sveppa og fræðast líka um fyrirtækið. Eiríkur Ágústsson, ræktunarstjóri, tók þar vel á móti okkur og rölti með okkur í gegnum verksmiðjuna á meðan hann sagði okkur allt mögulegt um þessa vinnu.

Sveppurinn sem er ræktaður hjá Flúðasveppum er kallaður hvítur hnappasveppur en fræðiheitið er Agaricus bisporus.
Fyrirtækið var stofnað árið 1984 af Ragnari Kristni Kristjánssyni og var svo keypt af Georgi Ottósyni sem rekur það í dag. Þegar Ragnar byrjaði framleiddi hann um 500 kg af sveppum á viku. Hann hafði eiginlega enga hugmynd um hversu mikið væri skynsamlegt að framleiða vegna þess að þetta var fyrsta alvöru sveppaframleiðslan á Íslandi. Í dag framleiða þau í fyrirtækinu um 11 tonn á viku og þar af fara 2 tonn beint á pizzustaði. Á staðnum voru í fyrstu 3-4 menn við vinnu en núna vinna þar um 30 manns og eru 16-18 þeirra erlendir.

Til þess að rækta sveppi sáir maður þeim ekki í mold heldur býr maður til rotmassa sem þeir nærast í. Einn skammtur af rotmassa er gerður úr 80 hálmrúllum og strandreyr og einum gám af hænsnaskít. Hann er gerður þannig að sprautað heitu vatni í hálminn og tætt hann. Svo er látið hann hitna þannig hann byrjar að rotna og það er nánast stöðugt verið að hræra í honum. Eftir viku af þessu er hænsnaskítnum bætt við og haldið áfram þessu í aðra viku. Hitin í rotmassanum í þessu ferli fer upp í allt að 80°c í miðjunni. Á 20 mínútna fresti er súrefni sprautað úr raufum í gólfinu í massann til þess að það geti andað.Það er engin hætta á að það kveikni í þessu vegna bleytunnar en hinsvegar verða byggingarnar og tækin frekar fljótt ónýt vegna rotnunarinnar. Það eru notaðar 4000 hálmrúllur á ári. Alls eru 13 hrúgur á mismunandi stigum í gangi í einu því í hverri viku eru opnaðar nýjar rúllur.

Eftir þetta ferli er rotmassinn settur í svokallað „tunnel“ þar sem það er hafn hiti allsstaðar, 60°c, til þess að eyða öllum óvelkomnum lífverum. Massinn er þar í eina viku og í því ferli má engin fara inn í það rými. Eftir það eru gróin sett í massann og svo er massanum raðað á fullt af bökkum inn í klefum. Þá er beðið í rúmlega tvær vikur eftir að sveppirnir vaxi. Það tekur svo u.þ.b þrjá daga að tína sveppina. Þá er beðið eftir að sveppirnir vaxi aftur upp úr sama rotmassanum. Það er því tínt þrisvar sinnum úr sama massanum áður en næringin er búin og massanum er hent. Í fyrstu tínslu eru tínd um 5 tonn, svo minna í næstu tínslu og enn minna í þriðju og síðustu. Það eru alls 6 klefar notaðir og þeir eru allir á mismunandi stigum.

IMG_8993
Vélin sem hrærir í massanum.

IMG_8989
Þarna er rotmassinn rétt áður en hann fer inn í tunnelið og rákirnar í gólfinu eru sem blása súrefninu upp.

IMG_9007
Þetta er tunnelið (það var enginn massi í því þarna).

IMG_9009
Klefarnir með bökkunum þegar þeir eru tómir.

IMG_9012
Þegar það er búið að raða rotmassanum á bakkana.

sveppz
Þarna eru svo sveppirnir tilbúnir til tínslu.

Takk fyrir mig :)

Hlekkur 7, vika 4

maí 6th, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn var umfjöllum um frumdýr og þörunga, eða frumverur. Við töluðum m.a. um hvað fræðingar eru ósammála um hvernig á að flokka frumverur. Sumir setja þetta allt í eitt ríki en aðrir vilja meina að það ríki væri allt of fjölbreytt til þess að það myndi ganga upp og setja þær annað hvort í plönturíkið (þörungar) eða dýraríkið (frumdýr).
Þessar lífverur eru eins og áður kom fram ótrúlega fjölbreyttar og eiga í raun allar bara tvo hluti sameiginlega, en það er að vera einfruma lífverur með frumukjarna. Reyndar er það eiginlega ekki alveg rétt því sumar, þó mjög fáar, eru fjölfrumungar. Þess vegna eiga þær tæknilega séð bara einn hlut sameiginlegan, að vera með afmarkaðan kjarna, og er því skiljanlegt að vísindamenn eru mjög ósammála um hvernig á að flokka þær.

 

Þriðjudagur

Gyða var ekki á þriðjudaginn þannig við unnum sjálfstætt í ipödunum á Nearpod. Við fórum í gegnum glærupakka um það sama og í gær, frumverur. Við fórum aðeins nánar í fylkingarnar sem eru augnglennungar, gullþörungar, skoruþörungar, slímdýr, svipudýr, brá- eða bifdýr og gródýr. Fyrstu þrjár fylkingarnar eru skilgreindar sem frumþörungar, semsagt eru þær frumbjarga. Hinar fjórar fylkingarnar eru því frumdýr, ófrumbjarga. Við tókum nokkrar kannanir allt í gegnum glærupakkann um allan þennan fróðleik. Svo þegar pakkinn var búinn var bara frjálst restina af tímanum.


Heimild: http://www.gceadvancelevel.com/unit-5-respiration/

 

Fimmtudagur

Það var mjög þæginlegur tími á fimmtudaginn, fórum yfir hvað myndi gerast næstu vikurnar og komumst að því hvað stutt væri eftir af skólanum. Svo fórum við yfir nokkur blogg og tókum smá umræðu um það. Í lok tímans fórum við svo tvö og tvö saman og fórum á nokkra staði þar sem vatn var á Flúðum til að taka sýni því næsta þriðjudag var smásjáverkefni.

 

Fréttir

Er líf á Stjörnu­stríðsplán­et­um? – mbl.is

Góður vetur fyrir trjágeitunginn – visir.is

Hrefnu rak á land í Vogum – visir.is

Powered by WordPress. Theme by Sash Lewis.