Hlekkur 5 vika 5

Á mánudaginn byrjuðum við á því að fara í hópana okkar sem við tókum myndir með og ég var með Kristni og Filip. Við áttum að kommenta á myndir hjá honum hópunum og gíska hvaða hugtak hver mynd var að lýsa. Svo fengum við heimapróf um rafmagn. Það voru 10 blaðsíður alls. Við femgum tíma til að byrja á því en áttum svo að skila á miðvikudaginn. Mér fannst sumt af þessu prófi ekkert mál en annað þurfti ég aðstoð við.

 

Á miðvikudaginn var tvöfaldur tími sem við fengum til að klára prófið. Ég var búin með prófið en notaði bara tímann í annað.

 

Á fimmtudaginn var vetrafrí.

Fréttir:

hubble sjónaukinn sér lengra en nokkru sinni áður

Er göngu hrólfur danskur eða norskur

 

Hlekkur 5 vika 4

Á mánudag og miðvikudag var ég veik. En á mánudaginn voru þau að læra um segulmagn, segulkraft og rafmagn. Á miðvikudaginn voru þau að fylla út sjálfsmatið á hugtakakortinu og skoðuðu fréttir og myndbönd.

Hér er svarað þessari spurningu á vísindavefinum: Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?

 

Á fimmtudaginn rifjaði Gyða upp með okkur alls konar hugtök tengd þema hlekksins sem er orka og rafmagn. Okkur var svo skipt í hópa og ég var með Kristni og Filip í hóp. Við fórum út og áttum að taka myndir sem lýsa 5 mismunandi hugtökum tengdt efninu sem við fengum að velja. Við áttum svo að setja myndirnar á facebook og hinir hóparnir áttu að gíska á hvaða hugtak þetta átti að vera.

vatnsorka

Þessi mynd sem við tókum lýsir hugtakinu vatnsorka, tveir hópar náðu að gíska á það.

 

Fréttir:

NASA gef­ur út meinta geim­tónlist

Norður­ljósa­sýn­ing í raf­magns­leysi

Hlekkur 5 vika 3

Á mánudaginn var frekar rólegur tími. Við skoðuðum fréttir, blogg og myndir mánaðarins. Gyða fræddi okkur um mjög hættulegan vírus sem heitir Zika. Hann berst með moskítóflugum og það er mjög hættulegt fyrir þungaðar konur smitast því þá er mikil hætta á að barnið fæðist með dverg heila og lítið höfuð.

 

Á miðvikudaginn var söðvavinna. Ég var mikið að vinna með Evu og okkur gekk bara nokkuð vel.

Stöð 4. Verkefni-straumrásir

Við gerðum verkefni um straumrásir, við þurftum reyndar að fá aðstoð hjá Gyðu í mörgum spurningum. Fyrst fengum við mynd og áttum fyrst að finna 4 atriði sem eru röng. Eitt var t.d að harðviðarleiðari sem átti að leiða rafmagnið í gegn.

Við áttum líka að segja hvaða perur myndu lýsa og okkur gekk nokkuð vel með það.

Stöð 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Við lásum texta um skammhlaup, framhjátengingu, öryggi og straum

 • Skammhlaup: þegar rafstraumur í leiðslu fer ekki réttu leiðina
 • Að tengja framhjá: þegar einhver leiðir strauminn fram hjá peru
 • Skammhlaup getur leitt til eldsvoða
 • Sjálfsvör slær út, eða rífur strauminn ef hann verður of sterkur til að minnka líkur á eldsvoða

Lekasraumsrofar:

 • Verndar okkur gegn rafmagnsslysum
 • Betri en sjálfsvar
 • Sjálfvarið tekur nokkrar sekúndur til að slá út
 • Lekastraumsrofinn tekur aðeins nokkur sekúndubrot

12754965_1003994629674679_334191392_o

Það eru tveir lekaliðar heima, einn fyrir íbúðina niðri og hinn fyrir þær uppi. Úti í fjósi eru líka tveir, einn fyrir mjólkurtankinn því það fer svo mikið rafmagn í hann til að kæla og hreinsa. Einn lekaliðinn hefur oft slegið út því báðar þvottavélarnar og þurkarinn okkar er tengdur þar og ef þurkarinn fer á sama tíma í gang og einhver þvottavél þá slær út öll neðri íbúðin.

 

Á fimmtudaginn fórum við í skíðaferð eftir hádegi svo allur bekkurinn var saman að gera verkefni. Okkur var skipt í hópa og ég var með Matta, Heiðari, Steinari og Ástáði sem kom seinna, í hóp. Við fengum texta og áttum að lesa hann og ákveða svo fyrir hverja línu fyrir sig hversu mörg stig þau eiga að fá. Ef eitthvað mjög slæmt er í þeirri línu þá fær það -stig og +stig ef það er eitthvað gott. Einn textinn var til dæmis um strák sem keyrði of hratt með litlu systur sína frammí og fyrir þá línu fékk hann -10. Í sama texta kom kærastan hanns inn í bílinn og spennti litlu stelpuna í aftursætið og hún fékk þá +10 fyrir það.

 

Fréttir:

Þurfa betri próf fyrir zika vírus

 Janúar sá hlýjasti í sögunni

Augasteinn skimar eftir röntgengeislum

Hlekkur 5 vika 2

Á mánudaginn fengum við nearpod kynningu um orku og rafmagn. Gyða fræddi okkur mikið um rafmagn og við svöruðum spurningum í nearpod.

V= spenna – volt.   (V)

I= straumur – amper (A)

R= viðnám – Ohm
ohms pyramid

 

 

 

 

 

 

V= I*R

I= V/R

R= V/I

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu. Ég og Ljósbrá fórum samam á stöðvarnar sem við vildum fara á. Þessi stöðvavinna var mjög fræðandi pg ég skil námsefnið miklu betur en áður.

Hér fyrir neðan er það sem ég skrifaði eftir hverja stöð sem ég fór á:

Stöð 2- Phet forrit

Við fórum fyrst í auðveldan blöðruleik og vorum að rifja upp hvað gerist þegar blaðra nuddast við lopapeysu, allar rafeindirnar færast í blöðruna og róteindirnar eru enn á sama stað. Næst fórum við stutt í John Travoltage leikinn og rifjuðum upp hvað gerist ef maður nuddar fætinum í teppi færast allar rafeindirnar í mann og ef maður snertir járn, fær maður straum.

Stöð 12- Ensk rafmagnsæfing í tölvu

Á þessari stöð vorum við fyrst að finna öll raftæki í eldhúsi og áttum að segja hvort það noti batterí eða innstungu, við gerðum allt nema tvennt rangt og það var útaf því að klukka og útvarp geta notað bæði batterí og innstungu. Næst fórum við að skoða vasaljós og settum það sama, við svöruðum svo 6 spurningum og náðum öllum réttum. Næst skoðuðum við hvernig ljósaperur virka og prófuðum að bæta fleiri batteríum við, þá verður ljósið sterkara því það fær meiri orku. Ef maður bætir fleiri ljósaperum við batterí þá verður ljósið daufara því orkan þarf að dreifa sér á fleiri staði og meira fer til spillis.

Stöð 17- James Prescott Joule

 • Fæddur 24. desember 1818
 • Dó 11. oktober 1889
 • Var eðlisfræðingur og ölgerðamaður
 • Hann var fyrstur til að rannska orku
 • Uppgvötaði þetta fræga lögmál um orku: Það er ekki hægt að búa til orku né eyða henni, bara skipta um mynd.

Stöð 16- Vindmyllur

Við höfðum mjög lítinn tíma á þessari stöð en ég náði að skrifa þetta:

Vindmyllur eru notaðar til að beisla orku. Þær taka vindorku og breyta henni í rafmagn. Minnsti vindhraði sem lætur þær byrja að vinna er 3 m/s og full nýting á vind er 15 m/s.

 

Á fimmtudaginn vorum við ekkert í skólanum eftir hádegi vegna óveðurs.

 

Heimildir:

https://en.wikipedia.org/wiki/James_Prescott_Joule

Mynd: http://www.bbc.co.uk/schools/gcsebitesize/design/electronics/calculationsrev1.shtml

Hlekkur 5 vika 1

Á mánudaginn fengum við kynningar frá vísindavökunni. Við horfðum á öll myndbönd og við Ljósbrá sýndum einnig okkar. Það gekk bara vel hjá okkur og við gátum svarað öllum spurningum sem við fengum.

 

Á miðvikudaginn byrjuðum við á orkuhlekk sem er hlekkur 5. Við fengum nearpod kynningu og glósur og fórum yfir þær. Við vorum mikið að rifja upp hluti sem við eigum að vita en líka að læra eitthvað nýtt.

Hér er eitthvað sem mér fannst mikilvægt og skrifaði hjá mér:

 • Orka er hæfileiki til að framkvæma vinnu
 • Vinna: kraftur x vegalengd
 • Þyngd=kraftur

Lögmál James Prescott Joule

 • Orka getur aldrei eyðst eða myndast
 • Orka getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra
 • Hreyfiorka breytist til dæmis í stöðuorku og öfugt
 • Heildarorkan hverju sinni breytist þó aldrei

james prescott joule

Myndaheimild:https: //en.wikipedia.org/wiki/James_Prescott_Joule#/media/File:Joule_James_Jeens_engraving.jpg

 

Dæmi um form orku

 • Hreyfiorka: sú mynd sem tengist hreyfingu
 • Stöðuorka: hlutur sem er hátt uppi heftur meiri stöðuorku en sami hluturinn sem er neðar
 • Varmaorka: þegar maður notar hreyfiorku breytist hún yfirleitt í varmaorku
 • Efnaorka: þegar maður fer í þolfimi notar maður efnaorku sem er úr matnum sem þú borðaðir og geymist í vöðvunun.
 • Rafsegulorka: T.d. Ljós. Raflínur flytja rafsegulorku inn á heimili okkar í mynd rafmagns
 • Kjarnorka: í miðju frumeindanna er kjarni og þar á kjarnorkan uppök sín, hún losnar úr læðingi sem varma- og rafsegulorka þegar kjarninn klofnar. Einnig getur kjarnorkan losnað þegar léttir kjarnar rekast saman á miklum hraða og sameinast

 

Á fimmtudaginn fengum við tíma í tölvuveri til að blogga um vísindavökuna, við Ljósbrá vorum að vísu búnar að því en við kíktum yfir myndbönd frá öðrum og hrósuðum þeim sérstaklega inná blogginu. Restina af tímanum vorum við að gera heimavinnu okkar úr öðrum fögum.

 

fréttir:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/02/03/gera_tilraun_med_kjarnasamruna/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/01/30/stefnir_a_mars_innan_tiu_ara/

 

Vísindavaka 2016

Ósýnilegt blek

Ég og Eydís Birta vorum saman með tilraunina ósýnilegt blek. Í þessari bloggfærslu ætlum við að segja ykkur frá tilrauninni, hvernig við framkvæmdum hana, hvernig hún virkar og hvað þarf í hana. Okkur langar að vita hvort það skipti máli að bíða þangað til blekið þornar og brenna það svo eða bíða ekki.

 

      Efni og áhöld

 • vatn
 • glas
 • eyrnapinnar
 • sítróna
 • hnífur
 • blöð
 • kerti
 • eldspýtur eða kveikjara

 

 

Aðferð

Fyrst byrjar maður á því að kreista safann úr sítrónunni í glas. Svo er bætt smá vatni við safann og blandað saman með eyrnapinna. Svo er komið að því!!!!!!! að skrifa leyniskilaboðin. Maður dýfir eyrnapinnanum í blönduna og skrifað svo á blað. Kveikja þarf á kerti og setja skal blaðið yfir eldinn og þá eiga leyniskilaboðin að koma í ljós.

WARNING! passið ykkur bara á að kveikja ekki í húsinu ykkar því þá verður til vesen.

Við skrifuðum á tvö blöð og prófuðum að bíða með seinna blaðið þangað til blekið myndi þorna.

 

Niðurstöður 

Þessi aðferð við að búa til ósýnilegt blek virkar af því að sítrónusafinn oxast þegar hann kemst í snertingu við loft. þegar maður hitar pappírinn oxast sítrónusafinn hraðar því efnasambönd ganga hraðar við hærri hita og veldur því að sítrónusafinn verður brúnn.

Það var enginn munur á blöðunum tveimur þótt annað fékk að þorna. Þessi tilraun heppnaðist mjög vel að mestu leyti svo lengi sem við kveiktum ekki í neinu.

 

Hér er videoið:

Heimildir:

heimild

video

 

Okkur langar að hrósa videoinu þeirra Matta, Halldórs Fjalars og Orra og líka videoinu þeirra Evu, Heklu ogÞórnýjar. Videoin þeirra voru mjög og skemmtileg og það var húmor í báðum videoinum og tilraunir þeirra mjög skemmtilegar og fræðandi. Myndatakan í myndböndunum var vönduð og allt vel klippt. Tilraunirnar sjálfar voru mjög flottar og vöktu áhuga hjá okkur. Góð vinna var í lögð í videoin og metnaður hjá báðum hópum í hámarki.

Öll videoin eru mjög flott og vel gerð en þessi tvö stóðu mest uppúr hjá okkur Ljósbrá.

Vel gert krakkar þið stóðuð ykkur öll vel og megið öll vera stollt af ykkar vinnu :)

Ljósbrá og Eydís :)

Pandora

Pandóra er fimmta tungl af 13 tunglum gasplánetunnar Polyphemus. Hún er í stjörnukerfinu Alpha Centauri, það sólkerfi er næst sólinni okkar.

image

 

Pandóra uppgvötast í myndinni á milli áranna 2050 og 2077, plánetan er eftirsótt af hermönnum og vísindamönnum sem eru að reyna að vinna saman til að fá mjög sjaldgæfan og mikilvægan krystal sem heitir unobtanium. Hermönnunum er alveg sama um na’vi fólkið og finnast sjálfsagt að drepa þau til að fá krystalinn. Vísindamennirnir vilja rannsaka Pandóru og bjuggu til eftirlíkingu af na’vi fólkinu sem venjulegar manneskjur gátu stjórnað og voru þannig að kynnast lífshætti na’vi fólksins.

Pandóra hefur einstaka leð til að tengja na’vi fólkið, þau nota halann sinn til að tengjast og stjórna hestum og flugdýrum. Það er heilagt sálartré þarna sem þau nota til að tilbiðja Eywu sem er eins og goðið þeirra og móðir náttúra til samans hjá þeim. Þegar einhver er alvarlega meiddur kemur allt na’vi fólkið á því svæði að sálnatrénu og tengjast rótum þess með halanum og allt glóar þá og bjargar aðilanum stundum.

image

Það er mjög lítið súrefni á Pandóru og mannfólkið þarf að hafa öndunarfrímur því annars deyja þau innar 4 mínútna. Það er lítið þyngdarafl á stjörnunni sem útskýrir af hverju na’vi fólkið er svona hávaxið. Flestar verur Pandóru eru með 6 lappir og plönturnar þarna er mjög glóandi og fallegar.

image

Unobtanium

Þetta er mjög eftirsóttur krystall af mönnunum því hann gæti verið undirstaða orku á jörðinni því lîtið magn af þessum krystal gefur frekar mikla orku. Þessi krystall er segulmagnaður og er ástæðan fyrir því að fjöllin svífa á pandóru.

image

 

 

Heimild: http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

Myndaheimildir:

mynd 1: http://silverwing.cgsociety.org/art/avatar-after-effects-unobtainium-cinema-raphael-4d-silverwing-vray-fan-art-3d-stereoscopic-james-cameron-in-879319

mynd 2: http://pl.james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

mynd 3: http://priteeboy.deviantart.com/art/Pandora-Flora-378081946

mynd 4: http://silverwing.cgsociety.org/art/avatar-after-effects-unobtainium-cinema-raphael-4d-silverwing-vray-fan-art-3d-stereoscopic-james-cameron-in-879319

Þurrís tilraunir 16. Desember 2015

Okkur var skipt í tveggja manna hópa og ég var með Matta. Gyða sýndi öllum nokkrar tilraunir sem við gætum gert með þurrísnum og svo máttum við bara gera flest sem við vildum.

 

Um þurrís

Þurrís er frosinn koltvísýringur (koldíoxíð, CO2) Þurrís er -78°C. Þurrís breytis í gas við það að „bráðna“ og hann fer ekki á vökvaform áður en það gerist. Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Þurrís er búinn til úr koltvísýringsgasi í sérstökum vélum. Það er líka hægt að finna þurrís í náttúrunni en ekki á jörðinni. Hann finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru til dæmis aðallega úr þurrís.

 

1. Fysta tilraunin sem við Matti gerðum var að setja þurrís í 2 tilraunarglös á statíf og hella svo heitu vatni í eitt þeirra og köldu í hitt og settum svo blöðru á um leið. Blöðrurnar blésust báðar upp en hraðar á tilraunarglasinu sem heita vatnið var sett í. Ástæðan fyrir því er: meiri hiti->meiri hraði (á frumeindunum)->meiri þensla.

tilraun4

Hér fyrir ofan sést hvernig þetta var gert

 

2. Þurrís í blöðru

Við settum svona 5 þurrísbita í blöðru og gerðum hnút og þá byrjaði hún hægt og rólega og þenjast út, því þurrísinn byrjar að gufa upp. Ef maður hristir blöðruna þá gengur það hraðar því maður er þá að hreifa í sameindunum og hún þenst þá hraðar út. Þessi blaðra sprakk því miður ekki hjá okkur.

En við gáfumst ekki upp, næst settum við eins mikið og komst í blöðruna sem voru átta stórir þurrísbitar. Þegar tíminn var næstum því búinn þá sprakk hún loksins.

tilraun2

 

Þetta er blaðran sem sprakk ekki en stækkaði samt mikið.

 

3. Málmar á þurrís

Við höfðum þurrís á bakka og nudduðum mismunandi málmum við, þetta er taflan okkar sem segir frá 1-10 hversu slæmt hljóð eftirfarandi hlutir gáfu,

Járnplata-9

Kopar-5

10 kall-1

Stál-7

Messín-6

 

4. Sápukúlur í fiskabúri

Þessa tilraun gerðum við ekki en sáum. Þurrís var settur í fiskabúr og blásið sápukúlur yfir. Sápukúlurnar svifu bara í loftinu því þurrísinn var að gufa upp og ýtir þá öllu frá sér.

 

5. Sápukúla á skál

Þurrís og vatn var sett í skál, tusku dýft í sápu og reynt var að láta hana renna yfir skálina til að mynda sápukúlu, eins og er verið að gera á myndinni hér fyrir neðan.

tilraun3

 

Okkur tókst það (eða Gyðu) eftir nokkuð margar tilraunir og þá myndaðist sápukúla ofan á skálina og stækkaði frekar mikið en sprakk svo. Hér fyrir neðan sést hvernig sápukúlan leit út stuttu áður en hún sprakk.

tilraun1

 

Heimildir:

Vísindavefurinn

Ísbrjótur

Hlekkur 3 vika 4

Á mánudaginn fengu allir einkunnirnar úr skýrslu sem þau gerðu þegar ég var veik. Við fengum glærur um efnafræði og fórum yfir þær.

 

Á miðvikudaginn fengum við smá kynningu um efnahvarf og hvata. Ég skrifaði mikið á hugtakakortið mitt á stuttum tíma því ég vissi alls ekki mikið af þessu áður. Næst var okkur skipt í hópa og ég var með Þórný, Mathiasi og Heklu, við gerðum svo tilraun sem heitir Fílatannkrem.

Hér er mynd úr tilrauninni

fílatannkrem

 

Á fimmtudaginn byrjuðum við á skýrslu um tilraunina sem við gerðum á miðvikudaginn. Mínum hóp gekk bara nokkuð vel en náðum samt ekki að klára.

Hlekkur 3 vika 2

 

Á mánudaginn gerðum við ekkert í náttúrufræði því Gyða var ekki og flúðaskólasíðan enn hökkuð, við vorum bara að læra heimavinnuna og svoleiðis í staðinn.

Á miðvikudaginn og fimmtudaginn var ég veik