Hlekkur 3 vika 4

Á mánudaginn fengu allir einkunnirnar úr skýrslu sem þau gerðu þegar ég var veik. Við fengum glærur um efnafræði og fórum yfir þær.

 

Á miðvikudaginn fengum við smá kynningu um efnahvarf og hvata. Ég skrifaði mikið á hugtakakortið mitt á stuttum tíma því ég vissi alls ekki mikið af þessu áður. Næst var okkur skipt í hópa og ég var með Þórný, Mathiasi og Heklu, við gerðum svo tilraun sem heitir Fílatannkrem.

Hér er mynd úr tilrauninni

fílatannkrem

 

Á fimmtudaginn byrjuðum við á skýrslu um tilraunina sem við gerðum á miðvikudaginn. Mínum hóp gekk bara nokkuð vel en náðum samt ekki að klára.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *