Þurrís tilraunir 16. Desember 2015

Okkur var skipt í tveggja manna hópa og ég var með Matta. Gyða sýndi öllum nokkrar tilraunir sem við gætum gert með þurrísnum og svo máttum við bara gera flest sem við vildum.

 

Um þurrís

Þurrís er frosinn koltvísýringur (koldíoxíð, CO2) Þurrís er -78°C. Þurrís breytis í gas við það að „bráðna“ og hann fer ekki á vökvaform áður en það gerist. Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Þurrís er búinn til úr koltvísýringsgasi í sérstökum vélum. Það er líka hægt að finna þurrís í náttúrunni en ekki á jörðinni. Hann finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru til dæmis aðallega úr þurrís.

 

1. Fysta tilraunin sem við Matti gerðum var að setja þurrís í 2 tilraunarglös á statíf og hella svo heitu vatni í eitt þeirra og köldu í hitt og settum svo blöðru á um leið. Blöðrurnar blésust báðar upp en hraðar á tilraunarglasinu sem heita vatnið var sett í. Ástæðan fyrir því er: meiri hiti->meiri hraði (á frumeindunum)->meiri þensla.

tilraun4

Hér fyrir ofan sést hvernig þetta var gert

 

2. Þurrís í blöðru

Við settum svona 5 þurrísbita í blöðru og gerðum hnút og þá byrjaði hún hægt og rólega og þenjast út, því þurrísinn byrjar að gufa upp. Ef maður hristir blöðruna þá gengur það hraðar því maður er þá að hreifa í sameindunum og hún þenst þá hraðar út. Þessi blaðra sprakk því miður ekki hjá okkur.

En við gáfumst ekki upp, næst settum við eins mikið og komst í blöðruna sem voru átta stórir þurrísbitar. Þegar tíminn var næstum því búinn þá sprakk hún loksins.

tilraun2

 

Þetta er blaðran sem sprakk ekki en stækkaði samt mikið.

 

3. Málmar á þurrís

Við höfðum þurrís á bakka og nudduðum mismunandi málmum við, þetta er taflan okkar sem segir frá 1-10 hversu slæmt hljóð eftirfarandi hlutir gáfu,

Járnplata-9

Kopar-5

10 kall-1

Stál-7

Messín-6

 

4. Sápukúlur í fiskabúri

Þessa tilraun gerðum við ekki en sáum. Þurrís var settur í fiskabúr og blásið sápukúlur yfir. Sápukúlurnar svifu bara í loftinu því þurrísinn var að gufa upp og ýtir þá öllu frá sér.

 

5. Sápukúla á skál

Þurrís og vatn var sett í skál, tusku dýft í sápu og reynt var að láta hana renna yfir skálina til að mynda sápukúlu, eins og er verið að gera á myndinni hér fyrir neðan.

tilraun3

 

Okkur tókst það (eða Gyðu) eftir nokkuð margar tilraunir og þá myndaðist sápukúla ofan á skálina og stækkaði frekar mikið en sprakk svo. Hér fyrir neðan sést hvernig sápukúlan leit út stuttu áður en hún sprakk.

tilraun1

 

Heimildir:

Vísindavefurinn

Ísbrjótur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *