Pandora

Pandóra er fimmta tungl af 13 tunglum gasplánetunnar Polyphemus. Hún er í stjörnukerfinu Alpha Centauri, það sólkerfi er næst sólinni okkar.

image

 

Pandóra uppgvötast í myndinni á milli áranna 2050 og 2077, plánetan er eftirsótt af hermönnum og vísindamönnum sem eru að reyna að vinna saman til að fá mjög sjaldgæfan og mikilvægan krystal sem heitir unobtanium. Hermönnunum er alveg sama um na’vi fólkið og finnast sjálfsagt að drepa þau til að fá krystalinn. Vísindamennirnir vilja rannsaka Pandóru og bjuggu til eftirlíkingu af na’vi fólkinu sem venjulegar manneskjur gátu stjórnað og voru þannig að kynnast lífshætti na’vi fólksins.

Pandóra hefur einstaka leð til að tengja na’vi fólkið, þau nota halann sinn til að tengjast og stjórna hestum og flugdýrum. Það er heilagt sálartré þarna sem þau nota til að tilbiðja Eywu sem er eins og goðið þeirra og móðir náttúra til samans hjá þeim. Þegar einhver er alvarlega meiddur kemur allt na’vi fólkið á því svæði að sálnatrénu og tengjast rótum þess með halanum og allt glóar þá og bjargar aðilanum stundum.

image

Það er mjög lítið súrefni á Pandóru og mannfólkið þarf að hafa öndunarfrímur því annars deyja þau innar 4 mínútna. Það er lítið þyngdarafl á stjörnunni sem útskýrir af hverju na’vi fólkið er svona hávaxið. Flestar verur Pandóru eru með 6 lappir og plönturnar þarna er mjög glóandi og fallegar.

image

Unobtanium

Þetta er mjög eftirsóttur krystall af mönnunum því hann gæti verið undirstaða orku á jörðinni því lîtið magn af þessum krystal gefur frekar mikla orku. Þessi krystall er segulmagnaður og er ástæðan fyrir því að fjöllin svífa á pandóru.

image

 

 

Heimild: http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

Myndaheimildir:

mynd 1: http://silverwing.cgsociety.org/art/avatar-after-effects-unobtainium-cinema-raphael-4d-silverwing-vray-fan-art-3d-stereoscopic-james-cameron-in-879319

mynd 2: http://pl.james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

mynd 3: http://priteeboy.deviantart.com/art/Pandora-Flora-378081946

mynd 4: http://silverwing.cgsociety.org/art/avatar-after-effects-unobtainium-cinema-raphael-4d-silverwing-vray-fan-art-3d-stereoscopic-james-cameron-in-879319

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *