Hlekkur 5 vika 1

Á mánudaginn fengum við kynningar frá vísindavökunni. Við horfðum á öll myndbönd og við Ljósbrá sýndum einnig okkar. Það gekk bara vel hjá okkur og við gátum svarað öllum spurningum sem við fengum.

 

Á miðvikudaginn byrjuðum við á orkuhlekk sem er hlekkur 5. Við fengum nearpod kynningu og glósur og fórum yfir þær. Við vorum mikið að rifja upp hluti sem við eigum að vita en líka að læra eitthvað nýtt.

Hér er eitthvað sem mér fannst mikilvægt og skrifaði hjá mér:

 • Orka er hæfileiki til að framkvæma vinnu
 • Vinna: kraftur x vegalengd
 • Þyngd=kraftur

Lögmál James Prescott Joule

 • Orka getur aldrei eyðst eða myndast
 • Orka getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra
 • Hreyfiorka breytist til dæmis í stöðuorku og öfugt
 • Heildarorkan hverju sinni breytist þó aldrei

james prescott joule

Myndaheimild:https: //en.wikipedia.org/wiki/James_Prescott_Joule#/media/File:Joule_James_Jeens_engraving.jpg

 

Dæmi um form orku

 • Hreyfiorka: sú mynd sem tengist hreyfingu
 • Stöðuorka: hlutur sem er hátt uppi heftur meiri stöðuorku en sami hluturinn sem er neðar
 • Varmaorka: þegar maður notar hreyfiorku breytist hún yfirleitt í varmaorku
 • Efnaorka: þegar maður fer í þolfimi notar maður efnaorku sem er úr matnum sem þú borðaðir og geymist í vöðvunun.
 • Rafsegulorka: T.d. Ljós. Raflínur flytja rafsegulorku inn á heimili okkar í mynd rafmagns
 • Kjarnorka: í miðju frumeindanna er kjarni og þar á kjarnorkan uppök sín, hún losnar úr læðingi sem varma- og rafsegulorka þegar kjarninn klofnar. Einnig getur kjarnorkan losnað þegar léttir kjarnar rekast saman á miklum hraða og sameinast

 

Á fimmtudaginn fengum við tíma í tölvuveri til að blogga um vísindavökuna, við Ljósbrá vorum að vísu búnar að því en við kíktum yfir myndbönd frá öðrum og hrósuðum þeim sérstaklega inná blogginu. Restina af tímanum vorum við að gera heimavinnu okkar úr öðrum fögum.

 

fréttir:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/02/03/gera_tilraun_med_kjarnasamruna/

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/01/30/stefnir_a_mars_innan_tiu_ara/

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *