Hlekkur 5 vika 2

Á mánudaginn fengum við nearpod kynningu um orku og rafmagn. Gyða fræddi okkur mikið um rafmagn og við svöruðum spurningum í nearpod.

V= spenna – volt.   (V)

I= straumur – amper (A)

R= viðnám – Ohm
ohms pyramid

 

 

 

 

 

 

V= I*R

I= V/R

R= V/I

Á miðvikudaginn fórum við í stöðvavinnu. Ég og Ljósbrá fórum samam á stöðvarnar sem við vildum fara á. Þessi stöðvavinna var mjög fræðandi pg ég skil námsefnið miklu betur en áður.

Hér fyrir neðan er það sem ég skrifaði eftir hverja stöð sem ég fór á:

Stöð 2- Phet forrit

Við fórum fyrst í auðveldan blöðruleik og vorum að rifja upp hvað gerist þegar blaðra nuddast við lopapeysu, allar rafeindirnar færast í blöðruna og róteindirnar eru enn á sama stað. Næst fórum við stutt í John Travoltage leikinn og rifjuðum upp hvað gerist ef maður nuddar fætinum í teppi færast allar rafeindirnar í mann og ef maður snertir járn, fær maður straum.

Stöð 12- Ensk rafmagnsæfing í tölvu

Á þessari stöð vorum við fyrst að finna öll raftæki í eldhúsi og áttum að segja hvort það noti batterí eða innstungu, við gerðum allt nema tvennt rangt og það var útaf því að klukka og útvarp geta notað bæði batterí og innstungu. Næst fórum við að skoða vasaljós og settum það sama, við svöruðum svo 6 spurningum og náðum öllum réttum. Næst skoðuðum við hvernig ljósaperur virka og prófuðum að bæta fleiri batteríum við, þá verður ljósið sterkara því það fær meiri orku. Ef maður bætir fleiri ljósaperum við batterí þá verður ljósið daufara því orkan þarf að dreifa sér á fleiri staði og meira fer til spillis.

Stöð 17- James Prescott Joule

  • Fæddur 24. desember 1818
  • Dó 11. oktober 1889
  • Var eðlisfræðingur og ölgerðamaður
  • Hann var fyrstur til að rannska orku
  • Uppgvötaði þetta fræga lögmál um orku: Það er ekki hægt að búa til orku né eyða henni, bara skipta um mynd.

Stöð 16- Vindmyllur

Við höfðum mjög lítinn tíma á þessari stöð en ég náði að skrifa þetta:

Vindmyllur eru notaðar til að beisla orku. Þær taka vindorku og breyta henni í rafmagn. Minnsti vindhraði sem lætur þær byrja að vinna er 3 m/s og full nýting á vind er 15 m/s.

 

Á fimmtudaginn vorum við ekkert í skólanum eftir hádegi vegna óveðurs.

 

Heimildir:

https://en.wikipedia.org/wiki/James_Prescott_Joule

Mynd: http://www.bbc.co.uk/schools/gcsebitesize/design/electronics/calculationsrev1.shtml

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *