Hlekkur 5 vika 3

Á mánudaginn var frekar rólegur tími. Við skoðuðum fréttir, blogg og myndir mánaðarins. Gyða fræddi okkur um mjög hættulegan vírus sem heitir Zika. Hann berst með moskítóflugum og það er mjög hættulegt fyrir þungaðar konur smitast því þá er mikil hætta á að barnið fæðist með dverg heila og lítið höfuð.

 

Á miðvikudaginn var söðvavinna. Ég var mikið að vinna með Evu og okkur gekk bara nokkuð vel.

Stöð 4. Verkefni-straumrásir

Við gerðum verkefni um straumrásir, við þurftum reyndar að fá aðstoð hjá Gyðu í mörgum spurningum. Fyrst fengum við mynd og áttum fyrst að finna 4 atriði sem eru röng. Eitt var t.d að harðviðarleiðari sem átti að leiða rafmagnið í gegn.

Við áttum líka að segja hvaða perur myndu lýsa og okkur gekk nokkuð vel með það.

Stöð 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Við lásum texta um skammhlaup, framhjátengingu, öryggi og straum

  • Skammhlaup: þegar rafstraumur í leiðslu fer ekki réttu leiðina
  • Að tengja framhjá: þegar einhver leiðir strauminn fram hjá peru
  • Skammhlaup getur leitt til eldsvoða
  • Sjálfsvör slær út, eða rífur strauminn ef hann verður of sterkur til að minnka líkur á eldsvoða

Lekasraumsrofar:

  • Verndar okkur gegn rafmagnsslysum
  • Betri en sjálfsvar
  • Sjálfvarið tekur nokkrar sekúndur til að slá út
  • Lekastraumsrofinn tekur aðeins nokkur sekúndubrot

12754965_1003994629674679_334191392_o

Það eru tveir lekaliðar heima, einn fyrir íbúðina niðri og hinn fyrir þær uppi. Úti í fjósi eru líka tveir, einn fyrir mjólkurtankinn því það fer svo mikið rafmagn í hann til að kæla og hreinsa. Einn lekaliðinn hefur oft slegið út því báðar þvottavélarnar og þurkarinn okkar er tengdur þar og ef þurkarinn fer á sama tíma í gang og einhver þvottavél þá slær út öll neðri íbúðin.

 

Á fimmtudaginn fórum við í skíðaferð eftir hádegi svo allur bekkurinn var saman að gera verkefni. Okkur var skipt í hópa og ég var með Matta, Heiðari, Steinari og Ástáði sem kom seinna, í hóp. Við fengum texta og áttum að lesa hann og ákveða svo fyrir hverja línu fyrir sig hversu mörg stig þau eiga að fá. Ef eitthvað mjög slæmt er í þeirri línu þá fær það -stig og +stig ef það er eitthvað gott. Einn textinn var til dæmis um strák sem keyrði of hratt með litlu systur sína frammí og fyrir þá línu fékk hann -10. Í sama texta kom kærastan hanns inn í bílinn og spennti litlu stelpuna í aftursætið og hún fékk þá +10 fyrir það.

 

Fréttir:

Þurfa betri próf fyrir zika vírus

 Janúar sá hlýjasti í sögunni

Augasteinn skimar eftir röntgengeislum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *