Hlekkur 3 vika 1

Á mánudaginn vorum við að skoða fréttir og tala um hryðjuverkin í París. Við áttum að fá nearpod kynningu um þennan nýja hlekk en það var ekki hægt.

 

Á miðvikudaginn var skákmót svo við fengum 40 mín í staðinn fyrir 80. Við fengum úr heimaprófinu og byrjuðum á efnafræðihlekk. Við vorum mest að rifja upp það sem við höfðum lært áður.

 

Á fimmtudaginn átti að vera tölvutími en það var hakkað flúðaskólaheimasíðuna svo við unnum bara í Íslensku.

Hlekkur 2 vika 6

Á mánudaginn var okkur afhent heimapróf í erfðafræði. Við fengum þennan tíma til að vinna í prófinu og áttum svo að klára heima og skila á fimmtudag. Ég náði ekki að gera mikið því þetta var erfitt próf og ég tók mestan tímann í að skoða það og byrja aðeins.

 

Á miðvikudaginm fengum við stutta kynningu um nokkur hugtök, okkur var svo skipt í tveggja manna hópa og ég og Halldór Fjalar vorum saman í hóp og völdum okkur hugtakið erfðagallar. Við áttum að gerast sérfræðingar í því hugtaki því á fimmtudaginn ætla allir að ræða um hugtökin og við verðum að geta svarað flestum spurningum.

 

Á fimmtudaginn voru borðin öll sett saman þannig að við gætum rætt saman um hugtökin okkar. Það var mikið rætt um hugtökin og allir sögðu eitthvað. Þetta var skemmtilegur tími og ég lærði fullt af hlutum sem ég vissi ekki áður.

 

Fréttir:

Tungl Mars að sundr­ast

Frum­vatn jarðar í ís­lensk­um möttli

Hlekkur 2 vika 5

Á mánudaginn héldum við áfram að vinna í heftum. Ég og Ljósbrá fórum í hefti þar sem við áttum að teikna hvernig barnið okkar myndi líta út með því að kasta peningum uppá eiginleikana. Mér leist vel á eiginleikana sem ég fékk eins og liðað hár, lítið nef og stór augu en þegar ég reyndi að teikna það þá leist mér ekki á það lengur.

Á miðvikudag og fimtudag var ég veik.

 

Fréttir:

Flaug í gegn­um gosstróka ísver­ald­ar

Helm­ing­ur an­tilóp­anna horf­inn

Aðalfréttin:

http://www.visir.is/jolastjarnan-2015–stjornur-framtidarinnar-dulla-yfir-sig—myndbond/article/2015151119604

Hlekkur 2 vika 4

Á  mánudaginn fengum við kynningu um blóðflokka. Við töluðum um ABO blóðflokkakerfið. Í því kerfi eru 4 blóðflokkar O, A, B og AB. Í heildinni þá er O blóðflokkurinn algengastur þar sem um 63% jarðabúa eru í þeim flokki. Á Íslandi eru sirka 56% í O-blóðflokki, 32% í A-bóðflokki, 10% í B-blóðflokki og 3% í AB-blóðflokki.

Á miðvikudaginn vorum við að vinna í heftum um erfðir, arfgerð og svipgerð og svoleiðis. Ég var að vinna með Ljósbrá, okkur gekk sæmilega en þurftum samt hjálp í nokkur verkefni. Mér fannst bara gaman að vinna í svona heftum.

Á fimmtudaginn var frekar rólegur tími, við fengum lesskilningsverkefni og skoðuðum blogg og fréttir.

 

Fréttir:

Aug­lýsa eft­ir geim­förum

Reiki­stjörnu­sýn­ing um helg­ina

Hlekkur 2 vika 3

Á mánudaginn fengum við nýjan glærupakka um erfðafræði. Við fórum í gegnum margt í þessum tíma og ég lærði mikið nýtt á stuttum tíma.7

 

Á miðvikudag og fimmtudag var ég veik.

gregor mendel

Nokkrir punktar um Gregor Mendel:

 • heitir fullu nafni Johann Gregor Mendel
 • er oft kallaður faðir erfðafræðarinnar
 • var sá fyrsti til að fatta hvernig einkenni geta erfst á milli kynslóða
 • setti fram kenninguna um erfðaefnið
 • fæddist 22. júlí árið 1822 í Heinzendorf í Moravíu
 • stundaði hann nám við Heimspekistofnunina (e. Philosophical Institute) í Olomouc
 • árið 1843 gekk hann til liðs við munkareglu Ágústína í St. Thomas í Brno. Þar var hann vígður prestur árið 1847
 • hann fór svo í Háskólann í Vínarborg
 • árið 1853 sneri hann aftur til klaustursins og kenndi þar eðlisfræði
 • gerði fullt af rannsóknum í munkaklaustrinu

Frægasta rannakóknin var þagar hann rannsakaði baunagrös til að finna út hvort að umhverfið væri það eina sem mótaði plönturnar. Á árunum 1856-1863 ræktaði Mendel og rannsakaði um 28.000 baunaplöntur og út frá niðurstöðum rannsókna sinna gerði hann eftirfarandi ályktanir:

 • að eiginleikar erfðast milli foreldra og afkvæma með sérstökum eindum sem við nefnum núna gen
 • gen eru í pörum
 • genasamsætur aðskiljast þegar kynfrumna myndast og skiptast jafnt niður á þær
 • hver kynfruma hefur aðeins annað gen genasamsæta
 • sameining kynfrumna foreldra við myndun okfrumna er tilviljanakennd, það er kynfrumur sameinast án tillits til genasamsetningar þeirra

Lögmál Mendes

1. Genapör (samsætur) aðskiljast á þann hátt við myndun kynfrumna, að helmingur kynfrumnanna ber annan helming genaparsins og hinn helmingur kynfrumnanna ber hinn hluta genaparsins.

2. Það er að genapör á ólíkum litningum raðist í kynfrumur óháð hvert öðru.

Seinna lögmálið er aðeins breytt því það sem hann skrifaði passaði ekki alveg þegar vísindamenn könnuðu það nánar.

Heimildir:

Vísindavefurinn

Mynd:

britannica.com

Fréttir:

Ofsa­feng­in ör­lög stjörnup­ars

Jörðin einn fyrsti líf­væn­legi hnött­ur­inn

Hlekkur 2 vika 2

Á mánudaginn byrjuðum við tímann á því að dansa aðeins, við fórum líka í zumba kids. Svo horfðum við á fræðslumyndbönd. Við enduðum tímann á að fara í 2 kahoot, fyrsta var pokemon og ég vissi ekkert þar því ég hef ekki séð pokemon, svo fórum við í guess the film og ég vann það :)

 

Á miðvikudaginn var ég hjá lækni en allur bekkurinn var saman og þeim var skipt í hópa til að gera kynningu um frumur fyrir sjöunda og áttunda bekk.

 

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að horfa á myndbönd um erfðafræði á síðu sem heitir flipp og skoða texta á erfdir.is

dna-natt

 

Hér er fræðslumyndband um DNA

Hlekkur 2 vika 1

Á mánudaginn byrjuðum við á erfðafræði hlekk. Við fengum glærupakka um frumur og vorum að rifja upp frumuna síðan í 8. bekk. Gyða lagði áheyrslu á að við lærðum muninn á dýra og ðlöntu frumum og lærðum um frumulíffærin.

Munur á plöntu-og dýrafrumu

Plöntufruma:

 • Í plöntum
 • Ljóstillífun
 • Grænukorn
 • Frumuveggur
 • Safabólur

Dýrafruma:

 • Leysikorn
 • Deilikjarni

plöntufruma

Talið er að í mannslíkamanum eru um 500.000.000.000.000 frumur.

Á miðvikudaginn var stöðvavinna, mest um frumur. Ég og Ljósbrá vorum að vinna saman, við fórum á nokkrar stöðvar. Fyrsta var um tvíbura, bæði eineggja og tvíeggja.

 

Á fimmtudaginn vorum við í könnun í tölvuveri. Þetta voru 6 spurningar og við áttum að velja okkur 3 til að svara. Það mátti tala saman og hjálpast þannig að.

 

Fréttir:

Hætta á hruni fæðukeðja sjávar

Kóralar fölna sjaldan fyrr

Jörðin gæti orðið dauð veröld

Myndaheimild:

wikipedia

Hlekkur 1 vika 6

Á mánudaginn byrjuðum við á því að tala um tunglmyrkvann sem var nóttina áður og Gyða útskýrði af hverju tungmyrkvinn kemur og sýndi okkur myndir. Svo fórum við í orð af orði verkefni þar sem okkur var skipt í hópa og ég var með Ljósbrá, Nóa og Kristni. Við skiptumst á að lesa stutta texta og segja um hvað textinn var í einni setningu, finna spurningar um textann, svara spurningum um textann og spá hvað gerist í framhaldinu.

 

Á miðvikudaginn var ekki tími vegna foreldraviðtala.

 

Á fimmtudaginn var allur bekkurinn saman í tíma og við byrjuðum á því að horfa um myndband um global goals eða markmið sameinuðu þjóðanna svo gátum við líka kíkt á glærukynningu til að kynna okkur þetta betur. Við áttum að downloada appi í símann og velja markmið og taka mynd af okkur og með appinu breytumst við í ofurhetju. Við eigum að vera búin að ná þessum markmiðum árið 2030. Þetta myndband minnti mann á hversu gott land Ísland er til að búa og alast upp í. Ég valdi mér markmiðið að tryggja aðgengi og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu, sú sstaðreind að við höfum nóg af hreinu vatni gerir okkur að betri löndum til að búa í.

Hér fyrir neðan er ofurhetjan mín

ofurhetja

Fréttir:

Kon­ur leiða Disco­very-áætl­un­ina

Há­vaxn­ir í meiri hættu á að fá krabba­mein

Hlekkur 1 vika 5

Á mánudaginn vorum við niðri í tölvuveri að halda áfram með hópavinnunna ég ber ábyrgð. Okkur gekk bara vel þann tíma.

 

Á miðvikudaginn áttum við að hafa tvöfaldan tíma en fengum bara einfaldan því A-hópur missti af báðum útaf samrændu prófum svo þau fengu einn tíma og B-hópur einn. Þetta var síðasti tíminn sem við fengum í skólanum til að klára hópaverkefnið því við áttum að kynna verkefnið á fimmtudaginn. Við náðum næstum því að klára, það vantaði bara smá upp á en Hekla kláraði það heima.

 

Á fimmtudaginn var ég veik en þau voru að kynna verkefnið.

 

Smá um vistspor:

 • Vistspor er mælikvarði á hversu mikið af gæðum Jarðar fólk nýtir til að uppfylla neyslu sína og hversu miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér
 • Því meiri neysla því stærra vistspor
 • mikill munur á vistspori þjóða
 • endurspeglar ójöfnuð heimshluta

Til að minnka vistsporið:

 • Sjálfbærni
 • Hugsa vel um jörðina
 • menga minna
 • flokka rusl

Hér er hægt að sjá lista yfir niðurstöðu margra landa og samkvæmt því eru:

United Arab Emirates með stærsta vistsporið

Íslendingar voru í 10. sæti

Puerto Rico með minnsta vistsporið

 

Samkvæmt þessu erum við hinsvegar í 19. sæti

ecofootprint321

Hér er myndin í betri gæðum

 

Fréttir:

Indverjar rannsaka svarthol

Varð til við árekstur tveggja halastjarna

Vísbendingar um fljótandi vatn á Mars

Gera hafsvæði á stærð við Frakkland að verndarsvæði

 

Hlekkur 1 vika 4

Á mánudaginn ætlaði Gyða að hafa nearpod kynningu en ipadarnir voru ekki lausir. Við töluðum um loftmengun, gróðurhúsaáhrif, ósonlagið og meira sem tengist mengun jarðar. Við skoðuðum fullt af fréttum. Við hlustuðum á lag sem er ástarlag til jarðarinnar.

Á miðvikudaginn töluðum við aðeins um sjálfbærni og svo var okkur skipt í hópa til að gera kynningu um ákveðið hugtak. Ég er með Heklu og Orra í hóp og við áttum að vinna verkefni sem heitir ég ber ábyrgð, við fengum hugtakið vistspor. Við byrjuðum aðeins á verkefninu, eiginlega bara að skilja hugtakið okkar.

Vistspor eru þau áhrif sem þú hefur á jörðina til frambúðar. Hve mikið sem þú notar af jörðinni og skilar litlu til baka.

fotspor_heimur (2) dreamstime

Því meiri neyðsla, því stærra vistspor.

Á fimmtudaginn héldum við áfram að vinna þetta verkefni. Við byrjuðum að skrifa upplýsingar um vistspor í emaze. Við skrifuðum ekki mikið í þeim tíma. Við vorum aðalega að finna fleiri upplýsingar.

Fréttir:

Sól­kerfið sett í sam­hengi

Concor­de í loftið 2019?

Hvernig virka sjálf­keyr­andi bíl­ar?

Reiki­stjörn­ur lík­lega að verki

Myndaheimild: natturutorg