Náttúrufræði hugtak/ Hvítbók

Friðlýsing

Hvað er friðlýsing ?

Friðlýsing er þegar Umhverfisráðherra hefur friðlýst svæði. Og þegar sú ákvörðun hefur verið tekin að friðlýsa land hefst undirbúningur friðlýsingar.

Friðlýsing er hlutverk Umhverfisstofnunnar, friðlýsing er samkomulag milli allra sem kemur við svæðið sem á að friða t.d. sveitarfélög, landeigendur og íbúa landssvæðis. Ferlið virkar þannig fyrir sig að Umhverfisstofnun leggur fyrir þessa aðila hér að ofan tillöguna að friðlýsingarskilmálanum. Tillagan er rædd á fundum með aðilunum þar sem þeir geta komið með nýjar athugasemdir eða breytingar á málinu.

Heimildir: http://eldri.ust.is/media/fraedsluefni/UST_UPPL_fridlysing.pdf

 

Categories: verkefnabanki | Leave a comment

Hlekkur 5 vika 4

Mánudagur

Við byrjuðum á því að hafa stutta nearpod kynningu um segulmagn og tengslum þess við raforkuframleiðslu, gerðum síðan verkefni með hugtakakortið okkar og námsmat um blogg. Skoðuðum fullt af flottum myndböndum af youtube og rúv. Og svo áttu að vera skil um verkefnið með rafmagnstöfluna, maður átti að taka mynd af töflunni setja hana inn á bloggið og merkja lekaliðann og tala aðeins um rafmagnsöryggi.

Miðvikudagur

Í þessum tíma byrjuðum við á því að horfa á fræðslumynd um rafmagn og segulsviðs. Á meðan að hún var í gangi fengum við verkefnablað og áttum við að svara því uppúr myndbandinu á meðan að það rúllaði. Ræddum síðan aðeins meira og krufðum hugtök um rafmagn og fleira. Enduðum tímann á því að skoða fréttir og blogg.

Fimmtudagur

Ég var veikur þennan dag, en ég sá að krakkarnir voru settir í hópa og áttu að taka myndir sem lýstu hugtökum um rafmagn og orku :)

 

Fréttir

NASA gef­ur út meinta geim­tónlist

Biðjast af­sök­un­ar á „Err­or 53“

Satt og logið um lofts­lags­mál

Prófa há­hraðanet um loft­belg

 

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Rafmagnstafla heimaverkefni

RAFMAGNSTAFLA

Þetta er mynd af rafmagnstöflunni heima hjá mér, rauði hringurinn sýnir hvar lekaliðinn er.

 

Lekaliði er ákveðinn rofi í töfluni sem slær út allt rafmagn ef að eitthvað hefur komið fyrir svo að ekkert eyðileggist í rafmagnskerfinu í húsinu. Lekaliðinn slær rafmagninu ú miklu fyrr en venjulegt sjálfvar, á þessum örfáum sekúndum sem að lekaliðinn er á undan lekastraumsrofinn rífur rafmagnsstrauminn á nokkrum sekúndubrotum ef að eitthvað bendir til þess að það leki straumur út í lögn.

 

 

 

Categories: verkefnabanki | Leave a comment

Hlekkur 5 vika 3

Mánudagur

Við byrjuðum þennan tíma á því að skoða blogg hjá okkur nemendum. Skoðuðum allt um rafmagnsöryggi. Og mismundandi gerðir og típur viðnáms rafmagns.

Miðvikudagur

Í þessum tíma var stöðvavinna mjög svipuð og seinast með svipuðum stöðvum en sumar stöðvarnar voru teknar út fyrir aðrar. Skemmtilegasta stöðin sem ég fór á var stöðin með dótinu þar sem maður mátti fikta með og tengja saman til að kveikja á ljósum eða bjöllum. Það voru margar mismunandi tegundir af svona tengingum.

 

Fimmtudagur

Á þessum degi voru samfélagsfræði tíminn og náttúrufræði saman út af skíðaferðinni. Við vorum sett saman í hópa og fengum verkefni með mismunandi umferðarástæðum og við áttum að stja hvert og eitt atvik á siðferðisskalan sem við fengum. Skíðaferðin var svo sem ágæt þar til ég brotnaði :(

 

Fréttir

Uppgvötunin magnað afrek

NASA þarf á konum að halda

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Hlekkur 5 Vika 2

Mánudagur

Í þessum tíma var kynning um rafmagn og eðlisfræði rafmagns. Og allt sem tengist því. Skoðuðum fræðandi efni á Vísindavefnum eins og hvaðan kemur orðið raf.

Miðvikudagur

Stöðvavinnan í þessum tíma fjallaði um rafmagn og öllu sem við höfðum verið að læra um það. Svona leit stöðvavinnan út.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

 

Ég fór á stöðvarnar númer 18, 7 og 17. Á stöð 18 átti að lesa um Spenna og straumur í eðlisfræði 1 og fræðast meira um það efni. Mér fannst sú stöð mjög skemmtileg og fræðandi í leiðinni.

Á stöð sjö fór ég í spjaldtölvu forrit í leik um lögmál Ohms og til að skilja það betur. Það gekk upp hjá mér allavegana að skilja hvernig þetta lögmál virkar.

Á stöð 17 átti maður að googla James Prescott Joule og fræðast um hann. Þetta var mjög fræðandi og skemmtileg stöð um hvernig líf hans var og hvað hann gerði fyrir eðlisfræðina.

 

Fimmtudagur

Á þessum degi var ekki skóli eftir hádegi vegna veðurs.

 

Fréttir

Geimgenglar á ferðinni

Bjó til nýtt lokaborð fyrir DOOM

Rauðir dvergar útskýrðir

 

Categories: Hlekkur 5 | Leave a comment

Vísindvaka 2016

Í þessari og síðustu viku fóru allit náttúrufræðitímarnir í Vísindavökuna. Ég var með Filip í hóp og við gerðum tilraun með bollasímum.

Tilraunin

Rannsóknarspurningin var sú að skiptir það máli hvaða áhöld maður notar í bollasíma.

Efni og áhöld

Í þessari tilraun notum við.

Tvær skyrdollur (500g)

Tvær litlar jógúrtdollur

Spottar og vír

Eitthvað til að klippa spottana og vírinn

Eldspítur

Sirkill

Desibel meter app

Málband

Herbergi með nóg af hljóði

 

Framkvæmd

Við byrjuðum á því að gera gat á dollurnar og þræða spottana í gegn og binda eldspítuna svo að spottinn haldist kjurr, við notuðum málband til að mæla spottana sirka 3 metra að lengd. Svo fórum við inn í íþróttahús í gula klefann, fórum sitthvoru megin við hurðina og einn talaði og hinn mældi með appinu. Við prufuðum alla spotta á báða bollana og prufuðum.

 

Útkoma

Útkoman var frekar góð við komumst að því að það skiptir máli hvaða áhöld maður notar í bollasím. Það sem gekk best voru skyrdollurnar og þykki spottinn. Þetta var samt allt með svipaða mæling í kringum 35-60 desibel. En litlu jógúrtdollurnar og litli spottinn báru hljóðið ekki eins vel og það sem var í þykkara kantinum. Þannig að því þykkari áhöld því betra.

 

Hvernig virka bollasímar

Bollasímar virka þannig að þegar að maður talar í bollan berst hljóðið sem er titringur í spottan og berst alla leið yfir í hinn bollann, þar sem hljóðhimnan tekur á móti hljóðinu og þá heyrir maður hljóðið.

 

Mér fannst þessi Vísindavaka vera fín. Allt gekk vel hjá mér og Filip og ekkert fór úrskeiðis 😀

Hérna er myndbandið okkar undir nafninu Filip og Gummi

 

Fréttir

5G í Svíðjóð

Skein á við milljarða sól

Mig langar að hrósa Matthíasi, Halldóri Fjalari og Orra fyrir áhugaverða tilraun og skemmtilegt myndband. Og Sölva, Nóa, Kristni, Mathiasi Braga og Halldóri Friðrik fyrir mjög áhugaverða og einstaka tilraun.

 

 

 

 

 

Categories: Óflokkað, verkefnabanki | Leave a comment

Avatar-Pandóra

Í seinustu viku kláruðum við að horfa á Avatar. Avatar er mynd eftir James Cameroon og er hún með mjög fjölbreytt vistkerfi. Og þar búa verur sem eru kallaðar Na’vi.

Na’vi

Na’vi fólkið er ekki mjög frábreytt mannverum. Þau labba á tveimur fótum og hreyfa sig eins og mannfólk gerir. Þetta er mjög trúaður flokkur, þeir trúa á Eywa sem tengir allt lifandi saman í eitt. Þau tengjast öll náttúrunni. Na’vi fólk getur orðið allt að 3,9 metra háir og 290 kg að þyngd. The tree of souls er helgasti staður þeirra en þar geta Na’vi fólkið tengst trénu og heyrt raddir forfeðra þeirra. Ástæðan á því að Na’vi fólkið er stærra en mannfólk er út af þyngdaraflinu sem er 20% minna og þess vegna eru þeir stærri.

Plöntulíf

Plöntúlíf Pandóru er mjög stórkostleg og að sumu leiti frábrugðið náttúru jarðarinnar. En að sumu leiti líta þær svipað út. Fjólbreytt og flott plöntulíf eins og á jörðunni bendir til að sem sterk orka í náttúrunni. En það sem er frábrugðið er útlitið, plönturnar líta út eins og í sögu eða ævintýri. Það er mikil litadýrð og það lítur flott út. Eins og ég skrifaði fyrr þá tengjast allar lífverur í gegnum Ewyu. Þegar einhver tildæmis labbar á grasi kemur smá ljós frá plöntunni sem sýnir hversu ævintýralegar plönturnar eru.

Dýralíf

Dýralíf Pandoru er hinsvegar allt öðruvísi að sjálfu sér en útlit sýnir smá líkindi á milli. Til dæmis eru flestar dýrategundir á Pandoru með 6 fætur en á jörðinni eru flestar með fjórar. Útlit á dýrum á Pandoru sýnir ákveðin líkindi með dýrum á jörðunni en samt með sína , eins og útlit þeirra og plantnanna eru ævintýraleg. Og öll dýr eru með einhverskonar tengitæki í hárinu þannig að þau geta stjórnað hvert dýr fara tengst plöntum og öðrum dýrum.

Pandora sjálf

Pandóra er fimmta tungl gasrisans Polyphemus sem kemur frá Grískri goðafræði. Pandora er í sólkerfinu Alpha Centauri sem er nálægasta sólkerfi okkar sólkerfis. Pandora er með dýra og plöntulíf eins og jörðin en hún hefur ekki eins lofthjúp og jörðin. Það er vegna þess að í andrúmslofti Pandóru er meira Co2 eða koltvísýrings, menn geta ekki andað að sér þessu lofti til þess að lifa en það geta önnur dýr eins og Na’vi fólkið. Öll orka sem er nýtt er oftast sjálfbær orka á Pandoru og er hún öll náttúrulega nýtt.

Pandora er mjög áhugaverð og flott tungl og á sín líkindi með jörðinni en hafa þau bæði galla og eiginleika.

Heimildir

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

https://www.pandorapedia.com/

Heimasíða myndarinnar

Categories: Óflokkað, verkefnabanki | Leave a comment

Þurrís tilraunir

Í þessum tíma vorum við að gera tilraunir með þurrís. Gyða keypti þurrís sem báðir bekkirnir fengu að nota til margra tilrauna. Það mátti búa til sína eigin tilraun en annars voru fullt af öðrum tilraunum í boði.

 

Smá fróðleikur um þurrís.

Það er mikill munur á þurrís og venjulegum ís þeir bráðna ekki á sama vegu. Venjulegur klaki breytist í vatn á meðan þurrís breytist í gas. Það er vegna þess að þurrís er frosinn koltvísýringur eða (CO2), á meðan að klakinn er frosið vatn eða (H2O). :Þetta er vegna þess að þurrísin er með öðruvísi hamskipti en vatn, hann er með svokallað hamskipti sem heitir þurrgufun, en það er þegar efni sem er frosið fer beint í gas í staðinn fyrir að fara fyrst í vökvaform og svo gasform. Þurrís er miklu kaldari en venjulegur klaki þannig að ef þú heldur á honum of lengi getur þú fengið kalsár. Þurrís er búinn til úr koltvíssýringsgasi í sérstökum vélum. Það er einnig hægt að finna þurrís úti í náttúrunni en ekki á jörðinni. En hann finnst á öðrum plánetum eins og Mars en þar eru Pólhettur þar sem er að finna þurrís. Ástæðan fyrir þessu er að hitastig og þrýstingurinn er ekki eins og er á Mars og á Jörðunni. Á Mars er þrýstingur og hitastig þannig að þurrís geti fundist í náttúrunni. 

 

 

Tilraun 1.

Ég var með Evu Maríu í hóp og við byrjuðum á því að taka svona sinepsflösku tóma og setja heitt vatn í hana og þurrís og sjá hvað gerist. Það kom mjög cool reykur út um litla gatið sem var á sinepsflöskunni. Það kemur reykur út af því að þurrísin bráðnar svo hratt út af heita vatninu og þá rýkur upp úr flöskunni. Þurrísin virkar þannig að þegar hann bráðnar rýkur nefninlega uppúr honum.

 

Tilraun 2.

Við tókum stóra suðuflösku og settum að sjálfsögðu heitt vatn og þurrís. En það sem við gerðum svo var að taka tusku sem var full af sápu og strjúka yfir hana og reyna að fá sápukúlu. Við náðum því mjög vel.

Þetta gerist af því að þegar tuskan strýkur yfir er ofanálagið á suðuflöskunni þakið í sápu og þá virkar þetta eins og þegar þú blæst sápukúlur bar venjulega en í staðinn gerir þurrísinn þetta fyrir þig.

12395158_10205646356970625_808578447_n

Eins og sjá má hér náðum við flottri sápukúlu og Nói var mjög ánægður með hana.

 

Tilraun 3.

Í þessari tilraun átti maður að blása sápukúlu yfir fiskabúr fullt af þurrís. Niðurstöðurnar voru þær að sápukúlan sem maður blés vafraði yfir þurrísnum. Þetta gerðist af því að þrýstingurinn ýtir á móti þyngdaraflinu og ýtir kúlunni upp og vinnur á móti. Svo var ein svona auka, að reyna að kveikja á kerti í kerinu. Það er ekki hægt vegna þess að það er nánast ekkert súrefni þarna hjá þurrísnum og það er svaka kalt. Og eldur þarf súrefni til þess að geta lifað áfram.

 

Tilraun 4.

Þetta var stöð þar sem við vorum með allskonar málma og þrýstum þeim að þurrísnum og þá kom ískur í málmunum. Við fundum út að mesta hljóðið kom frá þyngstu málmunum.

Þetta eru málmarnir og þurrísinn

Þetta eru málmarnir og þurrísinn

 

 

 

 

 

Tilraun 5.

Í þessari tilraun tókum við bæði kalt og heitt vatn og settum í sitthvort tilraunaglasið. Við tókum síðan blöðrur og settum jafnmikið af þurrís í þær og settum yfir tilraunaglasið þannig að þurrísin datt ofaní tilraunaglasið og þá hófst ferlið. Þá byrjuðu báðar blöðrurnar að fá loft í sig og stækka. Sú blaðra sem var með heita vatninu stækkaði hratt en hin sem var með kalda vatninu stækkaði ekki eins hratt. Þetta er af því að þurrísin bráðnar hraðar í heitu vatni heldur en köldu og þess vegna stækkaði blaðran með heita vatninu hraðar en sú með kalda. En sú kalda varð stærri á endanum afhverju?

Það er af því að kalda vatnið fer hægar já en það endist lengur og ferlið verður meira og stærra en heita vatnið.

 

 

Heimildir.

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

Categories: Óflokkað | Leave a comment

Vika 6 hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudeginum fengum við heimavinnu próf í erfðafræði sem við máttum byrja að vinna í tímanum. Þetta próf var frekar erfitt en samt finnst mér mikklu betra og þægilegra að fá heimapróf. Ég náði ekki að klára prófið í tímanum þannig að ég þurfti að klára það heima.

Miðvikudagur

Á miðvikudeginum setti Gyða okkur í hópa og við áttum að fræðast um hugtökin sem Gyða skrifaði á töfluna og svo áttum við að hafa umræðu um öll hugtekin allir hóparnir saman. Ég var með Þórnýju í hóp og við völdum hugtakið Genapróf þetta var ekki mjög erfitt hugtak en það var ekki mikið af upplýsingum um hugtakið almennt.

Fimmtudagur

Á fimmtudeginum voru síðan allar umræðurnar um hugtökin sem hóparnir fengu. Við settum borðin saman og byrjuðum á umræðunum. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni að fræðast og tala um öll þessi hugtök. Það náðu ekki allir hópar að hafa umræðu um hugtökin sín en Gyða sagði að við myndum klára þetta seinna.

 

Tungl Mars að sundrast 

Finna hluti með nýjum búnaði

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 4 hlekkur 2

Mánudagur

Á mánudeginum var fyrirlestur um mannerfðafræði skoðuðum kyntengdar erfðir og blóðflokka. Skoðuðum fréttir og greinum um erfðafréði. Svo gerðum við upprifjun í bók um erfðafréði.

Miðvikudagur

Gyða var ekki í tímanum hjá okkur en við áttum að gera verkefni. Ég var að vinna með Filip í verkefni þar sem maður hafði tvær krónur og kastar þeim og svo hafði maður blað til þess að sjá hvort maður fékk afrhreint víkjandi eða ríkjandi og maður átti að teikna það upp sem maður fékk. Kallarnir hjá okkur Filip voru mjög skrautlegir. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og áhugafvert.

Fimmtudagur

Þetta var mjög mikill chill tími við vorum bara að ræða almennt um erfðafræði og skoðuðum fréttir og blogg.

 

Fréttir

Auglýsa eftir geimförum

Vísindanefnd sökuð um nornaveiðar

 

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment