browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Þurrís tilraunir

Posted by on 17. desember 2015

Í þessum tíma vorum við að gera tilraunir með þurrís. Gyða keypti þurrís sem báðir bekkirnir fengu að nota til margra tilrauna. Það mátti búa til sína eigin tilraun en annars voru fullt af öðrum tilraunum í boði.

 

Smá fróðleikur um þurrís.

Það er mikill munur á þurrís og venjulegum ís þeir bráðna ekki á sama vegu. Venjulegur klaki breytist í vatn á meðan þurrís breytist í gas. Það er vegna þess að þurrís er frosinn koltvísýringur eða (CO2), á meðan að klakinn er frosið vatn eða (H2O). :Þetta er vegna þess að þurrísin er með öðruvísi hamskipti en vatn, hann er með svokallað hamskipti sem heitir þurrgufun, en það er þegar efni sem er frosið fer beint í gas í staðinn fyrir að fara fyrst í vökvaform og svo gasform. Þurrís er miklu kaldari en venjulegur klaki þannig að ef þú heldur á honum of lengi getur þú fengið kalsár. Þurrís er búinn til úr koltvíssýringsgasi í sérstökum vélum. Það er einnig hægt að finna þurrís úti í náttúrunni en ekki á jörðinni. En hann finnst á öðrum plánetum eins og Mars en þar eru Pólhettur þar sem er að finna þurrís. Ástæðan fyrir þessu er að hitastig og þrýstingurinn er ekki eins og er á Mars og á Jörðunni. Á Mars er þrýstingur og hitastig þannig að þurrís geti fundist í náttúrunni. 

 

 

Tilraun 1.

Ég var með Evu Maríu í hóp og við byrjuðum á því að taka svona sinepsflösku tóma og setja heitt vatn í hana og þurrís og sjá hvað gerist. Það kom mjög cool reykur út um litla gatið sem var á sinepsflöskunni. Það kemur reykur út af því að þurrísin bráðnar svo hratt út af heita vatninu og þá rýkur upp úr flöskunni. Þurrísin virkar þannig að þegar hann bráðnar rýkur nefninlega uppúr honum.

 

Tilraun 2.

Við tókum stóra suðuflösku og settum að sjálfsögðu heitt vatn og þurrís. En það sem við gerðum svo var að taka tusku sem var full af sápu og strjúka yfir hana og reyna að fá sápukúlu. Við náðum því mjög vel.

Þetta gerist af því að þegar tuskan strýkur yfir er ofanálagið á suðuflöskunni þakið í sápu og þá virkar þetta eins og þegar þú blæst sápukúlur bar venjulega en í staðinn gerir þurrísinn þetta fyrir þig.

12395158_10205646356970625_808578447_n

Eins og sjá má hér náðum við flottri sápukúlu og Nói var mjög ánægður með hana.

 

Tilraun 3.

Í þessari tilraun átti maður að blása sápukúlu yfir fiskabúr fullt af þurrís. Niðurstöðurnar voru þær að sápukúlan sem maður blés vafraði yfir þurrísnum. Þetta gerðist af því að þrýstingurinn ýtir á móti þyngdaraflinu og ýtir kúlunni upp og vinnur á móti. Svo var ein svona auka, að reyna að kveikja á kerti í kerinu. Það er ekki hægt vegna þess að það er nánast ekkert súrefni þarna hjá þurrísnum og það er svaka kalt. Og eldur þarf súrefni til þess að geta lifað áfram.

 

Tilraun 4.

Þetta var stöð þar sem við vorum með allskonar málma og þrýstum þeim að þurrísnum og þá kom ískur í málmunum. Við fundum út að mesta hljóðið kom frá þyngstu málmunum.

Þetta eru málmarnir og þurrísinn

Þetta eru málmarnir og þurrísinn

 

 

 

 

 

Tilraun 5.

Í þessari tilraun tókum við bæði kalt og heitt vatn og settum í sitthvort tilraunaglasið. Við tókum síðan blöðrur og settum jafnmikið af þurrís í þær og settum yfir tilraunaglasið þannig að þurrísin datt ofaní tilraunaglasið og þá hófst ferlið. Þá byrjuðu báðar blöðrurnar að fá loft í sig og stækka. Sú blaðra sem var með heita vatninu stækkaði hratt en hin sem var með kalda vatninu stækkaði ekki eins hratt. Þetta er af því að þurrísin bráðnar hraðar í heitu vatni heldur en köldu og þess vegna stækkaði blaðran með heita vatninu hraðar en sú með kalda. En sú kalda varð stærri á endanum afhverju?

Það er af því að kalda vatnið fer hægar já en það endist lengur og ferlið verður meira og stærra en heita vatnið.

 

 

Heimildir.

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *