browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Avatar-Pandóra

Posted by on 18. janúar 2016

Í seinustu viku kláruðum við að horfa á Avatar. Avatar er mynd eftir James Cameroon og er hún með mjög fjölbreytt vistkerfi. Og þar búa verur sem eru kallaðar Na’vi.

Na’vi

Na’vi fólkið er ekki mjög frábreytt mannverum. Þau labba á tveimur fótum og hreyfa sig eins og mannfólk gerir. Þetta er mjög trúaður flokkur, þeir trúa á Eywa sem tengir allt lifandi saman í eitt. Þau tengjast öll náttúrunni. Na’vi fólk getur orðið allt að 3,9 metra háir og 290 kg að þyngd. The tree of souls er helgasti staður þeirra en þar geta Na’vi fólkið tengst trénu og heyrt raddir forfeðra þeirra. Ástæðan á því að Na’vi fólkið er stærra en mannfólk er út af þyngdaraflinu sem er 20% minna og þess vegna eru þeir stærri.

Plöntulíf

Plöntúlíf Pandóru er mjög stórkostleg og að sumu leiti frábrugðið náttúru jarðarinnar. En að sumu leiti líta þær svipað út. Fjólbreytt og flott plöntulíf eins og á jörðunni bendir til að sem sterk orka í náttúrunni. En það sem er frábrugðið er útlitið, plönturnar líta út eins og í sögu eða ævintýri. Það er mikil litadýrð og það lítur flott út. Eins og ég skrifaði fyrr þá tengjast allar lífverur í gegnum Ewyu. Þegar einhver tildæmis labbar á grasi kemur smá ljós frá plöntunni sem sýnir hversu ævintýralegar plönturnar eru.

Dýralíf

Dýralíf Pandoru er hinsvegar allt öðruvísi að sjálfu sér en útlit sýnir smá líkindi á milli. Til dæmis eru flestar dýrategundir á Pandoru með 6 fætur en á jörðinni eru flestar með fjórar. Útlit á dýrum á Pandoru sýnir ákveðin líkindi með dýrum á jörðunni en samt með sína , eins og útlit þeirra og plantnanna eru ævintýraleg. Og öll dýr eru með einhverskonar tengitæki í hárinu þannig að þau geta stjórnað hvert dýr fara tengst plöntum og öðrum dýrum.

Pandora sjálf

Pandóra er fimmta tungl gasrisans Polyphemus sem kemur frá Grískri goðafræði. Pandora er í sólkerfinu Alpha Centauri sem er nálægasta sólkerfi okkar sólkerfis. Pandora er með dýra og plöntulíf eins og jörðin en hún hefur ekki eins lofthjúp og jörðin. Það er vegna þess að í andrúmslofti Pandóru er meira Co2 eða koltvísýrings, menn geta ekki andað að sér þessu lofti til þess að lifa en það geta önnur dýr eins og Na’vi fólkið. Öll orka sem er nýtt er oftast sjálfbær orka á Pandoru og er hún öll náttúrulega nýtt.

Pandora er mjög áhugaverð og flott tungl og á sín líkindi með jörðinni en hafa þau bæði galla og eiginleika.

Heimildir

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora

https://www.pandorapedia.com/

Heimasíða myndarinnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *