browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Vísindvaka 2016

Posted by on 28. janúar 2016

Í þessari og síðustu viku fóru allit náttúrufræðitímarnir í Vísindavökuna. Ég var með Filip í hóp og við gerðum tilraun með bollasímum.

Tilraunin

Rannsóknarspurningin var sú að skiptir það máli hvaða áhöld maður notar í bollasíma.

Efni og áhöld

Í þessari tilraun notum við.

Tvær skyrdollur (500g)

Tvær litlar jógúrtdollur

Spottar og vír

Eitthvað til að klippa spottana og vírinn

Eldspítur

Sirkill

Desibel meter app

Málband

Herbergi með nóg af hljóði

 

Framkvæmd

Við byrjuðum á því að gera gat á dollurnar og þræða spottana í gegn og binda eldspítuna svo að spottinn haldist kjurr, við notuðum málband til að mæla spottana sirka 3 metra að lengd. Svo fórum við inn í íþróttahús í gula klefann, fórum sitthvoru megin við hurðina og einn talaði og hinn mældi með appinu. Við prufuðum alla spotta á báða bollana og prufuðum.

 

Útkoma

Útkoman var frekar góð við komumst að því að það skiptir máli hvaða áhöld maður notar í bollasím. Það sem gekk best voru skyrdollurnar og þykki spottinn. Þetta var samt allt með svipaða mæling í kringum 35-60 desibel. En litlu jógúrtdollurnar og litli spottinn báru hljóðið ekki eins vel og það sem var í þykkara kantinum. Þannig að því þykkari áhöld því betra.

 

Hvernig virka bollasímar

Bollasímar virka þannig að þegar að maður talar í bollan berst hljóðið sem er titringur í spottan og berst alla leið yfir í hinn bollann, þar sem hljóðhimnan tekur á móti hljóðinu og þá heyrir maður hljóðið.

 

Mér fannst þessi Vísindavaka vera fín. Allt gekk vel hjá mér og Filip og ekkert fór úrskeiðis 😀

Hérna er myndbandið okkar undir nafninu Filip og Gummi

 

Fréttir

5G í Svíðjóð

Skein á við milljarða sól

Mig langar að hrósa Matthíasi, Halldóri Fjalari og Orra fyrir áhugaverða tilraun og skemmtilegt myndband. Og Sölva, Nóa, Kristni, Mathiasi Braga og Halldóri Friðrik fyrir mjög áhugaverða og einstaka tilraun.

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *