browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Hlekkur 5 Vika 2

Posted by on 11. febrúar 2016

Mánudagur

Í þessum tíma var kynning um rafmagn og eðlisfræði rafmagns. Og allt sem tengist því. Skoðuðum fræðandi efni á Vísindavefnum eins og hvaðan kemur orðið raf.

Miðvikudagur

Stöðvavinnan í þessum tíma fjallaði um rafmagn og öllu sem við höfðum verið að læra um það. Svona leit stöðvavinnan út.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

 

Ég fór á stöðvarnar númer 18, 7 og 17. Á stöð 18 átti að lesa um Spenna og straumur í eðlisfræði 1 og fræðast meira um það efni. Mér fannst sú stöð mjög skemmtileg og fræðandi í leiðinni.

Á stöð sjö fór ég í spjaldtölvu forrit í leik um lögmál Ohms og til að skilja það betur. Það gekk upp hjá mér allavegana að skilja hvernig þetta lögmál virkar.

Á stöð 17 átti maður að googla James Prescott Joule og fræðast um hann. Þetta var mjög fræðandi og skemmtileg stöð um hvernig líf hans var og hvað hann gerði fyrir eðlisfræðina.

 

Fimmtudagur

Á þessum degi var ekki skóli eftir hádegi vegna veðurs.

 

Fréttir

Geimgenglar á ferðinni

Bjó til nýtt lokaborð fyrir DOOM

Rauðir dvergar útskýrðir

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *