browser icon
You are using an insecure version of your web browser. Please update your browser!
Using an outdated browser makes your computer unsafe. For a safer, faster, more enjoyable user experience, please update your browser today or try a newer browser.

Hlekkur 5 vika 4

Posted by on 24. febrúar 2016

Mánudagur

Við byrjuðum á því að hafa stutta nearpod kynningu um segulmagn og tengslum þess við raforkuframleiðslu, gerðum síðan verkefni með hugtakakortið okkar og námsmat um blogg. Skoðuðum fullt af flottum myndböndum af youtube og rúv. Og svo áttu að vera skil um verkefnið með rafmagnstöfluna, maður átti að taka mynd af töflunni setja hana inn á bloggið og merkja lekaliðann og tala aðeins um rafmagnsöryggi.

Miðvikudagur

Í þessum tíma byrjuðum við á því að horfa á fræðslumynd um rafmagn og segulsviðs. Á meðan að hún var í gangi fengum við verkefnablað og áttum við að svara því uppúr myndbandinu á meðan að það rúllaði. Ræddum síðan aðeins meira og krufðum hugtök um rafmagn og fleira. Enduðum tímann á því að skoða fréttir og blogg.

Fimmtudagur

Ég var veikur þennan dag, en ég sá að krakkarnir voru settir í hópa og áttu að taka myndir sem lýstu hugtökum um rafmagn og orku :)

 

Fréttir

NASA gef­ur út meinta geim­tónlist

Biðjast af­sök­un­ar á „Err­or 53“

Satt og logið um lofts­lags­mál

Prófa há­hraðanet um loft­belg

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *