Vika 3 hlekkur 2

Mánudagur

Á þessum deigi skoðuðum við fleiri hugtök um erfðafræði eins og ríkjandi og víkjandi, svipgerð og arfgerð og arfblendinn og arfhreinn. Kíktum líka á nokkrar staðreyndir um erfðafræði. Gerðum stutt verkefni í gagnvirkum lestri. Fengum stóran glærupakka um erfðafræði og skoðuðum fréttir og nemendablogg.

Miðvikudagur

Á miðvikudeginum var stöðvavinna um erfðafræði. Mér fannst þessi stöðvavinna vera best af öllum sem hafði verið í erfðafræði.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra

Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Fimmtudagur

Við vorum í tölvuveri á fimmtudeginum að skoða khanacademy vefinn og líka flipp og fleira um erfðafræði. Mér fannst Khanacademy vera lang best og þægilegast til að læra meira um erfðafræði.

 

Ofsafengin örlög fyrir stjörnupar

Tutankhamun brátt heil á ný

 

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 2 hlekkur 2

Mánudagur

Við fengum að ráða hvort við fengum nýtt hugtakakort eða nota það gamla fyrir þennan nýja hlekk. Skoðuðum mjög mikið af myndböndum um frumur sem voru mjög fjölbreytt. Og við skoðuðum líka fréttir um frumur.

Miðvikudagur

Á miðvikudeginum áttum við að búa til kennsluefni fyrir sjöunda og áttunda bekk. Ég var með Ástráði, Filip og Gabríel í hóp, við vorum með kynningarmyndband um strulaðar staðreyndir um frumur. Það voru allir saman í þessum tíma af því að það var jarðarför eftir hádegi og bekkurinn var settur saman í náttúrufræði og samfélagsfræði.

Fimmtudagur

Í þessum tíma áttum við að vera niðri í tölvuveri og skoða myndbönd inn á flipp um frumulíffræði.

Fréttir

Hægt að skrá tíðni kynmaka

Komast í annan heim með gleraugum

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 1 hlekkur 2

Mánudagur

Þetta var byrjun á nýjum hlekk, þannig að við byrjuðum á að því að rifja upp frumulíffræðina. Skoðuðum líka afrakstur úr verkefninu úr Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna. Fengum glósur og fyrirlestur um frumulíffræði.

Miðvikudagur

Á miðvikudeginum var stöðvavinna um frumulíffræði. Það voru alls 13 stöðvar

 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting

Þetta var mjög skemmtileg stöðvavinna og gaman að fræðast meira um frumulíffræði.

Fimmtudagur

Á fimmtudeginum var könnun upp úr efninu sem við lásum í c02 heftinu og verkefninu sem við gerðum kynningu uppúr ég ber ábyrgð. Þetta var mjög góð könnun og þægilegt að geta verið í svona könnunum, þar sem maður getur notað alla miðla til þess að aðstoða sig og fá hjálp frá öðrum.

 

Blár himinn á Plútó

Þrír deila Nóbelsverðlaunum

 

Categories: Hlekkur 2 | Leave a comment

Vika 6 Hlekkur 1

Mánudagur

Á mánudeginum byrjuðum við á að skoða tunglmyrkvan sem var fyrr um nóttina það var stærsta fulla tungl ársins þá. Eftir það fórum við í gagnvirkan lestur með í co2 heftinu. Við unnum í hópum og ég var með Matta, Filip og Halldóri í hóp.

Miðvikudagur

Það var enginn skóli á miðvikudeginum af því að það voru foreldraviðtöl.

Fimmtudagur

Í þessum tíma voru báðir bekkirnir saman og við vorum að kynna okkur verkefnið Global Goals hjá sameinuðu þjóðunum við kynntum okkur verkefnin sem eiga að vera búinn fyrir árið 2030.

Svo kíktum við á appið og tókum myndir af okkur sem orfurhetjur sem tengdust einum af þessum verkefnum.

Categories: Hlekkur 1, Óflokkað | Leave a comment

Hlekkur 1 vika 5

Mánudagur og Miðvikudagur

Á þessum tvem dögum héldum við áfram með með hópavinnuna sem við höfðum verið í seinustu viku. Ég var með Sölva Rúnari og Halldóri Fjalari í hóp og við vorum með líf-breytileika og það var mjög áhugavert verkefni og mkjög fræðandi.

Fimmtudagur

Á þessum degi kynntum við hópavinnuna okkar. Okkar kynning gekk vel og mér fannst hún mjög flott.

Allir hópar voru með flottar kynningar og Gyða sagði að okkar hópur væri með betri kynningar.

 

Ekkert kynlíf með vélmennu

Sjálfkeyrandi bílar löglegir?

Categories: Hlekkur 1 | Leave a comment

Hlekkur 1 vika 4

Mánudagur

Á mánudeginum töluðum við mikið um gróðurhúsaáhrif og margt fleira sem ógnar jörðinni eins og ósónlagið. Skoðuðum vefsíðu sem heitir Framtíðin í okkar höndum. Gyða sýndi okkur líka fullt af fréttum. Einfaldur og þægilegur tími.

Miðvikudagur

Á miðvikudeginum byrjuðum við á kynningarverkefninu. Okkur var skipt í hópa, ég var með Sölva og Halldóri Fjalari og við vorum með kynningu um Líf-breytileika. Þetta verkefni verður síðan kynnt og munu hver hópur fyrir sig gera mat á kynningum hjá hinum hópunum.

Fimmtudagur

Á fimmtudeginum héldum við áfram með kynninguna okkar um Líf-breytileika.

 

Fjöldi tækifæra í tölvuleikjagerð

Leysigeislar á orrustuþotur fyrir 2020

Hvernig virka sjálfkeyrandi bílar

Categories: Hlekkur 1 | Leave a comment

Vika 3

Mánudagur

Á þessum degi vorum við að tala um vistkerfi og að rifja meira upp eftir Danmerkur ferðina sem við fórum í. Fjölluðum mikið um fjölbreytni lífvera. Fjölluðum hvernig sum af mikilvægustu hugtökum vistkerfisins eru í hættu eins og Lundinn.

Miðvikudagur

Það var stöðva vinna á miðvikudegi og hún var mjög skemmtileg og fræðandi. Ein af uppáhalds stöðvunum sem ég fór á var mólíkúlustöðin þar sem maður átti að búa til glúkósa úr mólíkúlum. Þetta var ein af mörgum stöðvum sem ég fór á

Fimmtudagur

Ég var ekki í skólanum á fimmtudeginum því að ég fór á móti safni með Ástráði,Matta og Hannesi það var mjög gaman.

 

 

Categories: Hlekkur 1 | Leave a comment

Danmörk-Vistkerfi

Við í 10 bekk fórum til Danmerkur og það var mjög gaman og öðruvísi.

Vistkerfið í Danmörku var allt öðruvísi en er á Íslandi. Það var mjög fjölbreytt eins og á Íslandi.

Það eru fleiri dýr en á Íslandi til dæmis voru íkornar, maurar og stærri sniglar með skeljar á bakinu. Plöntulífið var mikklu stærra, trén voru stærri það voru fullt af grasi og gróðri sem ég hafði ekki séð áður, en það var mjög flott og gaman að sjá eitthvað nýtt og öðruvísi. Svo voru fiðrildin í Danmörku stærri og litríkari og þau voru mjög flott. Fuglarnir voru líka mjög flottir þarna úti, það var mikið af dúfum og svo var einn fugl sem skoppaði alltaf um en ég man ekki hvað hann heitir. Svo í dýragarðinum voru dýr eins og ljón sem geta lifað þarna úti af því að það er nógu heitt fyrir þau en það væri ekki hægt á Íslandi.

Þessi ferð var mjög skemmtileg og vistkerfið í Danmörku var mjög flott og skemmtilegt að sjá eitthvað nýtt.

Categories: verkefnabanki | Leave a comment

Skýrsla sveppaferð 2015

Skýrsla sveppaferð

Categories: verkefnabanki | Leave a comment

skýrsla 2015 með ljósbrá

 

Categories: verkefnabanki | Leave a comment