FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Húðin

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 12:48 e.h. október 5, 2011

Húðin er stærsta líffæri mannsins. Á fullorðum manni sem vegur 70 kg er yfirborð húðarinnar nærri tveir fermetrar eða álíka stórt og 32 opnur af þessari bók sem er raðað saman. Samtals vega hörund og leður um tíu kílógrömm.

Hörundslitur stafar af dökkum litarefnum í leðrinu. Því meira litarefni því dekkri erum við. Dökka litarefnið kallast melanín og hlutverk litarefna er að vernda líkamann fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. þegar við erum í sólbaði dökknum við vegna þess að þá safnast aukið magn litarefna í húðina og við erum betur varin fyrir sólargeislum.