FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 3 hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 2:59 e.h. september 19, 2013

Vika 3

Á viku 3 þá vorum við aðeins að fjalla um ljóstillífun. Við hlustuðum á rapplag og venjulegt lag

 

sem voru mjög sérstök. Síðan fjölluðum við um sambærilega þróun og hvernig maðurinn er hluti af náttúruni. Og lífsafkoma okkar byggist á því að ganga vel um auðlindir. Vistkerfi byggja á samspili lífverana innbyrgðis og lífvana umhverfi.

Það er líka að krían er í miklum erfiðleikur því að sandsílin eru að deyja því að sjórinn hækkar um hitastig

Hérna er frétt um kríurnar

 hér ef þið viljið heyra ef þið viljið heyra venjulega lagið

Smellið hér ef þið viljið heyra rappað um ljóstillífun

Dagur íslenskrar náttúru og vika 4

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 2:38 e.h. september 18, 2013

Í tímanum á Mánudegi þann 16.9.2013 þá vorum við að fjalla aðeins um dag íslenskrar náttúru. Ómar Ragnarsson á einmitt afmæli þá enn af hverju er þessi dagur á afmælinu hans. Ómar Ragnarsson er mikill náttúruverndari.

Síðan fórum við út að tína fræ af birkigreinum og við fundum grein með fullt af fræum á og týndum í poka. Síðan sendum við fræin til Hekluskógar.

Ef þið viljið fá upplýsingar um Hekluskóg smellið

hér 

Vistfræði

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 10:56 f.h. september 12, 2013

Vika 2

Mánudagur.

Á mánudaginn þá vorum við bara að skoða glósur og skoða myndir af ljósmyndakapphlaupinu. Við vorum líka að fara yfir hugtakakort og skrifa nýja hluti inná það.

 

 

 

Fimmtudagur.

Á fimmtudaginn þá blogguðum við um ferðina til Helgarskála og áttum að ræða um vistkerfið þar t.d. mosi,gras,blóm og margt fleira.

Góð síða um helgarskála

 

 

 

Föstudagur.

Á föstudaginn þá fjallaði Gyða um tré hvaða voru elst sem voru meira en 200 ára gömul. Hún fjallaði líka um hvað skógareldar geta eyðilagt þessa risastóru skóga með öllum þessum gömlu trjám. Síðan skipti hún okkur í hópa og ég lenti með Kristni. Við áttum að greina fjögur laufblöð af trjám og athuga  hvort þau væri sepótt eða tennt. Öll voru tennt nema eitt  það var sepótt.

Kíkið á þessa síðu ef þið viljið vita meira

 

Vistfræði

Í náttúrufræði vorum við að læra um vistkerfi. Sem er samskipti allra dýra hverjir borða hvern annan. Og hver er frumframleiðandi firsta stigs neytandi, annars stigs neytandi og þriðja stigs neytandi öllu þessu verður svarað hérna fyrir neðan. vistkerf er mjög viðkvæmt t.d. í sjó þegar hitastigið hækkar um eina gráðu þá deyja sandsíli og krían og lundin fá ekkert að borða. við vorum að búa til lífverur í náttúruftíma þau voru fjögur við áttum að skálda sundrendur o.s.frv. Fyrsta stigs neytandi borða bara  frumframleiðendur t.d. lifrur því þær borða lauf sem eru frumframleiðendur þá er lifran fyrsta stigs neytandi. Fuglar eru annar stigs neytendur því að þeir borða lifruna og tófur borða fuglana. þetta er vistfræði gott fólk.

Ferðin í Helgarskála

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 2:40 e.h. september 11, 2013

Í síðustu viku þá fórum við bekkurinn í Helgarskála. Inni í skálanum þá fundum við okkur rúm en sumir þurftu að sofa á gólfinu. Við spiluðum mörg spil. Síðan fórum við í langan göngutúr og það voru lækir allstaðar. Síðan var það Stóra-Laxá sem rann skammt frá skálanum. Það voru margar kindur og það var hesthús handa hestum náttúrulega. Það var mikill mosi,gras,bóm og fiskar í Stóru-Laxá. Við lékum öll leikrit og minn hópur lenti með dansinn í hruna. eftir leikritin var kvöldvaka og um kvöldi sögðum við draugasögur og fórum í spurningarkeppni og lentum í þriðja sæti jíbbí. Klukkan svona tólf fóru flestir að sofa en ég vakti aðeins lengur og nokkrir fóru aðeins út og ég líka. Svo sáum við gult ljós yfir hæðinni en það vou bara einhverjir unglingar að leika sér. Síðan fórum við að sofa. Þegar við vöknuðum þá fengu þeir sem vildu hafragraut en hann var eins og steypa eins gott að ég fékk mér ekki.