FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 1 hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 3:01 e.h. október 30, 2013

Mánudagur

 

Á mánudegi þá var Gyða ekki og ekki heldur Eygló. A og B hópur hittust og við horfðum saman á mynd um geiminn.

Þegar myndin var búinn þá máttu einhverjir fara út og einhverjir verða eftir inni og horfa á myndbönd. Í myndinni þá var fjallað um að það ringdi svo mikið að það myndaðist sjór. Það var líka Fjallað um plánetur og hvernig vísindamenn uppgötvuðu þær.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudegi þá byrjuðum við í nýjum hlekk og tókum stutt stöðumat hvað við munum mikið eins og hvað hamskipti eru og efnablanda og fleira. Við skiluðum líka hugtakakortunum og fengum ný sem voru blá. Restin af tímanum fór í það að reyna að klára skýrslur en ég var ekki í síðasta tíma svo að ég var bara að byrja og þurfti að senda mér skýrsluna heim og klára hana þar.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá hlustuðum við á lag um frumefnin sem einhver kall söng fáranlega hratt sem allir krakkar í bandaríkjunum þurftu að læra. Síðan horfðum við á frumeindarmynd og hún segir sig eiginlega sjálf um hvað hún var.

 

Hlustið á lagið um frumeindirnar

Vika 8

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 3:03 e.h. október 23, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn þá fórum við betur yfir hugtakakort og kíktum og beturbættum blogg hjá sumum eins og hjá mér, ég skrifaði óvart vika 6 í staðinn fyrir 7.  Síðan sömdum við spurningar fyrir könnun. Við ætluðum líka í frumualíans en því var frest man ekki alveg af hverju.

 

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá átti maður að skrifa skýrslu um smásjárverkefnið enn ég var ekki í skólanum.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá skoðuðum við blogg hjá bekkjarfélögum. Síðan fórum við loksins í könnunina og þar var spurningin mín og margar aðrar. Svo fórum við loksins í frumualíans og ég var með Herði, Matta, Nóa og Kristni.

Vika 7

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 2:55 e.h. október 16, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn fórum við yfir glærur og skoðuðum allar frumur t.d. frumuhimna og litningar og fleira. Við erum þá bráðum að fara að hætta í frumum. Við skoðuðum stuttmynd um dýra og plöntufrumur eins og að grænukorn eru bara í plöntufrumum.

 

Fimmtudagur

 

á fimmtudegi vorum við að skoða spurningar og svara þeim. Það mátti vera í hópum og ég var Kristni og Nóa. Í verkefninu áttum við að svara spurningum um frumuna og síðan gera í eyðufyllingar og eyða sem við gátum ekki.

 

Föstudagur

 

Á föstudegi vorum við að vinna með smásjár. Við lærðum á ljóssmásjár og hvernig við áttum að stilla þær og setja þær í fókus og fleira. Við skoðuðum glanspappír úr lifandi vísindum og það var svo þykkt og fast saman. Síðan skoðaði ég venjulegan pappír og hann var allur í sundur og skrýtin. Síðan á meðan hinir voru að skoða þá skrifaði smá um það sem ég set síðan í skýrslu sem við vorum að gera. Svo fórum við að skoða nautasæði og frumurnar í því. Allar frumurnar voru á hreyfingu og og ég skrifaði svolítið um það.smasja1

Frumuhimna

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 2:47 e.h. október 9, 2013

Frumuhimnan lykur um frumuna og hlutverk hennar er að tempra för efna inn og út úr frumunni. Talað er um að frumuhimnan sé valgegndræp, það er hún velur þau efni sem komast inn og út úr frumunni. Sum efnasambönd komast í gegnum himnuna með einföldu flæði eða osmósu, en önnur komast í gegn á virkan hátt með aðstoð sérvirks búnaðar í frumuhimnunni sjálfri. Slíkur flutningur krefst utanaðkomandi orku.  Frumuhimnan er tvöföld himna úr stórsameindum  próteins og fosfólípíða, um það bil 7 nanómetrar að þykkt. Hjá einstaka frumugerðum myndar frumuhimnan frymisútskot sem nefnast örtotur í meltingarvegi, griplur og símar í taugafrumum og bifhár í þekjufrumum öndunarvegs.
Himnur sem eru utan um ýmis frumulíffæri í umfryminu eru sömu gerðar og frumuhimnan, saman nefnast þær frymishimnur.

Frumuhimna

 

Heimild fengin af sigurlaugarnarson.is

 

 

Heimild fengin af wikipedia

FRUMUR

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 6:42 e.h. október 1, 2013

Mánudagur

Á mánudaginn þá byrjuðum við í frumulíffræði. Við skoðuðum glærur og gerðum hugtakakort. Síðan rifjuðum við upp hvað við vissum um frumur.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri að prófa nokkra leiki og skoða síðu um hvernig geimurinn er og hvernig maðurinn er innst inni alveg að smærstu verum.

Hérna er leikur 

Skoðið allt mögulegt í heiminum

 

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá vorum við í stöðvavinnu. Ég og Heiðar unnum saman og náðum tveimur stöðvum. Fyrst áttum við að segja hvað við vorum með mikið af frumum og hvað við værum með mikið af dauðum frumum. Síðan eftir hverja stöð þá áttum við að skrifa litla skýrslu um hvernig stöðin var. Hin stöðin var þannig að við áttum að skoða frumur úr dýrum og plöntum í smásjá.