FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 6 hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:22 e.h. nóvember 29, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn þá var Gyða með smá fyrirlestur um tóbak og reykingar. Hún var að segja að lungun okkar myndu fyllast af tjöru og fullt af eiturefnum myndu koma í líkamann. Við fengum bækling um tóbak og reykingar sem sýndi fólk sem var að taka þesssi efni. Tennurnar voru gular og eitthvað upp í þeim var alveg svart. Þegar það lítið eftir þá skipti hún okkur í hópa og við áttum að gera glærur um tóbaksnotun. Minn hópur var með allskonar vímuefni við máttum bara gera það sem við vildum sem að tengdist þessu sem við vorum að gera.

 

Fimmtudagur

 

Á Fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri og áttum að klára bæklinginn. Ég náði að klára þegar tíminn var nánast búinn en þá átti ég að finna hver uppgötvaði járn því að ég er með járn. En svo kom það í ljós að það var ekki sagt neinstaðar sem ég leitaði.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá vorum við að eyma sígarettu og sjá hversu mikið ógeð þetta væri. Fyrst kynnti Gyða þetta fyrir okkur og hvernig við áttum að gera þetta. Ég var í hóp með Herði og Guðmundi(Gumma). Fyrst áttum við að ná í blað því að við áttum að skrifa skýrslu. Þegar Gyða var búinn að fara yfir hjá okkur þá kveiktum við í. Tað tók tíma fyrst en svo þá kom mikill reykur sem fór út um alla stofuna.  Við tókum nokkrar myndir og myndbönd af reyknum að fara um allar súlurnar. Fyrst þá fór reykurinn um tilraunarglas 1 eins og við kölluðum það og inní því var sígarettan. Reykurinn fór síðan niður rör og inní annað tilraunarglas. Síðan fór það upp um gúmmíslöngur og í suðuglas og vatnið hvarf smá saman út af reyknum og það var mjög flott. Þegar við áttum að hætta þá var tjara sem náðist ekki af á eiginlega öllu. Við prófuðum líka að lykta af þeim og lyktin var alveg hræðileg.

Vika 5 hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 12:55 e.h. nóvember 22, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn var spurningakeppni svo að það var ekki náttúrufræði. Í spurningakeppnini þá er ég að keppa með Nóa og Kristni

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá fór ég ekki í náttúrufræði því að ég var veikur en ég heyrði að þeir sem voru fóru í bæklinginn

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá fórum við í stöðvavinnu. Alls voru 18 stöðvar en á náttúrufræðisíðunni þá eru bara 17 þessi var bara aukastöð. Ég var með Nóa og Filip og við gerðum 4 stöðvar. Á fyrstu stöðinni vorum við að tengja t.d glúkósa og súrefni. Eftir hverja stöð þá skrifaði Nói skýrslu á eitt blað fyrir allan hópinn. Önnur stöðinn þá vorum við að svara spurningum í tólvunni um nifteindir, sætistölur, atómn og massatölu. Þegar við vorum búnir þar þá fórum við á stöð sem við áttum að setja edik í blöðru og matarsóda í tilraunaglas og blanda vatni við matarsódan. Þegar það var búið þá settum við blöðruna ofan á tilraunaglasið og blaðran blés út. Á síðustu stöðinni þá vorum við að gera spurningar úr livandi vísindi blaði.

Vika 4 hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 3:01 e.h. nóvember 20, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn vorum við að skoða fréttir og fjalla aðeins um afleiðingar fellibylsins á Filippseyjum og skoða myndir inná mbl.is. Við fengum líka hefti um efnafræði. Í lok tímans skoðuðum við blogg og skoðuðum fréttir af Norður Kóreu. Þar var rúmlega 80 teknir af lífi fyrir að horfa á sjónvarpsþætti frá öðru landi.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn var skáld í skólum en samt missti ég ekki af náttúrufræði. Við áttum að fara í bæklingin en við fórum bara að skoða myndbönd um efnafræði. Við fórum líka að skoða síðu sem sýndi hvernig Filippseyjar voru fyrir og eftir fellibylinn. Á myndinni sem var tekinn fyrir var flott þá var bátar í bryggju og hús allstaðar og grasið grænt en á myndinni á eftir var grasið ljótt bátarnir voru farnir og flest öll hús.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn vorum við í stöðvavinnu um efnafræði. Ég lenti í hóp með Herði og við byrjuðum á stöð sem við áttum að setja saman sameindir og efnasambönd. Við settum saman t.d. glúkósa og súrefni. Þegar við vorum búnir á þeirri stöð fórum við í stöð þar sem við áttum að svara spurnuingum um efnafræði t.d. er klaki hamskipti o.s.frv. Etir þaða áttum við að sjóða heitt vatn og setja kalt vatn í svona flöskur og setja það í skál. Þegar það var komið þá stillti Hörður skeiðklukku og þá áttum við að setja salt ofan í vatnið og hræra í þar til að vatni var glært. Heita  vatnið var miklu fljótar að leysast up heldur en það kalda. Þegar þetta var búið þá var tíminn einmitt búinn.

 

Hér er linkurinn að Filippseyjum

Vika 3 hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 7:38 f.h. nóvember 14, 2013

Mánudagur

Á mánudaginn var starfsmannadagur svo að það var ekki skóli.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri að vinna í bæklingunum umfrumefnin. Við vorum að vinna með forrit sem heitir publisher. Ég er með járn og það er eitt að algengustu málmum í heimi.

 

Föstudagur

Föstudagurinn

Á föstudaginn var í rauninni enginn lærdómur því að það var baráttudagur gegn einelti. Gyða var með okkur allan daginn og hennni fannst það mjög skemmtinlegt sagði hún. Fyrst þá voru allir að syngja lag saman og heitir ég er sko vinur þinn. Þegar við vorum búin að syngja þá fórum við inní stærðfræðistofu af fara að horfa á mynd. Myndinn sem við horfðum á hét Bully og er mynd um fórnalömb eineltis. Myndin var þannig að þeir sem lentu í einelti það var mikið einelti. Föstudagurinn var mjög skemmtinlegur og fræðandi um hvað einelti getur verið rosalega slæmt.

Vika 2 hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 3:08 e.h. nóvember 6, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn þá skoðuðum við tvö myndbönd af hvað smá af efni getur gert mikla sprengingu. Í myndbandinu var þekktur maður man ekki alveg hvað hann hét. Hann var með öðrum manni sem var held ég efnafræðingur og hann var að skoða fullt af efnum t.d. hvaða efni voru hættuleg og hvaða efni voru allt í lagi. Þeir tóku nokkur mjög sprengifim efni og settu þau í baðkar með vatni og þá kom einu sinni dálítið stór sprenging og síðan kom stærri sprenging. Síðan horfðum við á mann sem hét Daniel Radcliff sem lék Harry Potter. Hann var að syngja um lotukerfið og gerði það mjög hratt.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að skoða lotukerfi inn á tveimur síðum. Eitt lotukerfið er inn á námsgagnastofnun  og það var alveg ágætt en hitt er inn á ptable og er betra að mínu mati og inn á wikipedia. í lok tímans áttum við að velja okkur eitt efni og ég valdi járn og átti að gera bækling um það.

 

Föstudagur

 

Á föstudeginum þá var Gyða í stuði   og dansaði um stofuna meðan við hlustuðum á Queen eiginlega meirihlutan af tímanum og við lituðum lotukerfið með skrýtnustu litum sem ég hef séð og áttum að skrifa flokkana. Þegar allir voru eiginlega búnir þá fengum við 5 min pásu og fórum í borðtennis og síðan aftur upp. Þegar við komum upp þá lituðum við inn á eitthvað blað en ég man ekki alveg hvað þetta hét.