FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 4 Hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 9:18 e.h. febrúar 21, 2014

Mánudagur

 

Á mánudeginum þá var fyrirlestur um ljós en ég var ekki í þeim tíma.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudeginum þá var könnun um bylgjur og ljós. Prófið var dálítið erfitt fyrir flesta sem æfðu sig lítið undir það. Í prófinu þá mátti maður hafa glósublað til að hjálpa sér. Þegar maður var búin með prófið þá fór maður niður í tölvuver og kannaði litblindu og smellið hér til að kanna það.

 

Föstudagur

 

Á föstudeginum þá var bara chill tími og við vorum að leysa þrautir skoða sjónhverfingar sem þið getið séð inn á náttúrufræðisíðunni. Ég var með Ljósbrá í hóp og náðum næstum því að klára allar stöðvarnar.

Stöð 4. Við vorum að teikna mynd eftir spegli og láta félaga okkar teikna eftir því með því að horfa bara í spegil og það var rosalega erfitt.

Stöð 5. Þarna var mylla með tússpennum bara maður átti að ná 4 í röð.

 

Stöð 2. Við vorum að finna þrautir með eldspítum og getið smellt hér til að sjá það.

 

Stöð 10. Við vorum að raða saman formum og reyna að ná myndum út úr þeim.

 

Stöð 1. við vorum að skoða sjónhverfingar og eiginlega allt var óskiljanlegt.

 

Stöð 6. Á þessari stöð voru gátur sem við reyndum við enn náðum bara einni af 9.

Vika 3 hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 7:21 e.h. febrúar 11, 2014

Mánudagur

Á Mánudeginum þá hélt Gyða fyrirlestur um hljóð og mann sem stökk úr loftbelg í gegnum hljóðmúrinn. Við sáum líka myndband um þotu sem fór í gegnum hann líka. Við skoðuðum aðeins tækni og tól ársins sem voru flest eiginlega óskiljanleg. Það var líka kominn ný hraðamæling hjá lögreglunni og þið getið séð fréttina hér. við enduðum síðan tímann með því að horfa um dopplerhrif í Big Bang Theory.

 

Fimmtudagur

 

Á Fimmtudaginn þá var próf úr bylgjum. Mér fannst prófið dálítið erfitt enda var ég dálítið í burtu. Þegar við vorum búin í prófinu þá fórum við niður í tölvuver að leika okkur með bylgjur.

 

Föstudagur

Á Föstudeginum þá fengum við einkunirnar úr prófunum og skoðuðum blogg en ég man varla meira en ég held að það hafi verið stöðvavinna.

 

Falskt neyðarkall

 

 

 

 

 

Vika 2 hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 7:30 e.h. febrúar 6, 2014

Hljóð og bylgjur

 

Bylgjur er órói sem berst um rúmið og flytur í mörgum tilfellum orku. Sumar bylgjur, svo sem hljóðbylgjur og sjávaröldur, verða til vegna þess að efni er aflagað og kraftar valda því að efnið leitar aftur í upprunalega stöðu. Aðrar bylgjur, svo sem rafsegulbylgjur geta ferðast í gegnum lofttæmi og byggja ekki á því að þær hafi áhrif á efnið í kringum sig.Þótt bylgjur í efni, og orkan sem þær bera, geti ferðast hratt og langt, flyst efnið í flestum tilfellum lítið úr stað, heldur sveiflast um upphafsstöðu sína.

 

bylgja

 

 

 

 

Hljóð eða hljóðbylgjur eru þrýstingsbylgjur sem berast í gegnum efni. Eiginleikar hljóðs fara eftir bylgjulengd þess, tíðni og öðrum þeim eiginleikum sem einkenna bylgjur almennt. Hljóðbylgjur ferðast með hljóðhraða, sem er mjög misjafn eftir efnum, en oftast er átt við hraða hljóðsins í lofti. Hann er nálægt því að vera 340 m/s en breytist með hitastigi.

Menn skynja hljóð með eyrunum sínum, og í sumum tilfellum er orðið hljóð notað einvörðungu um hljóðbylgjur sem menn geta heyrt. Í eðlisfræði er þó hljóð notað í víðtækari skilningi, og titringsbylgjur af hvaða tíðni sem er, og í hvaða efni sem er, eru taldar til hljóðs.