FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 6 Hlekkur 6

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 2:59 e.h. apríl 3, 2014

Mánudagur

Á mánudeginum þá byrjuðum við tímann með því að kynna power-point sýninguna okkar. Ég var í hóp með Ljósbrá og Kristni með Búrfellsvirkjun. Ég og Kristinn þurftum að kynna einir því að Ljósbrá var ekki í tímanum. Við vorum ekki fyrstir en allir fengu blöð  og áttu að gefa einkunnir fyrir kynninguna. Valmöguleikanna vorum A. B. C. og við áttum að meta að okkar mati. Þegar okkar kynning kom þá var ég dálítið stressaður því að ég vissi að það vantaði hvaða ár Búrfellsvirkjun var gerð og tekinn í notkun. Okkar kynning gekk hræðilega og þegar það var verið að spyrja þá kom einmitt spurning hvaða ár hún var gerð. Þegar allar kynningar voru búnar þá skiluðum við blöðunum til Gyðu. Hún sýndi okkur mynd af páfagauki sem var alveg eins og manneskja þegar maður lítur vel á myndina getið þið séð hér. Þegar það var búið þá ræddum við aðeins um hlýnun jarðar og svoleiðis.

Fimmtudagur

Á fimmtudeginum þá var stutt könnun um orku. Þetta voru eins og um 10-15 spurningar sem maður átti að svara. Ég held að mér hafi gengið ekki svo vel en þegar maður var búin þá réði maður hvort maður færi niður í tölvuver til að blogga um þessa viku eða fara í frjálst. Ég valdi að blogga til að losna við heimanám.

Föstudagur

Föstudagurinn var eins og chill tími. Við vorum að skoða blogg og fréttir sem einhverjir í mínum bekk voru búnir að setja inn á. Þegar fyrsti tíminn var búinn þá fórum við út í leiki eins og maður á að finna þrjá aðra til að vera með þér til að þú dettir ekki úr. Viðm fórum í fullt af svona leikum og þegar það var búið þá fórum við í litlan hring og sögðum “góða helgi,,

 

Fréttir

Leiðinlegt að eignast aðra systur

Miley reykir MIKIÐ!! gras

Mannsnefið er ótrúlegt

 

Hlekkur 6 vika 5

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 2:37 e.h. apríl 2, 2014

Mánudagur

 

Á mánudaginn þá fengum við glærupakka um eðlisfræði í virkjunum í Þjórsá. Við skoðuðum líka aðeins hvernig Vatnsfellsvirkjun hefur áhrif á Þórisvatn. Vatnsfellvirkjun lokar fyrir rennsli á Þórisvatni og þá hækkar í og þá breiðist út yfir á stærra svæði og þá verður gróðurinn votur.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá var ég ekki í skólanum út af því að ég var veikur en það var könnun í líffræði og jarðfræði í Þjórsá.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá kom ég í náttúrufræði og ég var greininlega í hóp með Ljósbrá og Kristni í verkefni í power point um Búrfellsvirkjun. Við skiptum verkefnunum dálítið á milli okkar svo að allir gerðu eitthvað. Eitt sem við áttum að gera var að finna hvað listaverkin hétu sem eru utan á virkjuninni. Við fundum bæði, eitt þeirra hét Hávaðatröllið og er fyrir hliðina á virkjuninni og hitt heitir bara Búrfellsvirkjun og er utan á henni þegar við vorum búin með verkefnið þá áttum við að senda Gyðu verkefnið og síðan máttum við fara út.

 

Fréttir

Keðjusög í hálsinn 

Hendur í 150 músagildrur

Google gleraugun prófuð