FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Hlekkur 7 Vika 3

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 2:40 e.h. maí 14, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að byrja í fuglum. Gyða hélt smá fyrirlestur um þá.  Hún fjallaði léka u7m hvernig karlfuglarnir væru alltar litríkari en kvennfuglarnir en það er vegna þess að þeir eru að sýnast.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá mætti ég ekki því að ég var veikur.

 

Föstudagur

Á föstudaginn þá var ekkert sérstakt því að það ver rusladagur.

 

Hrossagaukur

Hrossagaukur er vinsæll fugl á Íslandi og er fugl af snípuætt.,,Heimkynni hrossagauksins eru mýrar, fen, túndur og votir hagar á Íslandi, Færeyjum, norður -Evrópu og Rússlandi. Hrossagaukurinn gerir hreiður sitt á huldum stað á jörðinni.

Hrossagaukurinn er mósvartur ofan með ryðlitum langröndum, grár á bringu og ljós á kviði, goggurinn langur og þykkri í endann. Hrossagaukurinn „hneggjar“, en hljóðið myndast milli stélfjaðra fuglsins á flugi, og myndast þegar fuglinn tekur dýfur í loftinu“.

Áskorun

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 2:38 e.h. maí 7, 2014

Á föstudaginn þá vorum við allan daginn með Gyðu. Hún talaði aðeins í byrjun og skipti okkur síðan í hópa. Ég var í hóp með Siggu H, Kristni, Evu og Sölva. Við fórum fyrst að taka selfie af okkur upp á Miðfelli og reyndum alltaf að taka myndir af fuglum því að það var verkefni. Við vorum dálítið lengi að fara upp og við vorum orðin þreytt að labba þegar við fórum niður. Þegar við komum aftur þá vorum við að hugsa hvaða lag við ættum að syngja fyrir leikskólakrakkana því að það var verkefni. Sölvi og Kristinn tóku það að sér að gera það og þeir sungu auðvitað Enga Fordóma. Þegar það var búið þá fórum við út búð að gera góðverk og við máttum fara með kassa af paprikur og tómata. Á leiðinni út úr búðinni þá sáum við tækifæri til að gera annað verkefni og það voru eldriborgarabrandarar. Sölvi sagði brandara og það fannst honum fyndinn. Síðan fórum við í 100 metra standandi á höndum. Við skiptumst á að labba á höndum og við náðum því á endanum. Síðan fórum við að blása sápukúlur og líka að segja „það er sumar og ég syng eins og uppáhaldsfuglinn minn,, á fimm tungumálum. Þegar það var búið þá fórum við að byrja að setja saman myndina í iMovie. Við náðum því á réttum tíma en það var vandamál með netið þess vegna við settum það inn á Facebook  og þá var tíminn búinn.