FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 4 Hlekkkur 1

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 1:46 e.h. september 24, 2014

Mánudagur

á mánudaginn þá vorum við að fjalla um lindýr og skrápdýr. Gyða gaf okkur blöð með þeim atriðum sem maður á að gera til að fá góða einkunn fyrir ritgerðina sem við erum að vinna með. Við skoðuðum myndbönd með nokkrum dýrum eins og kolkrabba. Við áttum líka að glósa eins mikið og við gátum. Síðan í lokin þá skoðuðum við blogg og fréttir.

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var dagur íslenskrar náttúru og afmæli Ómars Ragnarssonar. Gyða talaði aðeins um Hekluskóga og fjalldrapa og margt fleira. Hún sendi okkur fljótt út að tína birkifræ fyrir Hekluskóga. Gyða sýndi okkur poka sem að hinn bekkurinn hafði tínt og við ætluðum að gera betur. Hún sendi okkur fljótt út að tína. Ég var í hóp með Orra og við fórum með nokkrum öðrum bak við skóla hjá heimilisfræðistofunni. þar fór ég upp í tré og fann alveg helling. Síðan þegar við vorum búnir þar þá fóru við út í skóg að tína þar en það var ekki mikið. Þegar við ætluðum að fara aftur upp í skóla þá meiddi Orri sig á fæti og vorum svolítið seinir aftur til baka. Þegar við komum þá vigtuðum við okkar samtals en hinir voru með meira.

Fimmtudagur

Ég man ekki hvað við gerðum á fimmtudginn en ég held að við vorum bara í tölvuveri.

 

Fréttir

Sofnaði á rauðu ljósi

Ekki setja Iphone 6 í örbyljuofn

Laumufarþegi

Vika 3 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 1:20 e.h. september 17, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn ætlaði Gyða að halda kynningu í nearpod en netið var svo hægt að við gátum það ekki. Við kynntum líka plakötin sem við vorum búin að vinna í. Ég var í hóp með Gumma og Nóa og við vorum með sæotur. Kynningin okkar fór mjög vel . Í lokin þá vorum við að skoða fréttir t.d. loftsteinn lenti við stórborg.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Gyða var frekar fljót að koma okkur af stað svo að við hefðum meiri tíma.

 1. Hugtök og hugtakavinna.Hvers vegna eru kórallar ekki plöntur?  Frumbjarga og ófrumbjarga.
 2. Lifandi vísindi.  Dýr sem laumast Nr3/2013 og Allt fyrir börnin Nr9/2014  Tölva í boði fyrir fróðleiksfúsa.
 3. Verkefni.  Spurningar og svör.  6-2
 4. Teikna upp marglyttu og merkja við helstu einkenni í útliti.  skoða 
 5. Smásjá. Tilbúið sýni – bikarsvampur og armslanga. Teikna upp, athuga hlutföll.
 6. Bók.  Dýrin bls. 528-532.  Hvað eru Njarðarvettir? Hvað greinir sæfífla frá öðrum kóraldýrum?  Eitthvað fleira forvitnilegt?
 7. Lesskilningsbók – verkefni um útbreiðslu.
 8. Tölva.  Great Barrier Reef
 9. Lífið.  Hydra – armslanga bls. 30
 10. Umræða.  Hvað ógnar kóralrifjum?  Ert þú ábyrgur?
 11. Tölva.  Leikur einn….. og vistkerfi kóralrifja!
 12. Orð af orði.
 13. Bók – enska.  Inquiry into life bls. 629.  Simple sponge anatomy.

Ég vann Með Nóa og við fórum bara á tvær stöðvar. Fyrsta stöðin sem við fórum á var nr.4. Þar áttum við að teikna marglittu og merkja við líkamsparta og innefli. Önnur stöðin þá vorum við að lesa Allt fyrir börnin í lifandi vísindi. Við tókum háhyrninga. Þeir geta slökkt á öðru hvoru heilahvelinu meðan þeir fylgjast með barninu sínu.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við að vinna í hugtakakortum í Xmind og senda það á Gyðu í pdf skjali. Við vorum að gera hugtakakort fyrir ritgerð sem við erum að fara að gera. Ég ætla að skrifa um haförn því að mér finnst hann svo flottur. Það var ekkert mikið meira sem við vorum síðan að gera.

 

Fréttir

Matartegundir með földum sykri

99.9% líkur á öðru eldgosi

Grunaður um njósnir

 

Vika 2 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 1:18 e.h. september 3, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá var ekki skóli því að það var kennaraþing.

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var útiverkefni en ég var veikur svo að ég var ekki.

 

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að gera hugtakakort um dýr. Við vorum líka að velja okkur dýr til að skrifa ritgerð um. Dýrið sem ég valdi mér var lemúr.

 

Fréttir

Merkilegt kort af dyngjujökul

13 skjálftar

Frétt úr gosinu

Hætta á gosi undir jökli minnkar ekki

Holuhraun

,,Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu.  Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun.“ Heimildir fékk ég úr fréttum hér fyrir ofan.