FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 2 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 3:39 e.h. október 29, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá fengum við nýjar glærur um massa-kraft-vinnu og afl. Við fórum aðeins yfir þær og síðan þá skoðuðum við krafta sem eru í fallhlífastökki. Við skoðuðum síðan nokkrar fréttir og það gerðist ekki mikið meira eða ég man það bara ekki.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var ekki stöðvavinna það var tilraun. Gyða skipti okkur í hópa og ég var í hóp með Kristni, Filip og Eydísi. Tilraunin var þannig að hópurinn þurfti að finna sér stiga og hlaupa upp hann. Við tókum stigan sem er úti við kennarainnganginn. Ég var sá sem hljóp og Kristinn tók tímann. Fyrst þá labbaði ég upp stigan síðan gerði ég það aftur. Þegar ég var búin að því þá átti ég að hlaupa upp stigan. Ég man bara fyrsta tímann og hann var 0,92 sek. Þegar ég var búinn að hlaupa upp stigan þá fórum við upp í stofu

Vika 1 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:42 e.h. október 22, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að byrja í nýjum hlekk. Við vorum að byrja í eðlisfræði. Við fengum glósur og nýtt hugtakakort sem var autt auðvitað. Við horfum á Eureka sem er stuttmynd inná Youtube sem var að segja frá lögmáli Newtons. Þessi myndbönd eru ekki mjög löng en þau eru samt fræðandi. Síðan skoðuðum við fréttir og þá var tíminn búinn.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Ég ætlaði að vinna með Nóa en síðan þá vildi ég vinna einn. Ég fór fyrst á stöð sem var með svolitla stærðfræði. Ég átti að taka smá sjálfspróf í endann og mig minnir að ég hafi fengið 70% í prófinu. Á annari stöðinni þá átti ég að mæla massa steina í vatni og á vigt. Þar vann ég með Sölva. Þegar við vorum búnir þá máttum við hætta því að það var svo lítið eftir.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við að skila ritgerðum til Gyðu. Þeir sem voru búnir að gera allt eins og að senda Gyðu ritgerðina í pósti þeir máttu fara niður í tölvuver í frjálst þar á meðal ég.

 

Fréttir

Óttast að hryðjuverkamenn noti ebólu sem vopn

14 ár að byggja bílskúr

Aflífuð fyrir að horfa á Hollywood mynd

Vika 7 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 1:37 e.h. október 15, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá skipti Gyða okkur niður í tvo og tvo til að taka prófið aftur. Við áttum að gera það því að fyrri einkunnirnar voru svo lélegar að besta einkunnin var 7,8. Ég var með Filip í hóp að taka prófið. Þetta voru nokkrar spurningar en í þetta skipti mátti maður nota glósurnar líka en í fyrri prófinu mátti maður bara nota hugtakakortið. Okkur gekk alveg ágætlega í prófinu.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá vorum við eiginlega allan tímann í tölvuveri að skrifa ritgerðina. En ég man ekkert mikið meira.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við líka í tölvuveri að gera ritgerðina.

Vika 6 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 12:50 e.h. október 8, 2014

Bárðabunga

 

Bárðabunga er virk eldstöð í Vatnajökli. Hún er víðáttumesta eldstöð landsins og er í kringum 200 km löng og 25 km breið. Eldstöðin er öll þakin ís og þá kemur mikil jökulfyllt aska. Hæsti  bletturinn á Bárðabungu er 2009 metra hár og er allt að næsthæsta fjall landsins. Askan sem kemur úr Bárðabungu er í kringum 70 ferkílómetra og 10 km breið og 700 metra djúp. Mikið af jarðskjálftum er búið að koma. Stærstu eldgosin sem eru búin að koma er þannig að kvikan hleypur suðvesturs. Áður en það kom gos í jöklinum þá náði gosið ekki að bræða ísinn 29.ágúst þess vegna kom lítið gos í Holuhrauni sem var bara í nokkra klukkutíma.

 

Heimild

http://eldgos.is/bar%C3%B0arbunga/

Vika 5 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 1:33 e.h. október 1, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá héldum við áfram í dýrafræðinni. Við horfðum á glærur um orma sem var áhugaverð. Við vorum að skrifa mikið á hugtakakortið sérstaklega um orma t.d. liðormar, þráðormar og flatormar. þegar við vorum búin að glósa mikið þá skoðuðum við blogg og fréttir eins og um fílaveikina og trúðfiska o.s.fr.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Gyða sagði að við máttum vinna saman en það mátti líka vinna einn. Ég vann með Nóa og við náðum eitthvað í kringum 3-4 stöðvum. Á einni stöðinni þá vorum við að svara spurningum um orma. Síðan þá fórum við niður og hlustuðum á orminn. Ég heyri í honum og hljóðið var eins og hann væri aðm bursta eitthvað. Síðan eftir það þá skoðuðum við magfætlu og hún var frekar flott. Síðan þá skoðuðum við orm og vorum að reyna að sjá burstana en ég sá ekkert.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri að skrifa ritgerð.