FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 1 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:42 e.h. október 22, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að byrja í nýjum hlekk. Við vorum að byrja í eðlisfræði. Við fengum glósur og nýtt hugtakakort sem var autt auðvitað. Við horfum á Eureka sem er stuttmynd inná Youtube sem var að segja frá lögmáli Newtons. Þessi myndbönd eru ekki mjög löng en þau eru samt fræðandi. Síðan skoðuðum við fréttir og þá var tíminn búinn.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Ég ætlaði að vinna með Nóa en síðan þá vildi ég vinna einn. Ég fór fyrst á stöð sem var með svolitla stærðfræði. Ég átti að taka smá sjálfspróf í endann og mig minnir að ég hafi fengið 70% í prófinu. Á annari stöðinni þá átti ég að mæla massa steina í vatni og á vigt. Þar vann ég með Sölva. Þegar við vorum búnir þá máttum við hætta því að það var svo lítið eftir.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við að skila ritgerðum til Gyðu. Þeir sem voru búnir að gera allt eins og að senda Gyðu ritgerðina í pósti þeir máttu fara niður í tölvuver í frjálst þar á meðal ég.

 

Fréttir

Óttast að hryðjuverkamenn noti ebólu sem vopn

14 ár að byggja bílskúr

Aflífuð fyrir að horfa á Hollywood mynd