FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 2 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 3:39 e.h. október 29, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá fengum við nýjar glærur um massa-kraft-vinnu og afl. Við fórum aðeins yfir þær og síðan þá skoðuðum við krafta sem eru í fallhlífastökki. Við skoðuðum síðan nokkrar fréttir og það gerðist ekki mikið meira eða ég man það bara ekki.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var ekki stöðvavinna það var tilraun. Gyða skipti okkur í hópa og ég var í hóp með Kristni, Filip og Eydísi. Tilraunin var þannig að hópurinn þurfti að finna sér stiga og hlaupa upp hann. Við tókum stigan sem er úti við kennarainnganginn. Ég var sá sem hljóp og Kristinn tók tímann. Fyrst þá labbaði ég upp stigan síðan gerði ég það aftur. Þegar ég var búin að því þá átti ég að hlaupa upp stigan. Ég man bara fyrsta tímann og hann var 0,92 sek. Þegar ég var búinn að hlaupa upp stigan þá fórum við upp í stofu