FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 4 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:23 e.h. nóvember 12, 2014

Mánudaginn

Á mánudaginn þá var vetrarfrí.

Þriðjudagur

Líka vetrarfrí.

Fimmtudagur

Á fimmtudagur þá vorum við í Kahoot. Kahoot er forrit í ipödunum sem Gyða býr til spurningar um eðlisfræði og við eigum að svara með tíma. Þetta var rosalega skemmtinlegt enda var engin blýantur sem við þurftum að taka upp. Tíminn var frekar fljótur að líða því að þetta var svo geðveikur tími.

Fréttir

Ronaldo neitar því að hafa uppnefnt Messi

Óhollasti hamborgari í heimi

Geimfar lendir á halastjörnu

Vika 3 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:59 e.h. nóvember 5, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá fengum við nýja glærupakka um lögmál Newton. Síðan vorum við að velta fyrir okkur hröðun eins og lokahröðun og upphafshröðun. Við horfðum á annað svona Eureka. Það var ekki mikið meira síðan í tímanum.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Við þurftum ekki að skila blöðum sem við gerum alltaf og mér fannst það fínt. Ég var eiginlega að vinna með Kristni og við vorum í phet. Við vorum að leika okkur að finna massa og newton o.s.fr. Við fórum síðan á stöð þar sem við áttum að finna hröðum á þremur boltum. okkur gekk ekki vel fyrst en síðan þá lagaðist það.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við að fá einkunnir úr ritgerðunum. Hún Gyða sendi okkur niður í tölvuver og það máttum við leika okkur í phet. Hún tók einn í einu til að gefa okkur einkunnir og fara yfir ritgerðina. Þegar ég fór þá var ég frekar stressaður en ég þurfti þess ekki því að ég fékk 9 og ég er ekkert smá sáttur.

 

Fréttir

Hrekkur á Kim Jong-Un

Golfbíll fer kvartmílu á 12 sek

Norðmenn óttast hryðjuverkaárás