Mánudagur
Á mánudaginn þá var Gyða með kynningu í Nearpod. Hún var með kynningu um stjörnufræði. Þegar kynningin var búin þá fórum við í forrit sem við sáum stjörnumerkin og pláneturnar og það var mjög flott
Þriðjudagur
Á þriðjudaginn þá fengum við matsblað um Power Point sýninguna sem við erum að gera. Við áttum að kynna Power Point fyrir foreldrunum okkar. En í seinni tíman þá vorum við að vinna í Power Point sem við áttum að kynna á nánudaginn.
Fimmtudagur
Á fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri að vinna í Power Point. Ég er að fjalla um Júpíter. Þegar tíminn var alveg að verða búin þá spurði hún einhverja sem vildu kynna á mánudaginn og ég bauð mig fram.
Júpíter
Júpíter er oft mest áberandi reikistjarna himinsins og hefur þekkst alla tíð . Rómverjar nefndu reikistjörnuna eftir höfuðguði sínum Júpíter og er nafngiftin vel við hæfi. Júpíter var einnig þekktur sem Jove en Grikkir nefndu hann Seif. Seifur var yngsti sonur Krónosar (Satúrnusar) og Reu og komst til valda eftir að hafa steypt föður sínum af stóli. Seifur var eftir það konungur guðanna, hæstráðandi á Ólympustindi og réði þar yfir himnunum og eldingum. Tákn Júpíters er enda stílfærð elding guðsins.
Heimild: http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/jupiter
Fréttir
Apple fer af rússneskum markað
Gunnar Nelson beðinn um að vera í horninu
Ætla að hreina svæðið frá hryðjuverkum
Mánudagur
Á mánudaginn þá var Gyða veik svo við fengum að fara í frjálst í ipod.
Þriðjudagur
á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var að vinna með Nóa. Við gerðum 2 stöðvar sem voru frekar langar. Á fyrstu stöðinni þá vorum við að teikna geimverur og gera vistkerfi. Ég gerði fjórar geimverur, tvær sem eru frumframleiðendur og tvær sem eru neytendur. Geimverurnar mínar hétu Shiiica, Bláhringur, Zimm -Zamm og Grænihaus. Við áttum að segja hvernig þær lifa og hvað þær borða o.s.frv. Á annari stöðinni okkar þá vorum við að vinna með Kristni. Við töluðum um hvað okkur fannst besta vísindalega myndin og hvað okkur fannst versta. Við vorum sammála um að Avatar væri besta vísindalega myndin og Star Trek væri versta.
Fimmtudagur
Á fimmtudaginn þá vorum við bara að vinna í Power Point kynningunni okkar.
Fréttir
Þrjátíu jólagjafir sem kosta minna en 1000 kall
9 sportbílum stolið frá James Bond upptökum
Enginn á einkarétt á Helicopter
Mánudagur
Á mánudaginn þá var ég veikur svo ég var ekki.
Þriðjudagur
Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Ég var að vinna með Nóa. Við náðum að gera þrjár stöðvar. Á fyrstu stöðinni þá vorum við að skoða fréttir og segja svolítið um fréttina. Við tókum sömu frétt sem var um Íslending sem var að rannsaka Miklahvell. Á annari stöðinni þá gerðum við sitthvort verkefnið. Ég gerði um tölulegar staðreyndir í geimnum og Nói um lífskeið stjarna. Á þriðju stöðinni vorum við í orð af orði. Við vorum að vinna með Sölva, Kristni og Mathias. Okkur gekk alveg ágætlega enda náðum við að klára.
Fimmtudagur
Á fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri að gera Power Point um plánetur sem við völdum. Ég er að gera um Júpíter og það gekk alveg ágætlega í þessum tíma að skrifa um hana enda erum við með svo góða síðu sem heitir Stjörnufræðivefurinn.
Fréttir
Ráðist á unga konu á Selfossi
Playstation 20 ára
Stýrishjól skynjar áfengi
Nýlegar athugasemdir