FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Flúðasvepppir

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 10:49 e.h. maí 18, 2015

12.maí 2015

Við bekkurinn fórum saman í kynningarferð um Flúðasveppi. Eiríkur Ágústsson tók á móti okkur og fræddi okkur um Flúðasveppi og ég skal útskýra það sem hann útskýrði fyrir okkur 9.b

 

  • Árið 1984 voru Flúðasveppir stofnaðir af manni sem hét Ragnar Kristinsson og hann var 20 ára þegar hann byrjaði. Hann byrjaði bara með 2-3 litla klefa til að rækta sveppina. Hann ætlaði að rækta 500 kíló af sveppum á viku. En núna er ræktað 11 tonn á viku. Eigandi Flúðasveppa núna heitir Georg Óttarsson. Þetta er einn af stærri vinnustöðum í uppsveitunum og er með 16- 18 erlent sstafsfólk. Það er heill gámur af hænsaskít á viku og 4000 rúllur á ári sem þeir nota til að næra sveppina. Það tekur rúmlega hálfan mánuð að búa til massa. Massin er geymdur í viku í klefa, síðan er dregið hann, tætt hann og síðan er hann geymdur í öðrum klefa í hálfan mánuð, Þegar það er búið þá er massin tilbúinn. Þeir þurfa sérstaka sveppagró fyrir þeirra tegund af sveppum. Sveppirnir nærast á einhverju rotnu. Þeir búa til eitthvað sem rotnar með því að sprauta 80° vatni á hey og það er ammoníakslykt af því. Það er svo rúllað og látið það rotna. Þegar þeir setja sveppagróina þá þarf allt að vera hreint. Það er mold ofan á massanum svo að þræðirnir komist í gegn. Rotnaða heyið er geymt í hrúgum og það gufar upp úr hrúgunum, það er líka göt undir hrúgunum svo að bakteríurnar fái súrefni. Við fórum inn í klefa sem að þetta var allt í. Það var sterk lykt þar en hún vandist.
  • Það fer einn flutningabíll á hverjum degi til að dreifa sveppunum um allt land. Það fer mikið af sveppum á pizzastaði. Það er týnt 5 tonn í fyrstu uppskeru annars er týnt smá í einu. Það er aðallega týnt á þriðjudögum og sunnudögum. Það eru 6 klefar til að geyma sveppina. Það eru sveppir út um allt í kringum okkur og þurfa vatn. Það eru 52 uppskerur á ári og ótýndir sveppir eru flokkaðir sem litlir eftir tvo daga.

Vika 3 Hlekkur 7

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 7:38 e.h. maí 1, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að ræða um flokkun lífvera. Við vorum aðeins að rifja upp Protista eða frumverur. Þær eru skilgreindar þannig að þær séu flestar einfruma lífverur með frumukjarna, en stundum mynda þær sambýli og sumar eru fjölfrumungar. Gyða sagði okkur líka að við myndum vera ein í Nearpod kynningu á þriðjudaginn og svara síðan spurningum.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var Nearpod kynning. Gyða var ekki en Jóhanna var að kíkja á okkur og sjá hvernig okkur gekk. Mér gekk vel held ég ásamt öllum hinum. Þetta tók ekki langan tíma. Þetta voru nokkrar glærur, spurningar, myndbönd og síðan var einu sinni sem við áttu að teikna inn á mynd. Þegar maður var búinn þá mátti maður fara í frjálst.

 

Fimmtudagur

Á mándaginn þá var frekar rólegur tími.við fengum að vita hvernig okkur gekk í Nearpod og öllum gekk ágætlega held ég. Við vorum að tala um að við myndum bráðlega skoða lífverur í smásjá svo að Gyða sendi okkur í lok tímans með krukku og við áttum að fara og taka smá vatn með jarðvegi, steinum og smá þara. Ég og Nói fórum saman og við fórum niður hjá sundlauginni til að ná í vatn.

 

Fréttir

Sýking á tveimur deildum

Herjólfur til landeyjarhafnar