FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 5 Hlekkur 1,

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:21 f.h. september 28, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn var ég og Mathias að halda áfram í kynningunni okkar um náttúruvernd. Ég var að skrifa inn á glærurnar okkar og Mathias fór að semja awesome rapp. Við gerðum ekkert meira en það í tímanum.

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn fór allur okkar tími í að gera Emaze kynningunna okkar.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að kynna kynningunna okkar. Kynninginn okkar gekk vel en mér gekk ekki vel því að ég skildi ekki hvað Mathias var að segja því að hann var búin að leggja þetta allt á minnið. En þetta kláraðist að lokum og ég var frekar ánægður en þá þurftum við að gera rappið og það fór illa því að allir voru að hlægja og þá fórum við að hlægja.

Fréttir

Justin Bieber hent út úr Playboy höllinni

Reynir aftur við Everest

Lét sig hverfa í 31 ár

Vika 4 Hlekkur 1

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 6:55 e.h. september 23, 2015

Mánudagur

Ámánudaginn töluðum við um Global warming. Síðan hlustuðum við á lag um jörðina og gerðum krossglímu úr orðunum sem við heyrðum úr laginu.Síðan skoðuðum við hvernig borgir gætu sparað milljarða á því að halda grænu umhverfi. Síðan horfðum við á myndband sem útskýrði hvernig veðrið verður árið 2050 og það kom í ljós að það verður hlýrra, eða allavega er því spáð.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við að byrja í kynningum um hugtök sem eru á veggnum í náttúrufræðistofunni. Ég var dreginn í hóp með Mathias Braga með forriti sem er í tölvunni hjá Gyðu. Ég og Mathias völdum að gera kynningu um náttúruvernd og ákváðum að gera það í Emaze. Þetta byrjaði erfiðlega enda getur hugtakið náttúruvernd staðið yfir mörgum hlutum.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn fór allur tíminn okkar í að gera Emaze kynninguna um náttúruvernd með Mathias Braga.

Vika 3 Hlekkur 1

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:31 f.h. september 14, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við á ræða um skóga á Íslandi. Við ræddum líka um að hafið er með stærsta vistkerfið og hvað náttúran væri í hættu. Þetta er það mesta sem ég man af mánudeginum.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Ég fór fyrstu stöðina með Sölva og hún var þannig að við áttum að reikna hvað það væru mörg laufblöð á einu tré. Það tók sinn tíma enn við komumst að niðurstöðu. Síðan skoðaði ég vara frumur í laufblaði. Síðan fór ég í orð af orði en ég náði ekki að klára það.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri. Gyða var ekki í tímanum svo að Jóhanna var með okkur. Við áttum að velja um hvaða vistkerfi við myndum skrifa um. Ég skrifaði um vistkerfi kolefnis. Ég notaði allan tímann og skrifaði mikið um það. Síðan setti ég þetta í pdf skjal og inn á verkefnabanka.

Danmerkurferð

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:30 f.h. september 7, 2015

Ég fór til Danmerku með bekknum mínum og ætla að segja allt sem ég sá um gróðurinn og dýralífið þar

 

Í Danmörku var mikill gróður og dýralíf. Það voru líka mörg og flott tré. Ég fann sérstaklega fyrir frjókornunum þegar það var sól því að ég er með ofnæmi fyrir þeim. Þetta var mjög skemmtinlegt því að löndin eru svo ólík eins og t.d. þar eru maurar. stórir sniglar, allskonar fuglar sem eru ekki á Íslandi, birnir og margt fleira. Við fórum líka í dýragarðinn sem var áhugaverður og skemmtinlegur. Það voru mörg dýr sem voru þarna eins og fílar, gíraffar, ljón og nashyrningar og mörg fleiri dýr. Síðan voru firðildi sem voru miklu stærri og flottari en firðildin á Íslandi. Fuglarnir voru líka áhugaverðir. Eins og á Strikinu var allt út í dúfum. Það var bara svo margt þarna sem ekki er á Íslandi

Ferðin var mjög skemmtinleg og áhugaverð og ég er glaður að ég gat séð þetta allt.