FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 3 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:42 f.h. október 26, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að læra um arfhreinn og arfhblendinn. Í byrjun tímans þá fjallaði Gyða aðeins um arfblendinn og arfhreinn. Við tókum stutta könnun um það. Mér gekk alveg ágætlega en náði ekki alveg að svara öllum spurningum. Við skoðuðum líka aðeins punnet square sem er eins og kassi en hjálpar samt að flokka t.d. hvort hundur er doppóttur eða ekki. Við fórum líka aðeins í svipgerð og arfgerð og ríkjandi og víkjandi. Svipgerð er t.d. hár, frænn, gulur o.sv.fr. Arfgerð er t.d hh, HH, Hh, hH. Ríkjandi og víkjandi er þetta sem ég var að gera með h-in. Ef það er t.d. hH þá er stóra h-ið ríkjandi, Ef það er hh er ekkert ríkjandi bara víkjandi.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var að vinna með Nóa alla stöðvavinnunna á þriðjudaginn. Gyða byrjaði á því að útskýra stöðvarnar og síðan byrjuðum við. Ég og Nói fórum fyrst á stöð sem var með Lifandi Vísindi og við lásum og áttum að segja frá því sem við lásum. Textinn var um hvernig DNA getur hjálpað lögreglum að ná glæpamönnum. Það virkar þannig að það er forrit sem greinir DNA-ið og mótar næstum því nákvæma þrívíddarmynd af glæpamanninum. Eftir það fórum við á stöð sem við vorum að leika okkur með arblendinn, arfhreinn, svipgerð og arfgerð. Við vorum með spjöld með hugtökum og við áttum að segja frá því eina spjaldi t.d. ef ég drægi Hh þá væri það ríkjandi arfblendinn arfgerðin Hh o.sv.fr. Og eftir það fórum við á stöð sem við áttum að finna hvernig hvolpur yrði ef foreldrarnir hans væru með mismunandi gen. Okkur gekk mjög vel og við skildum þetta báðir og í endann á stöðinni áttum við að teikna mynd hvernig hvolpurinn yrði og það voru alveg hræðilegar myndir.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að horfa á myndbönd í tölvuveri inn á khanacademy.org og voru að horfa á myndbönd um punnet square. Gyða var ekki en ég lærði samt aðlveg heilmikið að þessum myndböndum af því að maðurinn útskýrði þetta svo vel og teiknaði allt upp.

Fréttir

Cameron notar Íslandferðina

Ed Sheeran var kynnir fyrir MTV og var ölvaður á sviðinu

Vika 2 Hlekkur 2

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:19 f.h. október 19, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn var ég hjá tannlækni svo ég komst ekki í tíma

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við að búa til kynningar um frumur fyrir 8 og 7 bekk. Ég var í hóp með Halldóri Fjalar, Heiðari og Hannesi. Við bjuggum til Kahoot kynningu um frumur. Við gerðum í kringum 8-10 spurningar. Okkur gekk vel með spurningarnar og náðum að klára kynningunna.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri. Við horfðum bara á myndbönd um allskonar erfðir og þannig. En ég lærði samt mikið að þessu þótt að ég hafi ekki tekið upp neinar bækur.

 

Fréttir

Verstu vallarstarfsmenn í heimi

Flóð í Filippseyjum

BMW verksmiðja knúin kúaskít

Vika 1 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:36 f.h. október 12, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá fórum við í hlekk tvö. Við erum að fara að læra í erfðafræði. Í tímanum var Gyða með glærukynningu um frumur. Þessi kynning var bara upprifjun úr 8. bekk. Gyða fór hratt í gegn af því að hún var þreytt en ég skildi þetta samt. Hún fjallaði um t.d. dýrafrumur, stofnfrumur o.sv.f. Ég glósaði það mikilvæga á glærurnar fyrir hliðina á glærunum.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Ég vann með Mathias Braga og Nóa. Fyrsta stöðin var þannig að við vorum að lesa okkur til um fjölgun fruma og síðan teiknuðum við ferlið á vinnublöðin okkar. Önnur stöðin var þannig að við vorum að lesa í lesskilning og svara síðan spurningum. Lesskilningurinn var um DNA hjá tvíburum. Og að lokum var þriðja stöðin þannig að við áttum að finna hvað við erum með margar frumur í líkamanum okkar. Ég fann hvað ég er með margar frumur í mínum líkama og þær voru nokkuð margar. Við fundum líka út að við erum aldrei með jafn margar frumur í líkamanum okkar á hverjum degi af því að þegar við þyngjumst þá fjölgar frumum og þegar við léttumst þá fækka þeim.

 

Stöðvavinna  upprifjun frumulíffræði
 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var könnun en ég var veikur svo að ég tók hana ekki.

 

Fréttir

Loka skólum í Svíðþjóð vegna hótana

Íslendingar gripnir í fíkniefnaefnarassíu á Spáni

Alfreð fær hótanir á Twitter

 

Vika 6 Hlekkur 1

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:34 f.h. október 5, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að skoða og fjalla um tunglmyrkvann. Hún Gyða hvatti okkur til að fara út að skoða hann en ég nennti því ekki og greinilega var svolítið skýjað hér í uppsveitunum. Síðan skoðuðum við myndir og myndbönd af tunglmyrkvanum og þær voru mjög fallegar. Síðan fórum við í hefti sem heitir CO2 og ég var í hópi með Mathias Braga, Orra og Sölva. Við fórum í svolítinn hring eins og Sölvi átti að lesa texta úr bókinni, Mathias átti að búa til spurningu, ég átti að svara spurningunni og Orri átti að færa rök í textanum.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var ekki tími því að það voru foreldaviðtöl í skólanum.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var ég ekki í tíma því að ég var í aðgerð á tönninni minni.

 

Fréttir

Milljarðamæringur keyrði á áhorfendur

Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu

Læknum tókst að festa höfuð lítils drengs aftur við líkama hans eftir slys