FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 4 Hlekkur 3

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:40 f.h. desember 14, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um jónir og sýrustig. Fyrirlesturinn var svolítið erfiður að skilja  en ég skildi fyrirlesturinn vel. Hún sagði okkur líka að við værum að fara að gera tilraun uppúr því sem hún var með fyrirlesturinn um. Síðan skoðuðum við fréttir restina af tímanum.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var tilraun uppúr því sem við vorum að læra á mánudeginum. Gyða byrjaði tíman með smá kynningu. Það var valið í hópa þannig  að þeir sem sátu sama á borði. Ég sat með Nóa og Orra á borði og við vorum þá saman í hóp í tilrauninni. Við fengum tilraunarglös og sýrustigsstrimla til að mæla 5 mismunandi efni. Efnin voru eymað vatn, edik, appelsínusafi, stífluhreinsir og uppþvottalögur. Við vorum síðan líka með rauðkálssafa til að blanda við efnin. Við settum öll efnin í tilraunarglösin og blönduðum síðan rauðkálssafa við og þá komu mismunandi litir í glösin.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við í skýrslugerð uppúr tilrauninni. Við fengum allan tímann í að gera skýrslu og okkur gekk alveg ágætlega. Ég gerði fræðilegan inngang, Orri gerði efni og áhöld og heimildir og Nói gerði niðurstöður. Við náðum ekki að klára skýrslunna svo að við gerðum okkar hluta heima hjá okkur og við náðum að klára og mér fannst skýrslan okkar koma vel út.

Fréttir

Líffæragjafir á Tinder

Konur í fyrsta sinn kjörnar í Saudi-Arabíu

Þetta er það sem vín, sykur og mjólkurvörur gera við andlitið þitt