FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vísindavaka 2016-Kertavegasalt

Filed under: Hlekkur 4 — 00halldor @ 11:38 f.h. janúar 25, 2016

Vísindavaka-Kertavegasalt

Í síðustu viku var vísindavaka í Flúðaskóla. Ég var í hóp með Mathias Braga, Kristni, Nóa og Sölva. Við vorum fimm manna hópur enda áttu allir í hópnum að hafa hlutverk. Því miður var ég veikur þegar við vorum að taka upp en ég gerði tilraunina heima og hún gekk jafnvel og tilrauninn hjá strákunum. Mér fannst tilraunin hjá Evu, Þórný og Heklu og tilraunin þeirra er hér. Þær voru með borðtenniskúlutilraun sem þær settu borðtenniskúlu í plastmál, létu það detta á jörðina og þá skoppar kúlan mjög hátt. Mér fannst líka tilraunin hjá Sunnevu, Birgit, Siggu Láru og þær gerðu DIY Hologram og hana getur þú séð hér.

Efni og áhöld

Glös, töng, pappír, málband, skurðarbretti, hnífur, stórt kerti, stór nagli, eldspýtustokkur og eldspýtur og gashella.

 

Framkvæmd

Ég mæli kertið til að finna miðjunna, hitaði nagla á gashellunni til að bræða naglann í gegnum miðju kertsins. Þegar ég var búinn að því þá skar ég annann endan af kertinu til að hafa þræði báðu megin. Síðan lagði ég kertið ofan á glösin og setti skurðarbrettið undir svo að vaxið færi ekki á borðið. Síðan tók ég eldspýtu og kveikti báðu megin. Það tók smá tíma til að vega salt en að lokum byrjaði það að gerast.

Af hverju gerist þetta?

Það sem gerðist var það að vaxið á endanum á kertinu brann og þá minnkaði massinn hinu megin á kertinu og það byrjaði að endurtaka sig og fór þá kertið að vega salt.

 

Fréttir

Ferðamaður brenndist á fæti

Mikið óveður á austurströnd Bandaríkjanna

Skóli lokaður vegna hótana frá 15 ára stúlku

Pandóra

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 7:41 f.h. janúar 19, 2016

Avatar

Avatar er mynd frá árinu 2009 og var hún leikstýrð af James Cameron. Avatar gerist í framtíðinni á tunglinu Pandóru. Við áttum að taka eftir umhverfi myndarinnar og skrifa svo þetta blogg um hana. Þetta er fyrsta Avatar myndin og það eiga að koma fjórar myndir í viðbót. Myndin er mjög flott og vel gerð og það fór mikið í hana eins og þau fundu sitt eigið mál, menningu og náttúruna og hvernig hún virkar. Það voru margir vísindarmenn búnir að vinna í myndinni í nokkur ár. James Cameron skrifaði handritið 1995. Myndin er um landgönguliða sem heitir Jake Sully og hann er settur í gervi til að finna hætti Na´vi búa

Pandóra

Panóra er fimmta tunglið af gasrisanum Polyphemus sem hefur 13 tungl alls. Pandóra er næstum eins stór og jörðin. Andrúmsloft Pandóru er blanda af nitrogen, O2, kolefni, dioxíð, xenon, metani og vetnissúlfíð og er andrúmsloftið á Pandóru um 20% þéttara andrúmsloft vegna hátt hlutfalls af xenon sem er þungt, litalaust, lyktalaust og almennt hvarfast göfugt gas. Hár styrkur koltvíoxíð í andrúmsloftinu er eitrað mönnum og gerir mennina meðvitundalausa eftir 20 sek og dauða eftir 4 min. Mennirnir þurfa sérhæfðar öndurnargrímur til að geta andað á tunglinu. Brennisteinsvetni á Pandóru er líka mjög eitruð, þéttni yfir 1000 ppm eða 0,1% getur valdið tapi á súrefni og jafnvel dauða eftir einum andardrætti. Á Pandóru er umhverfi svipað og á jörðunni en samt ekki alveg eins. Á Pandóru er mikið af trjám og plöntum, mikið af fjöllum, vatni og  vötnum og fossum. Á Pandóru er guð eitthvað yfirnáttúrulegt sem kallast Eywa og hún sér um jafnvægi í náttúrunni. Ef dýr deyr fer sálin til Eywu. Á Pandóru er mikið af dýrumen eru ekki svo lík þeim sem eru á jörðu. Dýr á Pandóru hafa sex lappir og sum þeirra eru mjög árásargjörn.

 

Na´vi

Na´vi er tegund geimvera sem eru frumbyggjar á tunglinu Pandóru. Meðalhæð Na´vi karlmanna er 3 metrar á hæð og meðalhæð Na´vi kvenmanna er 2.8 metrar á hæð en stærsti Na´vi sem hefur mælst er 3,9 metrar á hæð. Húðlitur Na´vi blár með dökkum röndum. Þeir hafa bara fjóra fingur og veiða sér til matar með hnífum og bogum. Na´vi búar hafa gul augu og hár sem getur tengst náttúrunni og Eywu, það kallast Tsaheylu. Bogarnir og örvarnar sem Na´vi nota eru eitraðir og ef þú færð ör í þig, þá deyrðu innan við mínótu.

 

 

Tsahaylu

 

Heimildi; http://james-camerons-avatar.wikia.com

Myndaheimild; http://james-camerons-avatar.wikia.com