FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 2 Hlekkur 5

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:48 f.h. febrúar 8, 2016

Mánudagur

Á mánudaginn var Nearpod kynning um eðlisfræði rafmagns. Í byrjun tímans þá horfðum við á myndband um mann sem var að fara niður fjall á hjóli og gera alls konar trick og þannig. Hún Gyða var með Nearpod kynningu um rafmagn og á milli glæra þá komu spurningar. Þegar kynningin var búin þá fór Gyða aðeins að ræða um orðið -raf og hvaða það kom o.sv.fr. Hún ræddi líka um lögmál Ohm’s.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Við byrjuðum á því að dansa Pop See Koo og það var stemming í stofunni þá. Á miðvikudaginn var stöðvavinna og ég vann mest allt með Nóa.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Heimild: Náttúrfræðisíðan

Stöð 1. Sjálfspróf 1.1

Á þessari stöð þá var sjálfspróf og ég vann það með Nóa og okkur gekk alveg ágætlega.

1. Nifteind, róteind og rafeind.

2.  A. Verður hluturinn neikvætt hlaðinn

B. Verður hluturinn jákætt hlaðinn

3. Af því að það eru jafn margar rafeindir og róteindir

4. A. Þau fara í burtu frá hvor öðru.

B. Þá fara þau saman

5. Inn í bíl eða á láglendi.

6. Vatn leiðir rafmagn.

7. Koparþráður utan ðá byggingunni og hann tengist koparplötu sem er grafin í jörðu.

8. Maður skapar núning eða hreyfir bara frumeindina og það kallast stöðurafnmagn.

9. Neðra þrumuskýið er neikvætt hlaðið en efra skýið er jákvætt hlaðið. Eldingin verður til þegar mismunandi hleðslur leitast við það að jafna hver aðra út.

10. Hleypir stöðurafnmagni af stað.

Stöð 12. Rafmagnsleikur

Á þessari stöð þá var ég að vinna með Nóa. Við vorum að leika okkur að mæla rafmagn í hlutum og vorum að læra hvernig orku hlutirnir nota. Leikurinn var dálítið auðveldur en skemmtilegur.

7. Lögmál Ohm’s

V= Spenna, I= Straumur, R= Viðnám. V= I x R. Því meira viðnám þá verða minni straumar. Ég notaði kallanna með bakpokanna til þessa að hjálpa mér að skilja.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var ekki skóli af því að það var spáð stormi á á öllu landinu.

 

Fréttir

Stefnir á Mars innan tíu ára

Ég er því miður ekki með fleiri fréttir í dag :(

 

Engar athugasemdir »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS straumur fyrir athugasemdir við þessa færslu. TrackBack URL

Skilja eftir athugasemd