FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 7 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 1:37 e.h. október 15, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá skipti Gyða okkur niður í tvo og tvo til að taka prófið aftur. Við áttum að gera það því að fyrri einkunnirnar voru svo lélegar að besta einkunnin var 7,8. Ég var með Filip í hóp að taka prófið. Þetta voru nokkrar spurningar en í þetta skipti mátti maður nota glósurnar líka en í fyrri prófinu mátti maður bara nota hugtakakortið. Okkur gekk alveg ágætlega í prófinu.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá vorum við eiginlega allan tímann í tölvuveri að skrifa ritgerðina. En ég man ekkert mikið meira.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við líka í tölvuveri að gera ritgerðina.

Vika 6 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 12:50 e.h. október 8, 2014

Bárðabunga

 

Bárðabunga er virk eldstöð í Vatnajökli. Hún er víðáttumesta eldstöð landsins og er í kringum 200 km löng og 25 km breið. Eldstöðin er öll þakin ís og þá kemur mikil jökulfyllt aska. Hæsti  bletturinn á Bárðabungu er 2009 metra hár og er allt að næsthæsta fjall landsins. Askan sem kemur úr Bárðabungu er í kringum 70 ferkílómetra og 10 km breið og 700 metra djúp. Mikið af jarðskjálftum er búið að koma. Stærstu eldgosin sem eru búin að koma er þannig að kvikan hleypur suðvesturs. Áður en það kom gos í jöklinum þá náði gosið ekki að bræða ísinn 29.ágúst þess vegna kom lítið gos í Holuhrauni sem var bara í nokkra klukkutíma.

 

Heimild

http://eldgos.is/bar%C3%B0arbunga/

Vika 5 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 1:33 e.h. október 1, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá héldum við áfram í dýrafræðinni. Við horfðum á glærur um orma sem var áhugaverð. Við vorum að skrifa mikið á hugtakakortið sérstaklega um orma t.d. liðormar, þráðormar og flatormar. þegar við vorum búin að glósa mikið þá skoðuðum við blogg og fréttir eins og um fílaveikina og trúðfiska o.s.fr.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Gyða sagði að við máttum vinna saman en það mátti líka vinna einn. Ég vann með Nóa og við náðum eitthvað í kringum 3-4 stöðvum. Á einni stöðinni þá vorum við að svara spurningum um orma. Síðan þá fórum við niður og hlustuðum á orminn. Ég heyri í honum og hljóðið var eins og hann væri aðm bursta eitthvað. Síðan eftir það þá skoðuðum við magfætlu og hún var frekar flott. Síðan þá skoðuðum við orm og vorum að reyna að sjá burstana en ég sá ekkert.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri að skrifa ritgerð.

Vika 3 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 1:20 e.h. september 17, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn ætlaði Gyða að halda kynningu í nearpod en netið var svo hægt að við gátum það ekki. Við kynntum líka plakötin sem við vorum búin að vinna í. Ég var í hóp með Gumma og Nóa og við vorum með sæotur. Kynningin okkar fór mjög vel . Í lokin þá vorum við að skoða fréttir t.d. loftsteinn lenti við stórborg.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Gyða var frekar fljót að koma okkur af stað svo að við hefðum meiri tíma.

 1. Hugtök og hugtakavinna.Hvers vegna eru kórallar ekki plöntur?  Frumbjarga og ófrumbjarga.
 2. Lifandi vísindi.  Dýr sem laumast Nr3/2013 og Allt fyrir börnin Nr9/2014  Tölva í boði fyrir fróðleiksfúsa.
 3. Verkefni.  Spurningar og svör.  6-2
 4. Teikna upp marglyttu og merkja við helstu einkenni í útliti.  skoða 
 5. Smásjá. Tilbúið sýni – bikarsvampur og armslanga. Teikna upp, athuga hlutföll.
 6. Bók.  Dýrin bls. 528-532.  Hvað eru Njarðarvettir? Hvað greinir sæfífla frá öðrum kóraldýrum?  Eitthvað fleira forvitnilegt?
 7. Lesskilningsbók – verkefni um útbreiðslu.
 8. Tölva.  Great Barrier Reef
 9. Lífið.  Hydra – armslanga bls. 30
 10. Umræða.  Hvað ógnar kóralrifjum?  Ert þú ábyrgur?
 11. Tölva.  Leikur einn….. og vistkerfi kóralrifja!
 12. Orð af orði.
 13. Bók – enska.  Inquiry into life bls. 629.  Simple sponge anatomy.

Ég vann Með Nóa og við fórum bara á tvær stöðvar. Fyrsta stöðin sem við fórum á var nr.4. Þar áttum við að teikna marglittu og merkja við líkamsparta og innefli. Önnur stöðin þá vorum við að lesa Allt fyrir börnin í lifandi vísindi. Við tókum háhyrninga. Þeir geta slökkt á öðru hvoru heilahvelinu meðan þeir fylgjast með barninu sínu.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við að vinna í hugtakakortum í Xmind og senda það á Gyðu í pdf skjali. Við vorum að gera hugtakakort fyrir ritgerð sem við erum að fara að gera. Ég ætla að skrifa um haförn því að mér finnst hann svo flottur. Það var ekkert mikið meira sem við vorum síðan að gera.

 

Fréttir

Matartegundir með földum sykri

99.9% líkur á öðru eldgosi

Grunaður um njósnir

 

Vika 2 Hlekkur 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 1:18 e.h. september 3, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá var ekki skóli því að það var kennaraþing.

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var útiverkefni en ég var veikur svo að ég var ekki.

 

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að gera hugtakakort um dýr. Við vorum líka að velja okkur dýr til að skrifa ritgerð um. Dýrið sem ég valdi mér var lemúr.

 

Fréttir

Merkilegt kort af dyngjujökul

13 skjálftar

Frétt úr gosinu

Hætta á gosi undir jökli minnkar ekki

Holuhraun

,,Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu.  Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun.“ Heimildir fékk ég úr fréttum hér fyrir ofan.

 

Hlekkur 1 Vika 1

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 10:57 f.h. ágúst 28, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við í dýrafræði. Við vorum að fjalla um allskonar dýr eins og liger. Liger er afkvæmi ljóns og tígurs (liger getur ekki eignast afkvæmi). Gyða gaf okkur blað með upprifjun ég gat ekki mikið því að  man varla eitthvað. Síðan gaf hún okkur hugtakakort og áætlun. Hún sýndi okkur líka mynd með fullt af dýraaugum og við áttum að giska hvaða dýr það væri. Við fórum líka yfir dýr í útrímingarhættu. Eftir það var ekkert mikið meira en spjall.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn áttum við að fara út en það var svo leiðinlegt veður svo við fórum að gera plaköt um dýr í útrímingarhættu. Gyða setti okkur í hópa með því að láta okkur draga spil þeir sem voru með sömu töluna voru saman í hóp . Ég lenti í hóp með Gumma og Nóa. Við fengum tölvu og ipad til að leita að einhverju dýri í útrímingarhættu. Vuið fundum síðan dýrið sem við ætluðum að skrifa um og það var sæotur. Sæotrar eru á Norður-Kyrrahafi borða allskonar eins og krabba og smokkfisk. Þegar tíminn var að verða búinn þá kláruðum við og fórum.

 

Fimmtudagursæotur

Á fimmtudaginn þá var Gyða veik svo við fórum niður í tölvuver að blogga.

 

Vika 8

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 3:03 e.h. október 23, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn þá fórum við betur yfir hugtakakort og kíktum og beturbættum blogg hjá sumum eins og hjá mér, ég skrifaði óvart vika 6 í staðinn fyrir 7.  Síðan sömdum við spurningar fyrir könnun. Við ætluðum líka í frumualíans en því var frest man ekki alveg af hverju.

 

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá átti maður að skrifa skýrslu um smásjárverkefnið enn ég var ekki í skólanum.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá skoðuðum við blogg hjá bekkjarfélögum. Síðan fórum við loksins í könnunina og þar var spurningin mín og margar aðrar. Svo fórum við loksins í frumualíans og ég var með Herði, Matta, Nóa og Kristni.

Vika 7

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 2:55 e.h. október 16, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn fórum við yfir glærur og skoðuðum allar frumur t.d. frumuhimna og litningar og fleira. Við erum þá bráðum að fara að hætta í frumum. Við skoðuðum stuttmynd um dýra og plöntufrumur eins og að grænukorn eru bara í plöntufrumum.

 

Fimmtudagur

 

á fimmtudegi vorum við að skoða spurningar og svara þeim. Það mátti vera í hópum og ég var Kristni og Nóa. Í verkefninu áttum við að svara spurningum um frumuna og síðan gera í eyðufyllingar og eyða sem við gátum ekki.

 

Föstudagur

 

Á föstudegi vorum við að vinna með smásjár. Við lærðum á ljóssmásjár og hvernig við áttum að stilla þær og setja þær í fókus og fleira. Við skoðuðum glanspappír úr lifandi vísindum og það var svo þykkt og fast saman. Síðan skoðaði ég venjulegan pappír og hann var allur í sundur og skrýtin. Síðan á meðan hinir voru að skoða þá skrifaði smá um það sem ég set síðan í skýrslu sem við vorum að gera. Svo fórum við að skoða nautasæði og frumurnar í því. Allar frumurnar voru á hreyfingu og og ég skrifaði svolítið um það.smasja1

Frumuhimna

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 2:47 e.h. október 9, 2013

Frumuhimnan lykur um frumuna og hlutverk hennar er að tempra för efna inn og út úr frumunni. Talað er um að frumuhimnan sé valgegndræp, það er hún velur þau efni sem komast inn og út úr frumunni. Sum efnasambönd komast í gegnum himnuna með einföldu flæði eða osmósu, en önnur komast í gegn á virkan hátt með aðstoð sérvirks búnaðar í frumuhimnunni sjálfri. Slíkur flutningur krefst utanaðkomandi orku.  Frumuhimnan er tvöföld himna úr stórsameindum  próteins og fosfólípíða, um það bil 7 nanómetrar að þykkt. Hjá einstaka frumugerðum myndar frumuhimnan frymisútskot sem nefnast örtotur í meltingarvegi, griplur og símar í taugafrumum og bifhár í þekjufrumum öndunarvegs.
Himnur sem eru utan um ýmis frumulíffæri í umfryminu eru sömu gerðar og frumuhimnan, saman nefnast þær frymishimnur.

Frumuhimna

 

Heimild fengin af sigurlaugarnarson.is

 

 

Heimild fengin af wikipedia

FRUMUR

Filed under: Hlekkur 1 — 00halldor @ 6:42 e.h. október 1, 2013

Mánudagur

Á mánudaginn þá byrjuðum við í frumulíffræði. Við skoðuðum glærur og gerðum hugtakakort. Síðan rifjuðum við upp hvað við vissum um frumur.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri að prófa nokkra leiki og skoða síðu um hvernig geimurinn er og hvernig maðurinn er innst inni alveg að smærstu verum.

Hérna er leikur 

Skoðið allt mögulegt í heiminum

 

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá vorum við í stöðvavinnu. Ég og Heiðar unnum saman og náðum tveimur stöðvum. Fyrst áttum við að segja hvað við vorum með mikið af frumum og hvað við værum með mikið af dauðum frumum. Síðan eftir hverja stöð þá áttum við að skrifa litla skýrslu um hvernig stöðin var. Hin stöðin var þannig að við áttum að skoða frumur úr dýrum og plöntum í smásjá.

Older Posts »