FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 5 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:41 f.h. nóvember 9, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá kláruðum við verkefnin sem við gerðum á miðvikudeginum í síðustu viku. Ég vann með Nóa í þetta sinn og við áttum að gera tvö verkefni en við náðum bara að gera eitt. Við fórum í verkefni sem við áttum að segja frá hvort spítali hafi skipt á krökkum. Við gerðum alveg svakalegar rannsóknir og notuðum Punnet square til að vita þetta, og það kom í ljós að spítalinn hafi í raun skipt á þeim. Þetta var erfitt en ég lærði mikið á þessu.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var Gyða með fyrirlestur um erfðatækni og ekki stöðvavinnu. Hún Gyða var með smá fyrirlestur um erfðabreytt dýr og matvæli, hún sagði líka frá göllum og kostum í sambandi við erfðabreyttum matvælum. Hún fór líka aðeins út í tvíbura, fréttir og myndbönd um tvíbura o.sv.fr. Hún sýndi okkur líka mjög sorglega frétt um antílópur sem eru að deyja út. Síðan fór hún að sýna okkur myndbönd um erfðabreyttann mat og dýr. Mér fannst tíminn líða frekar hratt en hann var samt mjög fróðlegur.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í Kahoot og það var mjög gaman. Ég stóð mig alveg ágætlega, að minsta kosti lendi ég ekki í síðasta sæti, yesssss. Og síðan skrifuðum við spurningar sem koma fram í prófinu og mínar spurnigar voru alveg ágætar, held ég.

 

 

Vika 4 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:15 f.h. nóvember 2, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá var Gyða með fyrirlestur um mannaerfðafræði. Og hún fjallaði aðallega um erfðir í blóði. Hún sýndi okkur líka frétt sem gerðist í Singapúr um það að spítali gerði mistök. Mistökin voru þau að faðirinn var ekki líffræðilegur að því að barnið var í blóðflokki B en faðirinn í blóðflokki A og móðirinn var í blóðflokki O. Ég man ekki mikið meira það sem við gerðum á mánudeginum.

 

Miðvikudagur

Á mánudaginn þá vorum við að vinna í blöðum. Á mánudaginn var Gyða ekki svo að við fórum að vinna í verkefnum um erfðafræði. Ég var með Sölva að vinna og okkur gekk vel. Fyrst ætluðum við að fara í verkefni semm var þannig að við áttum að svara spurningum en við vildum ekki gera það svo við fórum í verkefni til að búa til krakka. Þetta var mjög skemmtinglegt. Við vorum með tvær -eina krónur. Fyrst áttum við að kasta bara einni krónunni til að sjá hvor krakkinn yrði strákur eða stelpa. Síðan köstuðum við uppá allt til að sjá hvernig andlit krakkinn yrði með. minn var strákur en leit út eins og stelpa. Ég náði síðan ekki fleiri stöðvum.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við bara að spjalla og skoða blogg. Þetta var mjög chill og rólegur tími, sem mér finnst bara ágætt. Mig minnir að Gyða ætlaði að segja okkur eitthvað en hún nennti því ekki svo það var bara að skoða blogg og þannig og henni fannst bloggin flott.

 

Fréttir

Bætist við ísinn enn um sinn

Alvarlegt bílslys á Eskifirði

Áfengisneysla kvenna eykst

 

Vika 3 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:42 f.h. október 26, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að læra um arfhreinn og arfhblendinn. Í byrjun tímans þá fjallaði Gyða aðeins um arfblendinn og arfhreinn. Við tókum stutta könnun um það. Mér gekk alveg ágætlega en náði ekki alveg að svara öllum spurningum. Við skoðuðum líka aðeins punnet square sem er eins og kassi en hjálpar samt að flokka t.d. hvort hundur er doppóttur eða ekki. Við fórum líka aðeins í svipgerð og arfgerð og ríkjandi og víkjandi. Svipgerð er t.d. hár, frænn, gulur o.sv.fr. Arfgerð er t.d hh, HH, Hh, hH. Ríkjandi og víkjandi er þetta sem ég var að gera með h-in. Ef það er t.d. hH þá er stóra h-ið ríkjandi, Ef það er hh er ekkert ríkjandi bara víkjandi.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var að vinna með Nóa alla stöðvavinnunna á þriðjudaginn. Gyða byrjaði á því að útskýra stöðvarnar og síðan byrjuðum við. Ég og Nói fórum fyrst á stöð sem var með Lifandi Vísindi og við lásum og áttum að segja frá því sem við lásum. Textinn var um hvernig DNA getur hjálpað lögreglum að ná glæpamönnum. Það virkar þannig að það er forrit sem greinir DNA-ið og mótar næstum því nákvæma þrívíddarmynd af glæpamanninum. Eftir það fórum við á stöð sem við vorum að leika okkur með arblendinn, arfhreinn, svipgerð og arfgerð. Við vorum með spjöld með hugtökum og við áttum að segja frá því eina spjaldi t.d. ef ég drægi Hh þá væri það ríkjandi arfblendinn arfgerðin Hh o.sv.fr. Og eftir það fórum við á stöð sem við áttum að finna hvernig hvolpur yrði ef foreldrarnir hans væru með mismunandi gen. Okkur gekk mjög vel og við skildum þetta báðir og í endann á stöðinni áttum við að teikna mynd hvernig hvolpurinn yrði og það voru alveg hræðilegar myndir.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að horfa á myndbönd í tölvuveri inn á khanacademy.org og voru að horfa á myndbönd um punnet square. Gyða var ekki en ég lærði samt aðlveg heilmikið að þessum myndböndum af því að maðurinn útskýrði þetta svo vel og teiknaði allt upp.

Fréttir

Cameron notar Íslandferðina

Ed Sheeran var kynnir fyrir MTV og var ölvaður á sviðinu

Vika 1 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:36 f.h. október 12, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá fórum við í hlekk tvö. Við erum að fara að læra í erfðafræði. Í tímanum var Gyða með glærukynningu um frumur. Þessi kynning var bara upprifjun úr 8. bekk. Gyða fór hratt í gegn af því að hún var þreytt en ég skildi þetta samt. Hún fjallaði um t.d. dýrafrumur, stofnfrumur o.sv.f. Ég glósaði það mikilvæga á glærurnar fyrir hliðina á glærunum.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Ég vann með Mathias Braga og Nóa. Fyrsta stöðin var þannig að við vorum að lesa okkur til um fjölgun fruma og síðan teiknuðum við ferlið á vinnublöðin okkar. Önnur stöðin var þannig að við vorum að lesa í lesskilning og svara síðan spurningum. Lesskilningurinn var um DNA hjá tvíburum. Og að lokum var þriðja stöðin þannig að við áttum að finna hvað við erum með margar frumur í líkamanum okkar. Ég fann hvað ég er með margar frumur í mínum líkama og þær voru nokkuð margar. Við fundum líka út að við erum aldrei með jafn margar frumur í líkamanum okkar á hverjum degi af því að þegar við þyngjumst þá fjölgar frumum og þegar við léttumst þá fækka þeim.

 

Stöðvavinna  upprifjun frumulíffræði
 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var könnun en ég var veikur svo að ég tók hana ekki.

 

Fréttir

Loka skólum í Svíðþjóð vegna hótana

Íslendingar gripnir í fíkniefnaefnarassíu á Spáni

Alfreð fær hótanir á Twitter

 

Vika 4 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:23 e.h. nóvember 12, 2014

Mánudaginn

Á mánudaginn þá var vetrarfrí.

Þriðjudagur

Líka vetrarfrí.

Fimmtudagur

Á fimmtudagur þá vorum við í Kahoot. Kahoot er forrit í ipödunum sem Gyða býr til spurningar um eðlisfræði og við eigum að svara með tíma. Þetta var rosalega skemmtinlegt enda var engin blýantur sem við þurftum að taka upp. Tíminn var frekar fljótur að líða því að þetta var svo geðveikur tími.

Fréttir

Ronaldo neitar því að hafa uppnefnt Messi

Óhollasti hamborgari í heimi

Geimfar lendir á halastjörnu

Vika 3 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:59 e.h. nóvember 5, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá fengum við nýja glærupakka um lögmál Newton. Síðan vorum við að velta fyrir okkur hröðun eins og lokahröðun og upphafshröðun. Við horfðum á annað svona Eureka. Það var ekki mikið meira síðan í tímanum.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Við þurftum ekki að skila blöðum sem við gerum alltaf og mér fannst það fínt. Ég var eiginlega að vinna með Kristni og við vorum í phet. Við vorum að leika okkur að finna massa og newton o.s.fr. Við fórum síðan á stöð þar sem við áttum að finna hröðum á þremur boltum. okkur gekk ekki vel fyrst en síðan þá lagaðist það.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við að fá einkunnir úr ritgerðunum. Hún Gyða sendi okkur niður í tölvuver og það máttum við leika okkur í phet. Hún tók einn í einu til að gefa okkur einkunnir og fara yfir ritgerðina. Þegar ég fór þá var ég frekar stressaður en ég þurfti þess ekki því að ég fékk 9 og ég er ekkert smá sáttur.

 

Fréttir

Hrekkur á Kim Jong-Un

Golfbíll fer kvartmílu á 12 sek

Norðmenn óttast hryðjuverkaárás

 

 

 

 

 

 

 

Vika 2 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 3:39 e.h. október 29, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá fengum við nýjar glærur um massa-kraft-vinnu og afl. Við fórum aðeins yfir þær og síðan þá skoðuðum við krafta sem eru í fallhlífastökki. Við skoðuðum síðan nokkrar fréttir og það gerðist ekki mikið meira eða ég man það bara ekki.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var ekki stöðvavinna það var tilraun. Gyða skipti okkur í hópa og ég var í hóp með Kristni, Filip og Eydísi. Tilraunin var þannig að hópurinn þurfti að finna sér stiga og hlaupa upp hann. Við tókum stigan sem er úti við kennarainnganginn. Ég var sá sem hljóp og Kristinn tók tímann. Fyrst þá labbaði ég upp stigan síðan gerði ég það aftur. Þegar ég var búin að því þá átti ég að hlaupa upp stigan. Ég man bara fyrsta tímann og hann var 0,92 sek. Þegar ég var búinn að hlaupa upp stigan þá fórum við upp í stofu

Vika 1 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:42 e.h. október 22, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að byrja í nýjum hlekk. Við vorum að byrja í eðlisfræði. Við fengum glósur og nýtt hugtakakort sem var autt auðvitað. Við horfum á Eureka sem er stuttmynd inná Youtube sem var að segja frá lögmáli Newtons. Þessi myndbönd eru ekki mjög löng en þau eru samt fræðandi. Síðan skoðuðum við fréttir og þá var tíminn búinn.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var stöðvavinna. Ég ætlaði að vinna með Nóa en síðan þá vildi ég vinna einn. Ég fór fyrst á stöð sem var með svolitla stærðfræði. Ég átti að taka smá sjálfspróf í endann og mig minnir að ég hafi fengið 70% í prófinu. Á annari stöðinni þá átti ég að mæla massa steina í vatni og á vigt. Þar vann ég með Sölva. Þegar við vorum búnir þá máttum við hætta því að það var svo lítið eftir.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við að skila ritgerðum til Gyðu. Þeir sem voru búnir að gera allt eins og að senda Gyðu ritgerðina í pósti þeir máttu fara niður í tölvuver í frjálst þar á meðal ég.

 

Fréttir

Óttast að hryðjuverkamenn noti ebólu sem vopn

14 ár að byggja bílskúr

Aflífuð fyrir að horfa á Hollywood mynd

Vika 8 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 1:02 e.h. desember 13, 2013

Mánudagur

 

Á mánudegi þá fengum við tækifæri til að skila skýrslunni úr tilrauninni sem við vorum að eima sígarettuna. Þegar við vorum öll búinn þá fórum við í efna-alías með spurningar sem við vorum búinn að fara yfir.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá fórum við í próf í efnafræði. Ég æfði mig fyrir það en samt komu nokkrar spurningar sem maður vissi ekkert um.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá var Gyða ekki ánægð með okkur í prófinu því að við stóðum okkur greinilega ekki nógu vel. Gyða sagði að við fengum tækifæri til að hækka einkunnina með því að vinna í hóp og svara svipuðum spurningum. Ég var með Þórný og Ljósbrá í hóp. Ég náði að hækka einkunnina mína. Áður en voð fórum þá sagði Gyða að það kæmi mikið af stjörnuhröpum í kvöld og sagði að við ættum að horfa upp í himininn í kvöld á jólaballinu.

Vika 7 hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 12:51 e.h. desember 6, 2013

Mánudagur

 

Á mánudaginn þá ætluðum við að kynna bælingana okkar um frumefnin en við hættum við því að Gyða var ekki.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá vorum við að vinna í skýrslunni sem við gerðum þegar við vorum að eyma sígarettu. Í verkefninu var ég með Herði og Gumma.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá vorum við að kynna bæklingana okkar um frumefnin. Þegar einhver var búin þá gáfum við einkannir um hvað okkur fannst. Ég var með járn og var í kringum sá þriðji sem kynnti minn bækling. Þegar við vorum eiginlega búin þá átti Hörður að kynna en þá var tíminn búinn svo að hann kynnir í næsta tíma.

Older Posts »