FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vísindavaka

Filed under: Hlekkur 3 — 00halldor @ 7:54 e.h. janúar 21, 2015

Halló ég heiti Halldór Friðrik og var að gera tilraun með Nóa Mar sem kallast svifnökkvi. Þessi tilraun var eiginlega eins og plan B því að við ætluðum að gera tilraun sem kallast fílatannkrem. Við gátum ekki gert hana því að það vantaði eitt efni sem var ekki til á Íslandi. Við gerðum tilraunina þannig að við tókum upp. Við vorum búnir að ákveða það að gera hana á mánudaginn en ég var veikur. Það var allt í lagi samt því að við gerðum hana á miðvikudaginn. Við fundum tilraunina á Jóladagatal Vísindanna. Það komu engin vandamál nema það að ég var veikur.

Hér er myndbandið

Heimild:https: //www.youtube.com/watch?v=7IiUif10oJQ

 

Efni og áhöld:

  • teiknibóla
  • opnanlegur tappi (eins og er á mörgum íþróttadrykkjum)
  • geisladiskur ( sem má eyðileggja)
  • blaðra
  • límbyssa
  • blað eða karton
  • skæri

Leiðbeiningar

Byrjað er á því að gera um það bil 10 göt með teiknibólu í mjúka partinn ofan á tappanum. Þessu næst límum við tappann yfir gatið á geisladiskinum með límbyssunni. Gott getur verið  að rispa plastið á geisladisknum þar sem límið fer svo til að hann fái betra grip. Klipptur er út langur ferhyrningur úr kartoni, hægt er að nota pappír og eina rauf 5 cm frá hvorum enda ferhyrningsins en þær eiga að vera gagnstæðar hvor annarri.

Að lokum er blásin upp blaðra, snúið upp á stútinn á blöðrunni og smeygjum henni á tappann. Svo er ferhyrningurinn festur utan um samskeytin milli blöðrunnar og tappans og blöðrunni snúið til baka svo loftið flæði í gegn. Blaðið er sett til að blaðran leggist ekki á hliðina.

Af hverju gerist þetta?:

Það sem gerist er að loftið úr blöðrunni fer niður í gegnum tappann og út milli borðsins og geisladisksins. Þetta þrýstir geisladisknum upp og myndar um það bil millimeters langt bil milli geisladisksins og yfirborðs því að á sama tíma heldur þyngdarkrafturinn svifnökkvanum nálægt yfirboðinu. Þar af leiðandi er nánast enginn núningur milli borðsins og geisladisksins og því svífur svifnökkvin og getur skotist út um allt við minnstu snertingu. Áþekk áhrif og þegar við spilum þythokkí.
Heimild: http://www.hi.is/verkfraedi_og_natturuvisindasvid/eldri_tilraunir

Vika 4 Hlekkur 3

Filed under: Hlekkur 3 — 00halldor @ 1:26 e.h. desember 17, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá var Gyða með kynningu í Nearpod. Hún var með kynningu um stjörnufræði. Þegar kynningin var búin þá fórum við í forrit sem við sáum stjörnumerkin og pláneturnar og það var mjög flott

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá fengum við matsblað um Power Point sýninguna sem við erum að gera. Við áttum að kynna Power Point fyrir foreldrunum okkar. En í seinni tíman þá vorum við að vinna í Power Point sem við áttum að kynna á nánudaginn.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við í tölvuveri að vinna í Power Point. Ég er að fjalla um Júpíter. Þegar tíminn var alveg að verða búin þá spurði hún einhverja sem vildu kynna á mánudaginn og ég bauð mig fram.

 

Júpíter

Júpíter er oft mest áberandi reikistjarna himinsins og hefur þekkst alla tíð . Rómverjar nefndu reikistjörnuna eftir höfuðguði sínum Júpíter og er nafngiftin vel við hæfi. Júpíter var einnig þekktur sem Jove en Grikkir nefndu hann Seif. Seifur var yngsti sonur Krónosar (Satúrnusar) og Reu og komst til valda eftir að hafa steypt föður sínum af stóli. Seifur var eftir það konungur guðanna, hæstráðandi á Ólympustindi og réði þar yfir himnunum og eldingum. Tákn Júpíters er enda stílfærð elding guðsins.

Heimild: http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/jupiter

Fréttir

Apple fer af rússneskum markað

Gunnar Nelson beðinn um að vera í horninu

Ætla að hreina svæðið frá hryðjuverkum