FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vísindavaka 2016-Kertavegasalt

Filed under: Hlekkur 4 — 00halldor @ 11:38 f.h. janúar 25, 2016

Vísindavaka-Kertavegasalt

Í síðustu viku var vísindavaka í Flúðaskóla. Ég var í hóp með Mathias Braga, Kristni, Nóa og Sölva. Við vorum fimm manna hópur enda áttu allir í hópnum að hafa hlutverk. Því miður var ég veikur þegar við vorum að taka upp en ég gerði tilraunina heima og hún gekk jafnvel og tilrauninn hjá strákunum. Mér fannst tilraunin hjá Evu, Þórný og Heklu og tilraunin þeirra er hér. Þær voru með borðtenniskúlutilraun sem þær settu borðtenniskúlu í plastmál, létu það detta á jörðina og þá skoppar kúlan mjög hátt. Mér fannst líka tilraunin hjá Sunnevu, Birgit, Siggu Láru og þær gerðu DIY Hologram og hana getur þú séð hér.

Efni og áhöld

Glös, töng, pappír, málband, skurðarbretti, hnífur, stórt kerti, stór nagli, eldspýtustokkur og eldspýtur og gashella.

 

Framkvæmd

Ég mæli kertið til að finna miðjunna, hitaði nagla á gashellunni til að bræða naglann í gegnum miðju kertsins. Þegar ég var búinn að því þá skar ég annann endan af kertinu til að hafa þræði báðu megin. Síðan lagði ég kertið ofan á glösin og setti skurðarbrettið undir svo að vaxið færi ekki á borðið. Síðan tók ég eldspýtu og kveikti báðu megin. Það tók smá tíma til að vega salt en að lokum byrjaði það að gerast.

Af hverju gerist þetta?

Það sem gerðist var það að vaxið á endanum á kertinu brann og þá minnkaði massinn hinu megin á kertinu og það byrjaði að endurtaka sig og fór þá kertið að vega salt.

 

Fréttir

Ferðamaður brenndist á fæti

Mikið óveður á austurströnd Bandaríkjanna

Skóli lokaður vegna hótana frá 15 ára stúlku

Vísindavaka

Filed under: Hlekkur 4 — 00halldor @ 1:11 e.h. janúar 10, 2014

Vísindavakan

Í byrjun vísindavökunnar þá vorum við að fjalla um hvernig vikan verði hjá okkur. Ég, Kristinn og Nói vorum saman í hóp. Við skoðuðum vídíó af tilraunum sem við fundum og sumar voru mjög góðar°og sumar voru ekki það sérstakar. Við fundum tilraun sem kallast plúshlaðinn reglustika og var gerð á jóladagatali vísindanna. Áður en við byrjuðum þá sýndi Gyða okkur vine um kóngulær sem voru í eitthverju skrýtnu drasli á bát. Við náðum í pipar, gróft salt og sykur í eldhúsið. Við fengum tónmenntarstofunna til að framkvæma tilrauninna. Fyrst þá vorum við að prófa hvort þetta virkaði og það gerðist. Fyrst þá byrjuðum við á því að kynna. Síðan byrjaði Nói með piparinn og það virkaði. Síðan kom Kristinn með sykur en það virkaði ekki eins vel enda þurfti að hlaða lengur. Síðan kom ég með grófa saltið en það fór upp en aftur niður og virkaði ekki. Á síðastu dögunum á vísinavökunni þá var hópurinn minn að reyna að koma myndabandinu inn á youtube en það gekk ekki alveg en alveg í endanum á tímanum þá náðum við að setja það inn á.

 

Hérna er myndabandið af kóngulónum

Hér er tilrauninn sem við völdum