FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vika 4 Hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 11:42 f.h. febrúar 22, 2016

Mánudagur

Á mánudaginn var ég ekki í náttúrufræði af því að ég fór til Reykjavíkur til tannlæknis um hádegi.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var ég ekki heldur af því að ég lenti aftur í tannvandræðum. Þegar ég kom síðan heim vann ég í rafmagnstöfluverkefninu.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við úti. Á fimmtudaginn þurfti Gyða að fara eiginlega í byrjun tímans þannig að hún númeraði okkur í 3-4 manna hópa til að fara út að vinna verkefni. Ég lenti í hóp með Mattías Bjarnas. Þórný og Heklu. Verkefni var að við áttum að taka myndir af efni sem við erum að læra í hlekknum eins og t.d. lögmál Ohm’s. Okkur gekk vel og síðan setti Hekla myndirnar inn á Facebook. Síðan þegar allt var komið hjá öllum þá eigum við að reyna að setja comment um hvað myndirnar.

Afsakið hvað ég er með stutt blogg í dag þetta var frekar erfið vika.

Fréttir

Þriðjungur íslendinga með Netflix

NASA þarf á konum að halda

Hola í ósonlaginu þegar það ætti að vera þykkast

 

 

Rafmagnstaflan heima

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 1:34 e.h. febrúar 17, 2016

Hér er mynd geggjað flottu rafmagnstöflunni heima hjá mér og mínum.

 

Rafmagnstafla

 1. Öryggi (eitthvað sem ég þarf í skólanum). Þetta eru rofarnir fyrir rafmagni í herbergjum og stærri heimilistækjum. Öryggin eru notuð til að slá út rafmagn í herbergjum til að geta unnið við rafmagnið t.d. leiðslur, innstungur o.sv.fr.

 

 1. Lekaliður (er það með öðrum orðum typpagat?). Allt rafmagn í húsinu fer í gegnum lekaliðann. Ef honum er slegið út þá fer allt rafmagn í húsinu af. Ef eitthvað óvænt högg fer á rafmagnsleiðsu t.d. úti þá getur lekaliðinn slegið út en stundum fer bara öryggið út. Því meira álag sem er á töflunni því líklegra er að lekaliðinn slær út.

 

 1. Rafmagnsmælir (ÞEtta sýnir hversu magnaður einstaklingur ég er.). Þessi kassi mælir hvað mikið rafmagn við notum í húsinu. Mælieiningin er KWST og stendur fyrir ,,kílówattstundir.‘‘ Mælirinn segir okkur hve mikið á að rukka okkur fyrir rafmagnsnotkuninna.

 

Vika 3 Hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 11:35 f.h. febrúar 11, 2016

Mánudagur

Á mánudaginn þá byrjuðum við tímann á því að skoða blogg. Hún Gyða ræddi svolítið um straumrásir, tengimyndir, raðtengdum og hliðtengdum straumrásum, viðnám og mismunandi gerðir viðnáms. Eftir þá umræðu þá sýndi hún okkur síðu sem heitir Kvistir og er inn á nams.is. Við skoðuðum síðan fréttir restina á tímanum.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Við byrjuðum tímann með Kahoot um orku og Avatar. Síðan fórum við í stöðvavinnu og hér eru stöðvarnar sem ég fór á.

 

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Heimild: natturufraedi.fludskoli.is

20. Rafrásir-tilraun

Á þessari stöð var ég að vinna með Nóa og Kristni. Við skoðuðum bók til að sjá hvað við getum tengt saman. Við fundum síðan einhvernskonar spaða á bls 16. Við settum allt samanen það virkaði ekki. Síðan sáum við að það vantaði eitt stykki. Við smelltum því í og þá snérist spaðinn.

11. Krossglíma

Á þessari stöð þá vann ég einn. Ég las grein úr Lifandi vísindi sem heitir ,,Einstein sveigir gjörvallan alheim“ og ég gerði krossglímu úr textanum. Textinn var um Einstein og hvernig hann var á yngri árum og alveg þangað til að hann fór í vísindaakademíuna.

 

     Einstein

vísInaakademía

þyNgarkraftur

     Stærðfræði 

      Tákn

      Eðlisfræði

leIftrandi

     Niðursokkinn

Orðið niður er ,,Einstein“

2. Phet-forrit

Á þessari stöð var ég að leika mér við Phet-forrit í tölvu. Ég var aftur einn á stöð að vinna við þessi forrit en ég lærði samt mikið.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var sameinginlegur tími. Á fimmtudaginn var
A ogB hópur saman í náttúrufræði og samfélagsfræði. Við áttum að lesa texta og setja skrifa síðan á blað frá -10- 10 og segja í tölunum hvað okkur fannst. Ég var í hóp með Dísu, Vitaliy, Siggu H, og Jónasi. Okkur gekk vel að vinna saman enda kláruðum við öll verkefnin sem við áttum að gera.

 

Fréttir

1. janúar 1970 eyðileggur iPhone

98 árásir og 6 dauðsföll af völdum hákarla

Tarantúlan Johnny Cash

Með sprautunálar í nærbuxunum

Vika 2 Hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 12:52 e.h. febrúar 11, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að horfa á myndbönd um varma. Við horfðum á myndböndin á síðu sem heitir Kvistir. Þetta er þægileg síða, maður getur horft á stuttmyndbönd um allskonar hluti. Við skoðuðum líka frétt inná Mbl.is sem er um mann sem ætlar að fljúga í kringum jörðina í flugvél sem gengur fyrir sólarorku. Mig minnir að flugvélin fer á jafnmiklum hraða og dúfa. Og hún er með 17.249 sólsellum. Við skoðuðum líka fullt að myndböndum og kynningar um jarðvarma.

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn þá var ekki tími því að það var kynfræðsla.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudagin þá vorum við í tövuveri að svara spurningum um veður. Þessar spurningar voru svolítið þungar en við máttum nota vedur.is og allskonar síður inná netinu. Ég var líka að vinna með Nóa, Matta, Gumma og Filip. Við náðum ekki alveg að klára allt en samt sluppum við.

 

Fréttir

Yfir 200 flóttamanna saknað 

Stoltur að vera fyrirliði

Þess vegna eru stórir og bústnir karlar bestu makarnir

Spurningar og svör

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 10:59 f.h. febrúar 5, 2015

Spurningar

Hiti, vindur og úrkoma stafa af því að sólin hitar ekki Jörðina jafnt.

1. Hvernig kemur eðlismassi þar við sögu?

2. Hvar hitnar Jörðin mest?

3. Hvernig tengist eðlisfræðin við aðrar fræðigreinar eins og t.d. veðurfræði?

4. Skiptir möndulhalli og lögun Jarðar einhverju máli fyrir veðurfar á plánetunni okkar?

5. Hvernig myndast ský og úr hverju eru þau gerð?

6. Hvernig myndast vindar og af hverju finnst okkur vindurinn oftast kaldur?

 

 

Svör

1. Eðlismassi heits lofts er léttari en kalt loft. Þegar efni hitna þá stíga þau upp en þegar efnið kólnar þá sígur það niður.

2. Við miðbaug út af lögum jarðar.

3. Vegna þess að öll efni verða léttari þegar það hitnar og þyngra þegar þau kólna. Allt nema vatn.

4. Já af því að jörðin er hringlótt og snæyst í hringi. Þegar Ísland er við miðbaug þá er sumar og þegar við erum hinu megin við miðbaug þá er vetur.

5.  Skýin myndast þegar loft kólnar en það gerist oft þegar loftið þrýstist upp. Þau myndast líka  þegar raki eykst í loftinu, t.d. þegar loftið ferðast yfir vatn.

6. Vindur verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri.

 

Vika 4 Hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 9:18 e.h. febrúar 21, 2014

Mánudagur

 

Á mánudeginum þá var fyrirlestur um ljós en ég var ekki í þeim tíma.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudeginum þá var könnun um bylgjur og ljós. Prófið var dálítið erfitt fyrir flesta sem æfðu sig lítið undir það. Í prófinu þá mátti maður hafa glósublað til að hjálpa sér. Þegar maður var búin með prófið þá fór maður niður í tölvuver og kannaði litblindu og smellið hér til að kanna það.

 

Föstudagur

 

Á föstudeginum þá var bara chill tími og við vorum að leysa þrautir skoða sjónhverfingar sem þið getið séð inn á náttúrufræðisíðunni. Ég var með Ljósbrá í hóp og náðum næstum því að klára allar stöðvarnar.

Stöð 4. Við vorum að teikna mynd eftir spegli og láta félaga okkar teikna eftir því með því að horfa bara í spegil og það var rosalega erfitt.

Stöð 5. Þarna var mylla með tússpennum bara maður átti að ná 4 í röð.

 

Stöð 2. Við vorum að finna þrautir með eldspítum og getið smellt hér til að sjá það.

 

Stöð 10. Við vorum að raða saman formum og reyna að ná myndum út úr þeim.

 

Stöð 1. við vorum að skoða sjónhverfingar og eiginlega allt var óskiljanlegt.

 

Stöð 6. Á þessari stöð voru gátur sem við reyndum við enn náðum bara einni af 9.

Vika 3 hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 7:21 e.h. febrúar 11, 2014

Mánudagur

Á Mánudeginum þá hélt Gyða fyrirlestur um hljóð og mann sem stökk úr loftbelg í gegnum hljóðmúrinn. Við sáum líka myndband um þotu sem fór í gegnum hann líka. Við skoðuðum aðeins tækni og tól ársins sem voru flest eiginlega óskiljanleg. Það var líka kominn ný hraðamæling hjá lögreglunni og þið getið séð fréttina hér. við enduðum síðan tímann með því að horfa um dopplerhrif í Big Bang Theory.

 

Fimmtudagur

 

Á Fimmtudaginn þá var próf úr bylgjum. Mér fannst prófið dálítið erfitt enda var ég dálítið í burtu. Þegar við vorum búin í prófinu þá fórum við niður í tölvuver að leika okkur með bylgjur.

 

Föstudagur

Á Föstudeginum þá fengum við einkunirnar úr prófunum og skoðuðum blogg en ég man varla meira en ég held að það hafi verið stöðvavinna.

 

Falskt neyðarkall

 

 

 

 

 

Vika 2 hlekkur 5

Filed under: Hlekkur 5 — 00halldor @ 7:30 e.h. febrúar 6, 2014

Hljóð og bylgjur

 

Bylgjur er órói sem berst um rúmið og flytur í mörgum tilfellum orku. Sumar bylgjur, svo sem hljóðbylgjur og sjávaröldur, verða til vegna þess að efni er aflagað og kraftar valda því að efnið leitar aftur í upprunalega stöðu. Aðrar bylgjur, svo sem rafsegulbylgjur geta ferðast í gegnum lofttæmi og byggja ekki á því að þær hafi áhrif á efnið í kringum sig.Þótt bylgjur í efni, og orkan sem þær bera, geti ferðast hratt og langt, flyst efnið í flestum tilfellum lítið úr stað, heldur sveiflast um upphafsstöðu sína.

 

bylgja

 

 

 

 

Hljóð eða hljóðbylgjur eru þrýstingsbylgjur sem berast í gegnum efni. Eiginleikar hljóðs fara eftir bylgjulengd þess, tíðni og öðrum þeim eiginleikum sem einkenna bylgjur almennt. Hljóðbylgjur ferðast með hljóðhraða, sem er mjög misjafn eftir efnum, en oftast er átt við hraða hljóðsins í lofti. Hann er nálægt því að vera 340 m/s en breytist með hitastigi.

Menn skynja hljóð með eyrunum sínum, og í sumum tilfellum er orðið hljóð notað einvörðungu um hljóðbylgjur sem menn geta heyrt. Í eðlisfræði er þó hljóð notað í víðtækari skilningi, og titringsbylgjur af hvaða tíðni sem er, og í hvaða efni sem er, eru taldar til hljóðs.