FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Áskorun

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 2:38 e.h. maí 7, 2014

Á föstudaginn þá vorum við allan daginn með Gyðu. Hún talaði aðeins í byrjun og skipti okkur síðan í hópa. Ég var í hóp með Siggu H, Kristni, Evu og Sölva. Við fórum fyrst að taka selfie af okkur upp á Miðfelli og reyndum alltaf að taka myndir af fuglum því að það var verkefni. Við vorum dálítið lengi að fara upp og við vorum orðin þreytt að labba þegar við fórum niður. Þegar við komum aftur þá vorum við að hugsa hvaða lag við ættum að syngja fyrir leikskólakrakkana því að það var verkefni. Sölvi og Kristinn tóku það að sér að gera það og þeir sungu auðvitað Enga Fordóma. Þegar það var búið þá fórum við út búð að gera góðverk og við máttum fara með kassa af paprikur og tómata. Á leiðinni út úr búðinni þá sáum við tækifæri til að gera annað verkefni og það voru eldriborgarabrandarar. Sölvi sagði brandara og það fannst honum fyndinn. Síðan fórum við í 100 metra standandi á höndum. Við skiptumst á að labba á höndum og við náðum því á endanum. Síðan fórum við að blása sápukúlur og líka að segja „það er sumar og ég syng eins og uppáhaldsfuglinn minn,, á fimm tungumálum. Þegar það var búið þá fórum við að byrja að setja saman myndina í iMovie. Við náðum því á réttum tíma en það var vandamál með netið þess vegna við settum það inn á Facebook  og þá var tíminn búinn.

Vika 6 Hlekkur 6

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 2:59 e.h. apríl 3, 2014

Mánudagur

Á mánudeginum þá byrjuðum við tímann með því að kynna power-point sýninguna okkar. Ég var í hóp með Ljósbrá og Kristni með Búrfellsvirkjun. Ég og Kristinn þurftum að kynna einir því að Ljósbrá var ekki í tímanum. Við vorum ekki fyrstir en allir fengu blöð  og áttu að gefa einkunnir fyrir kynninguna. Valmöguleikanna vorum A. B. C. og við áttum að meta að okkar mati. Þegar okkar kynning kom þá var ég dálítið stressaður því að ég vissi að það vantaði hvaða ár Búrfellsvirkjun var gerð og tekinn í notkun. Okkar kynning gekk hræðilega og þegar það var verið að spyrja þá kom einmitt spurning hvaða ár hún var gerð. Þegar allar kynningar voru búnar þá skiluðum við blöðunum til Gyðu. Hún sýndi okkur mynd af páfagauki sem var alveg eins og manneskja þegar maður lítur vel á myndina getið þið séð hér. Þegar það var búið þá ræddum við aðeins um hlýnun jarðar og svoleiðis.

Fimmtudagur

Á fimmtudeginum þá var stutt könnun um orku. Þetta voru eins og um 10-15 spurningar sem maður átti að svara. Ég held að mér hafi gengið ekki svo vel en þegar maður var búin þá réði maður hvort maður færi niður í tölvuver til að blogga um þessa viku eða fara í frjálst. Ég valdi að blogga til að losna við heimanám.

Föstudagur

Föstudagurinn var eins og chill tími. Við vorum að skoða blogg og fréttir sem einhverjir í mínum bekk voru búnir að setja inn á. Þegar fyrsti tíminn var búinn þá fórum við út í leiki eins og maður á að finna þrjá aðra til að vera með þér til að þú dettir ekki úr. Viðm fórum í fullt af svona leikum og þegar það var búið þá fórum við í litlan hring og sögðum “góða helgi,,

 

Fréttir

Leiðinlegt að eignast aðra systur

Miley reykir MIKIÐ!! gras

Mannsnefið er ótrúlegt

 

Hlekkur 6 vika 5

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 2:37 e.h. apríl 2, 2014

Mánudagur

 

Á mánudaginn þá fengum við glærupakka um eðlisfræði í virkjunum í Þjórsá. Við skoðuðum líka aðeins hvernig Vatnsfellsvirkjun hefur áhrif á Þórisvatn. Vatnsfellvirkjun lokar fyrir rennsli á Þórisvatni og þá hækkar í og þá breiðist út yfir á stærra svæði og þá verður gróðurinn votur.

 

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn þá var ég ekki í skólanum út af því að ég var veikur en það var könnun í líffræði og jarðfræði í Þjórsá.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá kom ég í náttúrufræði og ég var greininlega í hóp með Ljósbrá og Kristni í verkefni í power point um Búrfellsvirkjun. Við skiptum verkefnunum dálítið á milli okkar svo að allir gerðu eitthvað. Eitt sem við áttum að gera var að finna hvað listaverkin hétu sem eru utan á virkjuninni. Við fundum bæði, eitt þeirra hét Hávaðatröllið og er fyrir hliðina á virkjuninni og hitt heitir bara Búrfellsvirkjun og er utan á henni þegar við vorum búin með verkefnið þá áttum við að senda Gyðu verkefnið og síðan máttum við fara út.

 

Fréttir

Keðjusög í hálsinn 

Hendur í 150 músagildrur

Google gleraugun prófuð

Vika 4 Hlekkur 6

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 2:11 e.h. mars 27, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að ræða um lífríkið í vatninu í þjórsá. Við vorum líka að ræða mikið um þjórsáver en ég man ekki mikið úr þeim tíma.

Fimmtudagur

 

Á fimmtudaginn vorum við eiginlega að gera ekkert sérstakt við vorum að skoða blogg og fréttir frá þeim í okkar bekk.

 

Föstudagur

 

Á föstudaginn þá var hópvinna en samt eiginlega ekki því að maður átti að vinna einn en samt gat maður verið með einhverjum á stöð. ég fór á held ég á fjórar stöðvar.

Stöð 1. Ég var með Nóa á þessari stöð að merkja leiðina eftir þjórsá frá Hofsjökli til sjávar. Það gekk ekkert alltof vel því að það var svo erfitt að rekja leiðina því að hún var svo mjó.

Stöð 5. Á þessari stöð var ég að skoða jökulá í smásjá og sá litlar doppur sem voru þörungar. Næst skoðaði ég lindá og ég sá miklu fleiri doppur.

Stöð 6. Á stöðinni þá var ég að lesa um fiskitegundirnar í þjórsá. Það var aðeins verið að fjalla um fjölda urriða í Efra-Sogi. Það var líka fjallað um fleiri tegindir eins og bleikju og silunga.

Stöð 7. Á stöðinni var ég að lesa um Heiðagæs. Latneska heitið á henni er Anser brachyrhynchus. Heiðagæsinn er með stuttan gogg með bleiku og svörtu mynstri. Fæturnir eru bleikir og augun eru brún. Ég las líka um haförn(Haliaeetus albicilla) sem er ránfugl og er sá stærsti og sjaldgæfasti ránfuglinn. Hann er með yfir 2 cm vænghafog er oft kallaður konungur fuglanna.

Stöð 10. Á þessari stöða var ég að skoða egg. Fyrst fór ég í víðsjá til að skoða eggjaskurnina. Í byrjun sá ég eiginlega ekkert síðan þurfti bara að færa skurnina aðeins til og þá sá maður mjög vel. Síðan las ég um smyrilinn og komst að því að eggin hanst eru að þynnast ú af PBC eiturnar. Og ég komst líka að því að ungarnir ná að anda inn í egginu út af litlum loftgötum.

Fréttir

Risarotta í Svíþjóð

Af hverju þurfa stelpuleikföng að vera bleik

Kjúklingur frá helvíti

 

Vika 3 Hlekkur 6

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 2:41 e.h. mars 19, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá var ekki náttúrufræði því að bekkurinn fór að skoða kirkjur en ég fór til tannlæknis.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá hélt Gyða smá fyrirlestur um nýtt forrit sem við ætlum að prófa og heitir Nearpod.  Okkur var skipt í hópa og ég lenti í hóp með Gumma. Við skírðum okkur Friggi og okkur gekk vel. Gyða sýndi okkur glærur sem voru með upplýsingum um þjórsádal og við máttum skrifa á hugtakakortið okkar það sem okkur fannst merkilegt. Síðan kom glæra sem við áttum að merkja inn frumbjara og ófrumbjarga. Síðan komu glærur með spurningum sem var úr efninu með glærunum á undan.

 

Föstudagur

Á föstudaginn þá horfðum við á mynd um þjórsádal. Gyða sagði okkur að vera með hugtakakortin tilbúin því að við skrifuðum það niður sem okkur fannst merkilegt. Þegar myndin var búin þá fórum við í það að skoða blogg og fréttir sem b hópurinn setti inn eins og það var einhver sem spilaði league opg legends í 30 tíma án þess að stoppa.

Fréttir

App sem vísar á grafreiti hermanna

Vill bara rauð M&M

Fluleiðinni í Malasíu var breitt með tölvu

Vika 2 Hlekkur 6

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 6:58 f.h. mars 13, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá hélt Gyða stuttan fyrirlestur um jarðfræðina í Þjórsá. Hún sýndi okkur líka foss þar sem heitir Dynkur. Hún sagði okkur að hafa hugtakakortin tilbúin því að við áttum að skrifa mikið um lindár, dragár og jökulár. Hún sýndi okkur líka flotta síðu inn á þjórsáver og smellið hér ef þið viljið fara inn á hana.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá var held ég ekki náttúrufræði.

 

Föstudagur

Á föstudaginn þá völdum við okkur í hópa til að gera plakat um Þjórsá. Ég Nói og Kristinn vorum saman í hóp og við gerðum plakat um myndun Íslands. Við máttum taka tölvur og ipada til að hjálpa okkur í okkar hóp þá gekk þetta allt vel. Við áttum að klára verkefnið á 80 min. Tíminn var eiginlega búinn þegar við vorum alveg að verða búnir að líma og klippa.

 

Fílar bera kennsl á mannsraddir

 

Vika 1 Hlekkur 6

Filed under: Hlekkur 6 — 00halldor @ 1:33 e.h. mars 5, 2014

Mánudagur

Á mánudaginn þá var ekki skóli út af því að það ver vetrarfrí.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudeginum  þá vorum við að skoða fossa og tækni. Við skoðuðum fréttir og uppgvötuðum það að það er fjórfalt meiri rykmengun í Peking en í Reykjavík.

Föstudagur

Hún Gyða setti okkur í hópa til að vinna um þjórsá og skrifa um hana ég var í hóp með Heiðar og Gumma. Við fengum ipad til að leita og skrifuðum um hana í stílabók. Ég skrifaði fyrst um fiskitegundir og þar voru bara svona algengir fiskar eins og bleikja og áll. Síðan kynntist ég fjöllum og fossum þar.