FRIKKARINN ER HÉR OG ER TIL Í TUSKIÐ

Vísindavaka 2016-Kertavegasalt

Filed under: Hlekkur 4 — 00halldor @ 11:38 f.h. janúar 25, 2016

Vísindavaka-Kertavegasalt

Í síðustu viku var vísindavaka í Flúðaskóla. Ég var í hóp með Mathias Braga, Kristni, Nóa og Sölva. Við vorum fimm manna hópur enda áttu allir í hópnum að hafa hlutverk. Því miður var ég veikur þegar við vorum að taka upp en ég gerði tilraunina heima og hún gekk jafnvel og tilrauninn hjá strákunum. Mér fannst tilraunin hjá Evu, Þórný og Heklu og tilraunin þeirra er hér. Þær voru með borðtenniskúlutilraun sem þær settu borðtenniskúlu í plastmál, létu það detta á jörðina og þá skoppar kúlan mjög hátt. Mér fannst líka tilraunin hjá Sunnevu, Birgit, Siggu Láru og þær gerðu DIY Hologram og hana getur þú séð hér.

Efni og áhöld

Glös, töng, pappír, málband, skurðarbretti, hnífur, stórt kerti, stór nagli, eldspýtustokkur og eldspýtur og gashella.

 

Framkvæmd

Ég mæli kertið til að finna miðjunna, hitaði nagla á gashellunni til að bræða naglann í gegnum miðju kertsins. Þegar ég var búinn að því þá skar ég annann endan af kertinu til að hafa þræði báðu megin. Síðan lagði ég kertið ofan á glösin og setti skurðarbrettið undir svo að vaxið færi ekki á borðið. Síðan tók ég eldspýtu og kveikti báðu megin. Það tók smá tíma til að vega salt en að lokum byrjaði það að gerast.

Af hverju gerist þetta?

Það sem gerðist var það að vaxið á endanum á kertinu brann og þá minnkaði massinn hinu megin á kertinu og það byrjaði að endurtaka sig og fór þá kertið að vega salt.

 

Fréttir

Ferðamaður brenndist á fæti

Mikið óveður á austurströnd Bandaríkjanna

Skóli lokaður vegna hótana frá 15 ára stúlku

Pandóra

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 7:41 f.h. janúar 19, 2016

Avatar

Avatar er mynd frá árinu 2009 og var hún leikstýrð af James Cameron. Avatar gerist í framtíðinni á tunglinu Pandóru. Við áttum að taka eftir umhverfi myndarinnar og skrifa svo þetta blogg um hana. Þetta er fyrsta Avatar myndin og það eiga að koma fjórar myndir í viðbót. Myndin er mjög flott og vel gerð og það fór mikið í hana eins og þau fundu sitt eigið mál, menningu og náttúruna og hvernig hún virkar. Það voru margir vísindarmenn búnir að vinna í myndinni í nokkur ár. James Cameron skrifaði handritið 1995. Myndin er um landgönguliða sem heitir Jake Sully og hann er settur í gervi til að finna hætti Na´vi búa

Pandóra

Panóra er fimmta tunglið af gasrisanum Polyphemus sem hefur 13 tungl alls. Pandóra er næstum eins stór og jörðin. Andrúmsloft Pandóru er blanda af nitrogen, O2, kolefni, dioxíð, xenon, metani og vetnissúlfíð og er andrúmsloftið á Pandóru um 20% þéttara andrúmsloft vegna hátt hlutfalls af xenon sem er þungt, litalaust, lyktalaust og almennt hvarfast göfugt gas. Hár styrkur koltvíoxíð í andrúmsloftinu er eitrað mönnum og gerir mennina meðvitundalausa eftir 20 sek og dauða eftir 4 min. Mennirnir þurfa sérhæfðar öndurnargrímur til að geta andað á tunglinu. Brennisteinsvetni á Pandóru er líka mjög eitruð, þéttni yfir 1000 ppm eða 0,1% getur valdið tapi á súrefni og jafnvel dauða eftir einum andardrætti. Á Pandóru er umhverfi svipað og á jörðunni en samt ekki alveg eins. Á Pandóru er mikið af trjám og plöntum, mikið af fjöllum, vatni og  vötnum og fossum. Á Pandóru er guð eitthvað yfirnáttúrulegt sem kallast Eywa og hún sér um jafnvægi í náttúrunni. Ef dýr deyr fer sálin til Eywu. Á Pandóru er mikið af dýrumen eru ekki svo lík þeim sem eru á jörðu. Dýr á Pandóru hafa sex lappir og sum þeirra eru mjög árásargjörn.

 

Na´vi

Na´vi er tegund geimvera sem eru frumbyggjar á tunglinu Pandóru. Meðalhæð Na´vi karlmanna er 3 metrar á hæð og meðalhæð Na´vi kvenmanna er 2.8 metrar á hæð en stærsti Na´vi sem hefur mælst er 3,9 metrar á hæð. Húðlitur Na´vi blár með dökkum röndum. Þeir hafa bara fjóra fingur og veiða sér til matar með hnífum og bogum. Na´vi búar hafa gul augu og hár sem getur tengst náttúrunni og Eywu, það kallast Tsaheylu. Bogarnir og örvarnar sem Na´vi nota eru eitraðir og ef þú færð ör í þig, þá deyrðu innan við mínótu.

 

 

Tsahaylu

 

Heimildi; http://james-camerons-avatar.wikia.com

Myndaheimild; http://james-camerons-avatar.wikia.com

 

 

 

Vika 4 Hlekkur 3

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:40 f.h. desember 14, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn var Gyða með fyrirlestur um jónir og sýrustig. Fyrirlesturinn var svolítið erfiður að skilja  en ég skildi fyrirlesturinn vel. Hún sagði okkur líka að við værum að fara að gera tilraun uppúr því sem hún var með fyrirlesturinn um. Síðan skoðuðum við fréttir restina af tímanum.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var tilraun uppúr því sem við vorum að læra á mánudeginum. Gyða byrjaði tíman með smá kynningu. Það var valið í hópa þannig  að þeir sem sátu sama á borði. Ég sat með Nóa og Orra á borði og við vorum þá saman í hóp í tilrauninni. Við fengum tilraunarglös og sýrustigsstrimla til að mæla 5 mismunandi efni. Efnin voru eymað vatn, edik, appelsínusafi, stífluhreinsir og uppþvottalögur. Við vorum síðan líka með rauðkálssafa til að blanda við efnin. Við settum öll efnin í tilraunarglösin og blönduðum síðan rauðkálssafa við og þá komu mismunandi litir í glösin.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við í skýrslugerð uppúr tilrauninni. Við fengum allan tímann í að gera skýrslu og okkur gekk alveg ágætlega. Ég gerði fræðilegan inngang, Orri gerði efni og áhöld og heimildir og Nói gerði niðurstöður. Við náðum ekki að klára skýrslunna svo að við gerðum okkar hluta heima hjá okkur og við náðum að klára og mér fannst skýrslan okkar koma vel út.

Fréttir

Líffæragjafir á Tinder

Konur í fyrsta sinn kjörnar í Saudi-Arabíu

Þetta er það sem vín, sykur og mjólkurvörur gera við andlitið þitt

 

 

Vika 1 Hlekkur 3

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:31 f.h. nóvember 23, 2015

Náttúrufræðisíðan lá niðri svo að ég man ekki fullkomlega hvað var gert í síðustu viku

Mánudagur

Á mánudaginn þá áttum við að fá úr heimaprófunum en Gyða var ekki búin að fara yfir þau. Síðan skoðuðum við blogg og töluðum við um hryðjuverkaárásirnar í París restina af tímanum.

 

Miðvikudagur

Á mánudaginn var Halldórsmótið í skák. Á mánudaginn var mót í skák en ég tók ekki þátt heldur bakaði ég vöfflur. Þegar það var búið þá fórum við í einn tíma af náttúrufræði í staðinn fyrir að hafa tvöfaldan af því að Margrét og Gyða skiptu tímunum á milli. Við fengum að vita einkunnirnar úr heimaprófinu og ég er mjög sáttur með mína.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var frjált í tölvuveri. Á fimmtudaginn var Gyða ekki svo að við áttum að vinna í íslenskulotum en þeir sem voru búnir þeir máttu vera í frjálsu í tölvuveri. Við áttum að horfa á myndbönd sem Gyða setti inná náttúrufræðisíðunna en hún lá niðri svo að við gátum ekki horft á myndböndin.

Fréttir

Barnaníðingur

Spá fyrir miklum stormi

Íslenskir hestar fá sitt eigið safn í Hveragerði

Vika 6 Hlekkur 2

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:35 f.h. nóvember 19, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við í prófi. Við vorum í prófi sem var hálfgerlega heimapróf að því að ef að við náðum ekki að klára máttum við gera prófið heima. Við máttum hjálpast að og ég var með Nóa. Við hjálpuðums bara ð í því sem við skildum ekki báðir annars þá gerðum við prófið einir. Við máttum nota öll göng eins og t.d. tölvur, bækur og hjálpa hvor öðrum til, en Gyða mátti ekki hjálpa okkur ef við vourm í vandræðum. Ég fór úr tíma því að ég þurfti að fara til tannlæknis en ég náði samt að gera prófið heima.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við að vinna í hópum. Á miðvikudaginn þá skipti Gyða okkur í tveggja manna hópa og lét okkur velja hugtök. Ég lenti í hópi með Sölva og við tókum hugtakið staðgöngumóðir. Við vorum að kynna okkur staðgöngumæður og fórum inná vefsíður o.sv.fr. Við vorum búnir að leggja þetta allt á minnið og vorum tilbúnir að kynna hugtakið staðgöngumóðir á fimmtudaginn.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að útskýra hugtök. Á fimmtudaginn þá vorum við að útskýra frá hugtökunum sem við völdum okkur á miðvikudaginn. Ég og Sölvi kynntum staðgöngumóðir og það gekk mjög vel og við tókum góða umræðu og við lærðum mikið af þessu.

Fréttir

ISIS hótar árás á New York

Hálfnuð á leiðinnií mikil vandræði

Vika 5 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:41 f.h. nóvember 9, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá kláruðum við verkefnin sem við gerðum á miðvikudeginum í síðustu viku. Ég vann með Nóa í þetta sinn og við áttum að gera tvö verkefni en við náðum bara að gera eitt. Við fórum í verkefni sem við áttum að segja frá hvort spítali hafi skipt á krökkum. Við gerðum alveg svakalegar rannsóknir og notuðum Punnet square til að vita þetta, og það kom í ljós að spítalinn hafi í raun skipt á þeim. Þetta var erfitt en ég lærði mikið á þessu.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var Gyða með fyrirlestur um erfðatækni og ekki stöðvavinnu. Hún Gyða var með smá fyrirlestur um erfðabreytt dýr og matvæli, hún sagði líka frá göllum og kostum í sambandi við erfðabreyttum matvælum. Hún fór líka aðeins út í tvíbura, fréttir og myndbönd um tvíbura o.sv.fr. Hún sýndi okkur líka mjög sorglega frétt um antílópur sem eru að deyja út. Síðan fór hún að sýna okkur myndbönd um erfðabreyttann mat og dýr. Mér fannst tíminn líða frekar hratt en hann var samt mjög fróðlegur.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í Kahoot og það var mjög gaman. Ég stóð mig alveg ágætlega, að minsta kosti lendi ég ekki í síðasta sæti, yesssss. Og síðan skrifuðum við spurningar sem koma fram í prófinu og mínar spurnigar voru alveg ágætar, held ég.

 

 

Vika 4 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:15 f.h. nóvember 2, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá var Gyða með fyrirlestur um mannaerfðafræði. Og hún fjallaði aðallega um erfðir í blóði. Hún sýndi okkur líka frétt sem gerðist í Singapúr um það að spítali gerði mistök. Mistökin voru þau að faðirinn var ekki líffræðilegur að því að barnið var í blóðflokki B en faðirinn í blóðflokki A og móðirinn var í blóðflokki O. Ég man ekki mikið meira það sem við gerðum á mánudeginum.

 

Miðvikudagur

Á mánudaginn þá vorum við að vinna í blöðum. Á mánudaginn var Gyða ekki svo að við fórum að vinna í verkefnum um erfðafræði. Ég var með Sölva að vinna og okkur gekk vel. Fyrst ætluðum við að fara í verkefni semm var þannig að við áttum að svara spurningum en við vildum ekki gera það svo við fórum í verkefni til að búa til krakka. Þetta var mjög skemmtinglegt. Við vorum með tvær -eina krónur. Fyrst áttum við að kasta bara einni krónunni til að sjá hvor krakkinn yrði strákur eða stelpa. Síðan köstuðum við uppá allt til að sjá hvernig andlit krakkinn yrði með. minn var strákur en leit út eins og stelpa. Ég náði síðan ekki fleiri stöðvum.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn þá vorum við bara að spjalla og skoða blogg. Þetta var mjög chill og rólegur tími, sem mér finnst bara ágætt. Mig minnir að Gyða ætlaði að segja okkur eitthvað en hún nennti því ekki svo það var bara að skoða blogg og þannig og henni fannst bloggin flott.

 

Fréttir

Bætist við ísinn enn um sinn

Alvarlegt bílslys á Eskifirði

Áfengisneysla kvenna eykst

 

Vika 3 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:42 f.h. október 26, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá vorum við að læra um arfhreinn og arfhblendinn. Í byrjun tímans þá fjallaði Gyða aðeins um arfblendinn og arfhreinn. Við tókum stutta könnun um það. Mér gekk alveg ágætlega en náði ekki alveg að svara öllum spurningum. Við skoðuðum líka aðeins punnet square sem er eins og kassi en hjálpar samt að flokka t.d. hvort hundur er doppóttur eða ekki. Við fórum líka aðeins í svipgerð og arfgerð og ríkjandi og víkjandi. Svipgerð er t.d. hár, frænn, gulur o.sv.fr. Arfgerð er t.d hh, HH, Hh, hH. Ríkjandi og víkjandi er þetta sem ég var að gera með h-in. Ef það er t.d. hH þá er stóra h-ið ríkjandi, Ef það er hh er ekkert ríkjandi bara víkjandi.

 

Þriðjudagur

Á þriðjudaginn var stöðvavinna. Ég var að vinna með Nóa alla stöðvavinnunna á þriðjudaginn. Gyða byrjaði á því að útskýra stöðvarnar og síðan byrjuðum við. Ég og Nói fórum fyrst á stöð sem var með Lifandi Vísindi og við lásum og áttum að segja frá því sem við lásum. Textinn var um hvernig DNA getur hjálpað lögreglum að ná glæpamönnum. Það virkar þannig að það er forrit sem greinir DNA-ið og mótar næstum því nákvæma þrívíddarmynd af glæpamanninum. Eftir það fórum við á stöð sem við vorum að leika okkur með arblendinn, arfhreinn, svipgerð og arfgerð. Við vorum með spjöld með hugtökum og við áttum að segja frá því eina spjaldi t.d. ef ég drægi Hh þá væri það ríkjandi arfblendinn arfgerðin Hh o.sv.fr. Og eftir það fórum við á stöð sem við áttum að finna hvernig hvolpur yrði ef foreldrarnir hans væru með mismunandi gen. Okkur gekk mjög vel og við skildum þetta báðir og í endann á stöðinni áttum við að teikna mynd hvernig hvolpurinn yrði og það voru alveg hræðilegar myndir.

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að horfa á myndbönd í tölvuveri inn á khanacademy.org og voru að horfa á myndbönd um punnet square. Gyða var ekki en ég lærði samt aðlveg heilmikið að þessum myndböndum af því að maðurinn útskýrði þetta svo vel og teiknaði allt upp.

Fréttir

Cameron notar Íslandferðina

Ed Sheeran var kynnir fyrir MTV og var ölvaður á sviðinu

Vika 2 Hlekkur 2

Filed under: Uncategorized — 00halldor @ 11:19 f.h. október 19, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn var ég hjá tannlækni svo ég komst ekki í tíma

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn vorum við að búa til kynningar um frumur fyrir 8 og 7 bekk. Ég var í hóp með Halldóri Fjalar, Heiðari og Hannesi. Við bjuggum til Kahoot kynningu um frumur. Við gerðum í kringum 8-10 spurningar. Okkur gekk vel með spurningarnar og náðum að klára kynningunna.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri. Við horfðum bara á myndbönd um allskonar erfðir og þannig. En ég lærði samt mikið að þessu þótt að ég hafi ekki tekið upp neinar bækur.

 

Fréttir

Verstu vallarstarfsmenn í heimi

Flóð í Filippseyjum

BMW verksmiðja knúin kúaskít

Vika 1 Hlekkur 2

Filed under: Hlekkur 2 — 00halldor @ 11:36 f.h. október 12, 2015

Mánudagur

Á mánudaginn þá fórum við í hlekk tvö. Við erum að fara að læra í erfðafræði. Í tímanum var Gyða með glærukynningu um frumur. Þessi kynning var bara upprifjun úr 8. bekk. Gyða fór hratt í gegn af því að hún var þreytt en ég skildi þetta samt. Hún fjallaði um t.d. dýrafrumur, stofnfrumur o.sv.f. Ég glósaði það mikilvæga á glærurnar fyrir hliðina á glærunum.

 

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var stöðvavinna. Ég vann með Mathias Braga og Nóa. Fyrsta stöðin var þannig að við vorum að lesa okkur til um fjölgun fruma og síðan teiknuðum við ferlið á vinnublöðin okkar. Önnur stöðin var þannig að við vorum að lesa í lesskilning og svara síðan spurningum. Lesskilningurinn var um DNA hjá tvíburum. Og að lokum var þriðja stöðin þannig að við áttum að finna hvað við erum með margar frumur í líkamanum okkar. Ég fann hvað ég er með margar frumur í mínum líkama og þær voru nokkuð margar. Við fundum líka út að við erum aldrei með jafn margar frumur í líkamanum okkar á hverjum degi af því að þegar við þyngjumst þá fjölgar frumum og þegar við léttumst þá fækka þeim.

 

Stöðvavinna  upprifjun frumulíffræði
 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

 

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var könnun en ég var veikur svo að ég tók hana ekki.

 

Fréttir

Loka skólum í Svíðþjóð vegna hótana

Íslendingar gripnir í fíkniefnaefnarassíu á Spáni

Alfreð fær hótanir á Twitter

 

« Newer PostsOlder Posts »