Welcome back!
Hannes heimavinnublogg!!!!!!
RSS Feeds
Browsing Hannes blog archives for maí, 2015.
18Maí

Flúða Sveppir.

Flúðasveppir var stofnað af Ragnari Kristinssyni árið 1984 sem byrjaði með nánast tvær hendur tómar en tókst að byggja þetta mjög hratt upp enda voru íslendingar að læra að borða sveppi og pitsur um þetta leyti. Núverandi eigandi Georg Ottóson og keypti og  tók við rekstri Flúðasveppa árið 2005.  Hann hafði þá verið formaður SFG og verið með umfangsmikla garðyrkju í nokkur ár og fannst svepparæktun mjög spennandi og áhugavert verkefni.

Fyrsta árið voru framleidd 500 kílo af sveppum á viku en í dag eru framleidd 10 tonn á viku og vinna þar um 25 manns við tínslu sveppana  í dag.  Hans markmið er að bæta framleiðsluna á hverju ári og hefur mikla samvinnu við bændur  í héraðinu og ýmsa aðra sérfræðinga.

Flúðasveppir framleiða sinn eigin rotmassa sem sveppirnir eru ræktaðir í þessvegna eru þeir með mjög stóra akra fyrir kornrækt í Gunnarsholt og Hvítarholti. Til að búa til rotmassa Þá er 315965742498hálminum úr kornræktinni en það þarf um 80 rúllur á viku og hænsnaskít blandað saman við íslenskt vatn og látið molta í nokkrar vikur og er hitinn á rotamassanum þá eitthvað kringum 60°C. Það er mjög vel passað uppá hitastig og raka við vinnsluna. Síðan en sveppagróum er sáð í hann og verða til um 60. tonn af rotmassa  á viku eða rúm 3000 tonn á ári.  Lyktin sem stundum berst frá svepparæktinni og sumum finnst misgóð er þegar verið er að vinna rotmassann. Mikið af öflugum tækjum og búnaði þarf til að flytja og vinna allt þetta magn og koma því í og úr klefunum þar sem sveppirnir vaxa.  Þegar búið er að nýta rotmassann við svepparæktina er hann nýttur í gróðurmold og er hún mjög eftirsótt um allt land.

það eru ræktaðar tvær tegundir af sveppum, hvítur massa sveppur og kastaníusveppir sem eru sagðir góðir fyrir meltinguna. Nú til dags þykja sveppir nánast ómissandi við ýmsa matargerð þó að þeir hafi nánast verið óþekktir hér fyrr á árum á Íslandi. Veitingastaðir eru margir stórir  viðskiptavinir.

Það er að mörgu leyti erfitt að geyma og flytja sveppi nema niðursoðna því þeir byrja að skemmast um leið og það er búið að taka þá upp  og því er eiginlega nauðsynlegt að framleiða þá hér og það er þá líka aðeins minni hætta að innfluttir sveppir taki yfir markaðinn.

Sveppirnir vaxa ótrúlega hratt og þarf því að týna á hverjum degi og skipuleggja mjög vel hvað kemur upp hvenær því þeir láta ekkert bíða eftir sér og mjög stuttur tími sem gefst til tínslu ef menn vilja fá þá í bestu gæðum.

 

by 00hannes 0 comments Category: Óflokkað