Archive for nóvember, 2014

vika 1 – hlekkur 3

mánudagurinn

Byrjuðum við í nýjum hlekk sem heitir Stjörnufræði. En við fórum ekki í tíma því að það var dagur íslenskrar tungu þá var allur skólinn með atriði og verkefni sem við vorum að sýna úr faggreinavalinu.

Þriðjudagurinn

þá var stöðvavinna og Gyða var líka að kynna okkur um powerpoint verkefni um ehv sem er út í geimnum t.d. úranus og fleira ég valdi Halastjörnur. Svo byrjuðum á því að tala um hlekkinn, hvað við myndum gera og svo hvað væri best að læra t.d. stjörnufræðivefurinn, Hubble sjónaukann og fleira. Svo var byrjað á stöðvavinnunni. Ég fór í stöð 10 sem mér fannst skemmtilegust og heitir the scale of the universe. Svo fór ég í stöð 2 um Hubble sjónaukann, semsagt það eru top 100 myndir sem Hubble sjónaukinn hefur tekið út í geim. Mér fannst þær myndir flotta og svolítið erfitt að trúa því en það eru ekki photoshop-aðar myndir. Svo stöð 5 og það voru verkefni t.d. orð af orði.

Fimmtudagurinn.

vorum við í tölvuveri að klára hópaskýrsluna. minn hópur náði að klára skýrsluna okkar og við sendum Gyðu bara skýrsluna í tölvupósti.

Staðreyndir um Halastjörnur.

  • Halastjörnur eru littlir hnettir sem gerðir eru úr Ís og Ryki sem sveima um sólina. 
  • Halinn er helsta sérkenni Halastjarna.
  • Agninar úr halanum verða eftir á braut Halastjörnunnar. 
  • ,,Halastjörnum er skipt í tvo hópa eftir umferðatíma þeirra. Skammferðarhalastjörnur eða umferðarhalastjörnur hafa stuttan umferðartíma, þ.e. eru innan við 200 ár að ferðast umhverfis sólina. Flestar skammferðahalastjörnur koma frá svonefnduKuipersbelti (frb. Kæpersbelti), svæði sem inniheldur þúsundir ef ekki milljónir íshnatta handan brautar Neptúnusar. Dæmi um skammferðarhalastjörnu er halastjarnan Halley sem hefur 76 ára umferðartíma.

fréttir:

Krabba­mein rakið til offitu

Ógnvænleg fegurð ef slökkt yrði á ljósunum í stórborgum: Töfrandi ljósasýning himinsins

heimildir:

http://www.stjornufraedi.is/

mynd fundin hér 

potw1346a

vika 5 – hlekkur 2

mánudagur

vorum við að fara yfir glósurnar og klára að gera nokkur dæmi. svo var kíkt á fréttir. Síðan var verið að undirbúa okkur fyrir tilraun sem að við múndum gera á þriðjudaginn.

Þriðjudagurinn

Byrjaði Gyða á að sæyna okkur hvað við þurftum í tilraunini. Svo var dregið í hópa. Ég og hópurinn minn byrjuðum á tilrauninni. Þegar það var búið þá fórum við að vinna í skýrslu.

fimmtudagurinn

var verið að reyna að klára skýrsluna um tilraunina í tölviveri.

fréttir:

Rosetta leit­ar að sof­andi fari

10 óútskýranlegar myndir sem munu láta kalt vatn renna milli skinns og hörunds 

hlekkur 2 – vika 4

á Mánudag og Þriðjudag var vetrarfrí :)

Fimmtudagurinn

Þá vorum við í leik sem hét Kahoot. það voru nokkrir saman með ipad og nokkrir einstakir með einn ipad. mér fannst þetta skemmtilegur leikur.

fréttir

Reiki­stjörn­ur í móðurkviði

Faðir gómaði barnaníðing með því að þykjast vera 10 ára dóttir sín​

vika 3- hlekkur 2

mánudagurinn

Fengum við nýjanglærupakka og við fórum yfir hann og svo voru smá dæmi í glósonum sem mér fannst pínku erftt að skja fyrst en sv0 skildi ég þetta betur.

þriðjudagurinn

var stöðvavinna. ég fór í nokkrar stöðvar en þær voru flest verkefni um hröðun, kraft og afl. mér fannst .þetta skemmtilegar stöðvar og ég lærði mikið á þeim.

fimmtudaginn

var skilað ritgerðum og í tölvuver í Phet forritunum.

  • lögmál Newtons eru 3
  • fyrsta lögmálið er stundum kallað Tregðulögmálið eða Tregða. ,,Allir hlutir hafa tregðu og halda því óbreyttum hraða og stefnu nema á þá verki ytri kraftar sem samanlagt eyða ekki hver öðrum“.
  • annað lögmálið er Kraftur og hröðun. ,,Kraftur er jafn tímabreytingu skriðþunga sem jafngildir margfeldi massa og hröðunar, þ.e. F = ma´´
  • þriðja lögmálið er kallað Átak og Gagntak. ,,Kraftar koma alltaf fyrir í pörum. ,,Ef hlutur A verkar á hlut B með krafti (átaki) verkar hlutur B einnig með krafti á hlut A (gagntaki). Átak og gagntak hafa sömu stærð en öfuga stefnu´´

fréttir:

Ótrúlega sjaldgæfur ´blóðsugu-hjörtur´ sást í fyrsta sinn í 66 ár

Ósongat á stærð við N-Am­er­íku

heimildir: Lögmál Newtons og Hver eru Lögmál Newtons