Archive for desember 3rd, 2014

vika 2 – hlekkur 3

mánudagurinn

Byrjuðum við að tala um stjörnur, vetrarbrautir og stærðir Við ræddum líka mikið um myndun, þróun og ævi stjarna.

svo skoðuðum við grein myndun stjarna á stjörnufræðivefnum. Svo skoðuðum við fullt af fréttum og annað fróðlegt.

þriðjudagurinn

var stöðvavinna. Gyða kynnti stöðvarnar og svo var bara strax byrjað. stöðvarnar sem ég fór í eru stöð 1. þar var maður að skoða NASA vefinn  þetta er mjög fræðilegur vefur og mér fannst hann skemmtilegur. ég fór líka í stöð 8 og það var þessi síða sem átti að skoða. ég skoðaði úranus og það var mjög fræðilegt, það sem mér fannst sniðugast á þessari síðu var tafla um plánetuna og í henni stóð hvaða massi pláneturnar væri og hver fann plánetuna. og svo stöð 13 sem var bara að skoða og lesa fréttir.

fimmtudagurinn

var Gyða ekki og við vorum í tölvuveri að gera power point verkefnin. ég er að gera um halastjörnur.

myndun stjarna:

  • þær myndast í stórum og köldum gas- og rykskýjum
  • Skýin eru nógu köld og þétt til að atóm geti bundist saman og myndað sameindir 
  • Skýið byrjar að dragast saman vegna þyngdaráhrifa og svo myndast frumstjarna þar sem skýið  er þéttast 
  • það eykst hiti í frumstjörnuni og þrýstingur og kjarnasamruni hefst í iðrum hennar sem myndar hita og ljós

heimildir: http://www.stjornufraedi.is/alheimurinn/stjornur/myndun-stjarna

fréttir: http://www.geimurinn.is/frettir/nr/1269

Menn gætu flogið á Tít­an

Alvarleg árás á konu á Selfossi: Lagði til hennar með eggvopni – Hundur konunnar kom til bjargar

eso1326a

 

mynd fundin hér