lífríki Þingvallavatns

mikill hluti vatnsviðsins er þakið í hrauni og vatnið hripar þar í gegn. Hraunið þar er ungt og gerir það að verkum að upptaka steinefna er mikil í grunnvatninu sem er ein undirstöðum fjölbreytts lífríkis í þingvallavatni.,,Vegna landsigs og hrauns skapast fjölbreytni í búsvæðum, til dæmis fylgsni fyrir fiska í gjám og gjótum með strandlengju Þingvallavatns.´´(segir: þingvallavatn.is ). Um það bil þriðji hluti botnsins er þakinn af gróðri og mikið af þörungum eru þar. Það eru 4 tegundir af bleikjum í þingvallavatni. Murtan er ein þeirra og hún lifir á svifi, Dvergbleikjan sem lifir í grjótum og sprungum í hrauninu, Sílableikjan sem er stærri og hún lifir á fiski og svo er það Kuðungableikja sem er aðlöguð að áti af botni.

BleikjutegundirThingvallava_(Small) heimildir: http://www.veidimal.is/default.asp?sid_id=24304&tre_rod=001%7C005%7C004%7C002%7C&tid=1 , http://xn--ingvellir-99a.is/ , http://www.arvik.is/?c=webpage&id=132&do=print

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.