Archive for apríl 29th, 2015

hlekkur 7 – vika 2

Mánudagurinn

við byrjuðum á því að klára kynninguna um örverur. við svöruðum spurningum og fleira. man ekki mikið það sem við gerðum þá. við töluðum mikið um ebólu, Gyða sýndi okkur myndbönd um hana og hvarnig hún fjölgar sér. Gyða sýndi okkur líka þetta myndband. við enduðum tímann á að skoða blogg. ,,Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi.´´ (meira á  vísindavefnum). Ebólan kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976, það eru til fjögur þekkt afbrigði af veirunni og eru þau öll nefnd eftir svæðum sem þau hafa fundist á. 

Smá um Einnkenninn:

  • Ebólan ræðst á öll líffæri og vefi líkamans nema bein og vöðva
  • hún breytir öllum hlutum líkamanns í hálfmaukað slím sem er gegnsýrt af sýkjandi veiruögnum.
  • hún inniheldur sjö gerðir af próteinum sem vinna þrotlaust líkt og vél og éta upp vefi líkamanns á meðan veiran fjölgar sér í hýslinum
  • littlir blóðtappar myndast í bóðrásinni og blóðið þykknar, blóðkekkir loða hver við annan og festast við æðveggina.
  • Blóðkekkirnir mynda stærri tappa sem minna á mósaík innan í æðakerfinu. þetta stöðvar blóðflæði til líffæra og vefja líkamans, það veldur súrefnisþurrð og drepi í vefjum sem birtast sem svartir blettir á heila, í lifur, nýrum, lungum, þörmum, brjóstum (karla og kvenna) og yfir allt yfirborði húðarinnar.
  • rauðir blettir myndast í húðinni (Peteciae) sem eru blæðingar undir húð
  • niðurgangur, æl, veikleiki, blæðing

hér er mynd sem sýnir einnkenninn af ebólunni

Symptoms_of_ebola (1)

Þriðjudagurinn

við byrjuðum á að tala um hvað við ætluðum að gera í tímanum. við áttum að vera tvö og tvö og taka einhvern kynsjúkdóm og fjalla um hann og sérstaklega veiruna og hvernig hún smitar og gerir. ég var með Halldóri, og við tókum kynfæravörtur. kynfæravörtur er sýking af völdum HPV ( human papilloma virus). það eru margar þekktar gerðir af veirunni og sumar hafa verið tengdar leghálskrabbameini. sýkingin getur valdið vörtum á slímhúð og húð, og sérstaklega á ytri kynfærum og við endaþarmsorp. veiran finnst mikið í krabba. það var smá vesen að byrja því að það var t.d. eitt app sem var ekki í ipadinum sem við notuðum þannig að við þurftum að fá okkur tölvu og eitthvað þannig. við vorum svolítið að falla á tíma í lokin þannig að þetta er svólítil stutt kynning en við létum það virka. okkur fannst samt lang erfiðast að finna hvað veiran var og hvað hún gerir.

hér er kynninginn okkar

 

fimmtudagurinn

þá var frí í skólanum :)

heimildir: wikipedia, visindavefurinn, mynd