Archive for maí, 2015

sveppaferð – Flúðasveppir

Gyða björk

sveppaferð

Hekla Salome Magnúsdóttir

12.5.15

 

við í 9 bekk fórum í ferð í sveppaverksmiðjuna á flúðum (flúðasveppir). Fyrst tók maður á móti okkur sem heitir Eiríkur og byrjaði að segja okkur almennar upplýsingar um fyrirtækið og hvernig þetta er gert og ferlið sem fer í gegnum sveppina. Flúðasveppir var stofnað árið 1984, maður sem hét Ragnar stofnaði fyrirtækið. Markið hans var að rækta 500 kg af sveppum í viku. En núna í dag er ræktað sirka 11 tonn af sveppum á viku. Það unnu 3-4 menn þegar fyrirtækið byrjaði en núna í dag eru sirka 30 menn sem vinna þarna.

Fyrst þarf að búa til rotmassa (kompost) sem að það þarf að búa til. Í það er helst notað bygg eða reyrgresi og líka hænsnaskít. Byggið eða reyrgersið, er í rúllum. Það er notað 80 rúllur í viku sem gera 400 þúsund rúllur á ári og einn gámur af hænsnaskít er notaður í hverri einustu viku. Massinn þarf að verða mjög blautur og þá sprautað heitu vatni í hann og settur hænsnaskítur í hann og svo er hann hrærður, svo er sprautað aftur og hrært aftur. Svo er látið loft steryma úr linum sem eru í gólfinu, og er blásað heyið í 6 mín á 20 mín fresti .

11301525_1130743486952456_99683142_n

<– loftið er látið streyma úr linum í gólfinu

11311904_1130751410284997_606603470_n

 

 

 

 

 

 

 

<–vélin sem heyið er hrært í

 

Allur massinn er settur þarna í viku og svo sett í vélina

11289735_1130743476952457_1786646916_n

 

 

 

og svo eftir þaða viku í 60°hita og þá myndast mikið ammoníak og það drepur dýr sem gætu verið í massanum.

Svo blanda þau sveppagróin við og sett í klefa í sirka 2 vikur og svo er ræktað.

11093414_1130743483619123_568000757_n

11311692_1130743473619124_1791618243_n

11310911_1130743480285790_1513579104_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáið þið massann (fyrir ofan)↑     Hann er settur í klefa við 25°c. það er búið að setja mold yfir hann og eftir nokkra daga byrja sveppa þræðirnir að koma í gegnum moldina. Þau þurfa að blekkja sveppinn með því að snöggkæla niður í 19°c, og þá byrjar sveppurinn að fjölga sér, en það má samt ekki kæla of mikið. Sveppirnir koma upp eftir sirka 2 vikur eftir að þetta er gert. svo er týnt bestu sveppina.

þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð.

hlekkur 7 – vika 3

mánudagurinn

við fengum nýjar glærur um heilkjarna einfrumunga. fjölluðum um jarðskjálftan í nepal og horfðum á myndbönd. skoðuðum blogg líka í lokin. við töluðum um frumverur. frumverur eru stundum hópað saman í eitt ríki sem skiptist í margar ólíkar fylkingar, þær eru skiptar í tvo meiginhópa sem eru frumdýr og frumþörungar. ríki frumvera er svona:

ríki:

  • frumverur

yfirfylkingar:

  • frumþörungar – frumbjarga
  • frumdýr – ófrumbjarga

fylkingar:

frumþörungar – frumbjarga

  • augnglerungar
  • gullþörungar
  • skoruþörungar