vika 1 – hlekkur 2

mánudagurinn

við byrjuðum að fá glósupakka um frumur og byrjuðum á að upprifja allt um frumuna. við töluðum um Frumulíffæri, Frumuvegg, Frumuhimmnu og margt fleira. við töluðum um muninn á Plöntufrumu og Dýrafrumu t.d. það eru fleiri Hvatberar og Leysikorn í dýrafrumu heldur en í Plöntufrumu. Frumuhimna hleypir efnum út og inn úr frumunni t.d. ef hún myndi ekki velja efnin sem geta farið í frumuna þá væri allt fullt af eiturefnum og þá myndi fruman bara springa. Svo töluðum við lika um kjarna frumunar t.d. hann er svona eins og heili frumunar og hann stjórnar öllu.

Miðvikudagurinn

þá var stöðvavinna um upprifjun á frumulíffærum. ég fór í 3 stöðvar minnir mig og það var einhver stöð um svona flipp kynningar  (og líka hér) við áttum semsagt að skrifa um myndöndin sem að við horfðum á og svo skrifa um þau og gera svona krossglímu ú þeim t.d. ef það var talað um miklahvell þá áttum við að gera krossglímu úr þaða orði eða eitthvað. svo var það stöð sem var um svona cells alive og líka the scale of the universe og þetta er bara svona munur á stærðum og svona. og svo var það stöð sem átti að útskýra muninn á mítósu og meiósu skiptingu.

Mítósa skipting (jafnskipting)

Mítósa skipting er þegar að Tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru nákvæmlega eins og upphaflega fruman. þær hafa alveg ein gen og fruman sem skiptir sér (Móðurfruman). semsagt móðurfruman er með tvo litninga og svo verður hún stærri og stærri þar til að hún skiptir sér í nákvæmlega eins frumur. 

Meiósa skipting (Rýriskipting)

Meiósa skipting er þegar að tvílitna fruma skiptir sér tivisvar og útkoman verða fjórar einlitna frumur sem hafa hver um sig eitt litningapar og eru ólíkar upprunnalegu frumunni. Kynfrumur (sæðisfruma og eggfruma) eru bara einlitna og hafa 23 litninga í mönnum í staðinn fyrir 46 litningar eins og það er venjulega.

fimmtudagurinn

þá var svona könnun. við vorum í tölvuveri og það átti að velja sér þrjár spurningar af 6 til að svara og það mátti nota mörg hjálpargögn til að láta hjálpa sér.

fréttir:

Yrði fótbrotinn drengur látinn bíða?

Hætta á hruni fæðukeðja sjávar

heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=274

 

  1. No comments yet.

  1. No trackbacks yet.